Kanadísk kona í lest yfir ísauđnina

munro runawayŢegar Alice Munro fékk Nóbelsverđlaunin á síđasta ári hafđi ég aldrei lesiđ staf eftir hana, en hélt hins vegar töluvert upp á annan kanadískan kvenkyns smásagnahöfund sem heitir Mavis Gallant. Smásagan Eitur, sem birtist í hefti TMM á síđasta ári, var ţađ fyrsta sem ég las eftir Munro. Og ég las í nýjasta hefti TMM, sem barst mér í fyrradag, ţćr skemmtilegu fréttir ađ Silja Ađalsteinsdóttir vćri ađ ţýđa smásögur Munro međ útgáfu fyrir augum.

Hvađ um ţađ, um síđustu jól sendi kanadísk vinkona, hreykin af afreki löndu sinni, mér ađ gjöf smásagnasafn Munro, Runaway (2004), sem telst víst međ hennar betri verkum. Og ég las.

Runaway inniheldur 8 smásögur, sú fyrsta ber sama nafn og kveriđ, en hver um sig heitir ađeins einu orđi – sem mér skilst ađ sé frábrugđiđ ţví sem gengur og gerist um sögur höfundar. Erfitt er ađ lýsa orđagaldri Munro – hann er einhvern veginn áreynslulaus. Munro skrifar eingöngu smásögur, en ţćr eru í lengra lagi til ađ kallast hefđbundnar og fullstuttar til ađ vera álitnar nóvellur, oft um 35 til 40 blađsíđur. Ţetta gefur henni svigrúm til ađ koma ađ hverju ţví smáatriđi, sem henni dettur í hug – eitt einkenni sagnanna er sćgur smáatriđa, ekki síst í lýsingum umhverfis eđa útlits, en ţó ţannig ađ ţeim er aldrei hlađiđ of mörgum samtímis. Ţađ sem mér dettur fyrst í hug til ađ lýsa stíl hennar er jöfn dreifing upplýsinga. Sögur hennar byrja iđulega í miđjum klíđum, lesandinn er í senn forvitinn og áttavilltur, en smám saman skýrist myndin, púslin rađast jafnt og ţétt, og höfundurinn hefur frábćrt lag á ađ koma á framfćri öllu sem máli skiptir, jafnt umhverfislýsingum sem hugsunum persóna. Misjafnt er um innihald sagnanna, hvort ţćr innihaldi dramatík eđa óvćnt hvörf eđa lýsi bara hversdagslegum atvikum. En ćtíđ er ţó ákveđin spenna fólgin í frásögninni, hversu lítilmótleg sem hún kann ađ vera. Sérstaklega eru mergjađar lýsingar á náttúru og veđurfari; ţegar sumarrigningin gengur yfir í smásögunni Runaway, ţá drýpur nánast af hverri blađsíđu. Og ađ sama skapi er tvíţćtt lýsing lestarferđa, ađ vetrarlagi og ađ sumarlagi í sögunni Chance óborganleg; stigiđ er úr lest í slíkum fimbulkulda ađ erfitt er um andardrátt; lýst hvernig fjöruborđ stöđuvatna er mismikiđ ísi lagt – ógleymanlegt. Ţekking skáldkonunnar er sýnilega yfirgripsmikil, án ţess ađ hún flíki henni beinlínis; hún getur allt í einu romsađ upp úr sér tegundum trjáa eđa blóma og fyrirvaralítiđ fariđ ađ vitna í lítt ţekktar grískar gođsögur og tengsl ţeirra viđ stjörnumerki. En ţekkingin ber aldrei sögurnar ofurliđi. Hún er meira eins og skrautiđ utan á jólatré – látlaust er ţađ fegurst.

Ţćr 9 sögur, sem ég hef nú lesiđ eftir Munro, gerast allar í Kanada, yfirleitt í smábćjum, oftar en ekki á útjađri byggđar úti viđ skóg (ysti ljósastaurinn í bćnum lýsir upp rúmiđ í ćskuherbergi Juliet í Soon). Lýsingar á ţessum stöđum eru nákvćmar og hnitmiđađar – ţetta er Kanada nákvćmlega eins og ég minnist landsins. Sjaldan berst leikurinn inn í borg, en ţó koma ţarna Toronto og Montreal og Vancouver fyrir líka.

Annađ einkenni er ađ í nánast hverri einustu sögu kemur fyrir menntamađur eđa listamađur. Látni eiginmađurinn í Eitri er ljóđskáld, ef ég man rétt, og einnig látni eiginmađur frú Jamieson í Runaway. Christa, sem verđur besta vinkona Juliet ţriggja sagna, er listakona sem sker út í viđardrumba og sjálf er Juliet í fyrstu kennslukona í grísku og latinu (enda fellur ţar eikin ekki langt frá eplinu – báđir foreldrar hennar stunduđu kennslu), en seinna spjallţáttastjórnandi í sjónvarpi. Ţótt Robin í Tricks sé hjúkrunarkona, ţá fer hún ađ sjá Shakespeare-leikrit á hverju sumri á leiklistarhátíđinni í Stratford, Ontario, sem reynist henna afdrifaríkt. Í lokasögunni, hinni löngu Powers, eru tveir örlagavaldar blađamađur og píanóleikandi lćknir. Í einni bestu sögu bókarinnar, Passion, er lykilpersónan drykkfelldur lćknir, sem ekki er leiddur inn á sviđiđ fyrr en sagan er hálfnuđ.

Eđlilega (eđa hvađ?) eru konur í ráđandi hlutverkum í sögum Munro. Eitt einkenni ţessara kvenna er hviklyndi. Ţćr eyđa löngum tíma í ađ velta fyrir sér ákvörđun, taka hana loks og sjá iđulega eftir henni. Carla hleypst ađ heiman í Runaway, en sér eftir ţví. Juliet ćtlar ađ fara ađ heimsćkja Eric í Whale Bay (Chance), en er stöđugt međ bakţanka um hvort rétt sé, einkum ţegar hún hittir ekki á leiđarenda. Juliet í annarri sögu (Soon) leggur í langferđ og heimsćkir foreldra sína, en sér eftir ţví og telur ţađ mistök (Soon). Stúlkan Lauren (Trespasses) á í miklu sálarstríđi gagnvart nýrri vinkonu á nýjum stađ, Delphine, Robin í Tricks hefur heilt ár til ađ ákveđa endurfundi og velkist í vafa – en lćtur slag standa. Óákveđnar konur, tvístígandi konur, hikandi konur – ţćr virđast ćr og kýr Munro.

Einnig eru ekkjur oft í lykilhlutverkum. Konan í Eitri er nýorđin ekkja, frú Jamieson hefur nýlega misst mann sinn (Runaway), Juliet ţriggja sagna verđur ekkja tiltölulega ung, innnan viđ fertugt. Nancy, helsti sögumađur lokasögunnar Powers, er ekkja hálfa söguna.

Margvísleg smáatriđi birtast aftur og aftur í sögunum. Kanadíska ţorpiđ – sínálćgt. Ţá kemur Grikkland merkilega oft viđ sögu, sbr. Grikklandsferđ frú Jamieson (Runaway). Juliet kennir grísku, vitnar alloft til hennar og sér Penelope dóttur sína sem eina af karýatíđunum. Enn eitt ţrálátt stefiđ er sífelld nálćgđ sjúkdóma. Frú Jamieson (Runaway) ţurfti ađ sjá um mann sinn um árabil, besta vinkona Juliet ţriggja sagna, Christa, ţjáist af MS-sjúkdómi, móđir Juliet úr krabbameini og í sögunni Tricks sér Robin um fatlađa systur sína, svo ađ fáein dćmi séu talin.

En ef ég ćtti ađ nota annađ orđ til ađ lýsa stíl Munro, mundi ég sennilega velja svalur. Og ţá á ég ekki viđ í huglćgum skilningi, heldur nánast á líkamlegan máta, eins og dálítiđ kaldur vindur nćđi um sálina viđ lesturinn. Sögurnar einkennir ákveđin tilfinningaleg fjarlćgđ og hlutlćgni; ţađ örlar varla á tilfinningasemi, flest er vegiđ út frá kaldri skynsemi. Ţetta sést t.d. greinilega á sögunni Soon, ţar sem hin tuttugu og fimm ára Juliet kemur heim međ ársgamla dóttur til foreldra sinna í fyrsta sinn. Í hugarheimi Juliet eru foreldrar hennar nánast gegnumgandi nefndir skírnarnöfnum, Sam og Sara, fremur en Dad og Mom (pör međ sömu upphafsstafi koma oftar fyrir, t.d. Clark og Carla). Ţá virđast foreldrar hennar nćsta áhugalitlir um ungbarniđ Penelope. Á svipađan hátt er fráfalli Eric og vćgast sagt óvenjulegri útför lýst án mikilla tilfinninga – Juliet, í gegnum Munro, nálgast nauđsynlegar athafnir af skynsamlegri skyldurćkni – hún er engin grátkona. Nancy í Powers, sögu sem nćr yfir heila ćvi, leggur allt í ađ rekja sögu Tessu og Ollie, en lífsförunautur hennar, Wilf, virđist algjör aukapersóna. Jafnvel ţegar tilfinningar verđa ţrúgandi, eins og ţegar Juliet óttast ađ hafa misst dóttur sína Penelope í hendurnar á sértrúarsöfnuđi (Silence). Stúlkan Lauren (Trespasses) kallar foreldra sína Harry og Eileen, ekki Mom eđa Dad. En um leiđ er Munro gćdd eiginleika, sem ég sé hjá fáum íslenskum skáldum öđrum en Gerđi Kristnýju, ađ geta látiđ ytri ađstćđur í efnisheimi endurspegla innra sálarlíf persóna.

Ţví fer víđs fjarri ađ allar sögur Munro í ţessu safni séu jafngóđar. Ţar sem ţetta eru sögur frá ţví seint á ferlinum, ţegar hún var komin um sjötugt, ţá má telja eđlilegt og óhjákvćmilegt ađ eldri konur leiki veigamikil hlutverk. En ţćr eru eins og ađrar kvenpersónur Munro, óöruggar og tilfinnningalega fjarlćgar í senn. Ţá eru nánast allir sögumenn fremur pempíulegir, ţegar kemur ađ kynlífi; ţađ á sér nánast eingöngu stađ bakviđ luktar dyr og ekki gćgst inn fyrir gćttina.

Og Munro drýgir eina höfuđsynd: Hún er aldrei fyndin. Hún kann ađ vera djúphugul og koma međ frábćrar persónulýsingar ytra sem innra – en mér stökk aldrei bros viđ lestur 350 blađsíđna. Ef hún lýsir hlátri, ţá lýsir hún bara hlátri – hún sýnir ekki ađstćđurnar, sem hláturinnn sprettur úr, afhjúpar aldrei sjálfa fyndnina. Ţađ er einna helst fađirinn Harry (Trespasses), sem hefur snefil af skopskyni í öllum ţessum sögum. Og Nancy, ađalsögumađur Powers, var býsna bírćfin á aprílgöbbum sínum sem ung stúlka í kringum 1927 – en ţađ er frekar notađ til ađ lýsa persónuleika hennar en ađ ţađ sé tilfyndiđ.

Vert er ađ skođa karlímyndina í smásögum Munro. Oft koma karlar fyrir sem ógn viđ konur, ekki síst ef ţeir eru í eldri kantinum. Stundum er sú ógn raunhćf (Eitur), en stundum á hún ekki fyllilega viđ rök ađ styđjast (Runaway). Stundum er ţetta ógn eldri karla gagnvart yngri konu, svo sem ónefndi mađurinn, sem sest gegnt Juliet í járnbrautarlestinni (Chance). Ţeir karlmenn, sem ekki eru ógn, eru ţeir sárafáu sem konur í sögumiđju lađast ađ (Eric í Chance) eđa ćttingjar, svo sem feđur (t.d. Sam í Soon og Harry í Trespasses). Og í ţessu sagnasafni, ađ minnsta kosti, er karlmađur nánast aldrei í ţungamiđju frásagnarinnar og sjaldan skođađur hugarheimur karlkynsins. Eingöngu einu sinni er sjónarhorn karlmanns (Ollie) valiđ til frásagnar og ţađ er í öđrum hluta hinnar fimmskiptu sögu Powers, ţar sem sjónarhorniđ miđast annnars alltaf viđ Nancy. Sagnaheimur Munro í bókinni Runaway er mjög kvenlćgur og karlar stundum nánast sem uppfyllingarefni. Hvort svo eigi viđ um eldri sögur hennar get ég ekki dćmt um.

Sagt hefur veriđ um Alice Munro ađ hún geti lýst heilli mannsćvi í smásögu og ţađ er rétt ađ vissu marki. En stundum er einfaldlega um ţađ ađ rćđa ađ hún lćtur sögurnar ná yfir heila mannsćvi, byrjar í ungdómi og endar í elli. Ţađ gildir t.d. um söguna Tricks og einnig um lokasöguna, Powers (sem er áberandi lengst, heilar 65 blađsíđur, og fimmskipt ađ auki). Hiđ sama má einnig segja um sögurnar ţrjár af Juliet (Chance, Soon og Silence); ţćr gerast á mismunandi ćviskeiđum.

Samantekt? Munro er kvenlćg, djúphugul, gćdd ríku innsći, frábćr í útlits-, veđur- og stađarlýsingum, međ ótrúlegt auga fyrir smáatriđum, gríđarlega kanadísk í muna og munni, en einnig stundum einsleit í efnisvali, oft ópersónuleg, ófyndin og dálítiđ pempíuleg. Ef lesandi leitar ţessara eiginleika hjá einum og sama höfundi, ţá er Alice Munro hans manneskja.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband