Tit for tat - vilja Kínverjar býtta á landi við okkur?

Nú er í gangi fréttaflutningur þess efnis að synjun Íslendinga á landakaupum Huang Nubo hafi spillt fríverslunarsamningaviðræðum við Kínverja.

Þetta er einkennilegur fréttaflutningur. Því hefur alla tíð verið haldið fram af landsöluagentum (les: Samfylkingunni) að Huang Nubo hafi verið hér í einkaerindum, að um prívatgerning væri að ræða og þess vegna bæri ekki að óttast ásælni erlends ríkis. Svo, allt í einu þegar það hentar, er farið að tengja þetta við opinbera samninga við kínverska ríkið.

Hvers vegna er engin samkvæmni í málflutningi? Hvort var Huang Nubo hér í einkaerindagerðum eða sem hluti af opinberu erlendu bákni?

Ef sanngirnissjónarmið eiga að ráða, væri ekki bara eðlilegast og einfaldast að bjóða Kínverjum upp á jöfn býtti: Þeir fái 0,3% af Íslandi og við fáum 0,3% af Kína?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband