Ljóslifandi Stundarfró

Orri Harđarson sendi nýlega frá sér skáldsöguna Stundarfró, sem gerist á árunum 1989-90 og greinir frá skyndikynnum Arinbjarnar og Dísu, međ ţeim afleiđingum sem sú stundarfró hefur. Arinbjörn er föđurlaust ljóđskáld, sem tekiđ hefur sér ćttarnafniđ Hvalfjörđ. Ţótt ungur sé, einungis tuttugu og ţriggja ára, má hann muna sinn fífil fegurri, ţví ađ hann ţótti hálfgert undrabarn ţegar hann gaf út sína einu ljóđabók, Tungliđ er timbrađ, en hefur síđan ţá mestmegnis giljađ fljóđin ellegar sopiđ fjörur af göróttum drykk, nema hvort tveggja sé. Einhver áform hefur hann einnig á prjónunum um ađ skrifa skáldsögu, ţótt lítiđ hafi orđiđ úr verki. Sú eina sem gćti mögulega hamiđ hann og tamiđ er 18 vetra Akureyrarsnót, Ţórdís Ţrastardóttir, einatt kölluđ Dísa, á sögutímanum orđin droppát úr skóla, en pakkar inn Lindu-súkkulađi á daginn og fer á skverinn um helgar. Samdráttur ţessa pars helgarlangt á eftir ađ draga dilk á eftir sér, ţar sem margt kómískt gerist, sumt grátlegt og enn annađ grátbroslegt.

Skemmst er frá ţví ađ greina ađ saga ţessum býr yfir ýmsum feiknasterkum kostum, en ađ sama skapi nokkrum veikleikum. Sjálft söguefniđ er nćsta fáfengilegt og hversdagslegt á Íslandi: Endalaust kennderí, kvennafar og kynlíf, uns úr verđur krógi. Ég verđ ađ játa ađ stundum fékk ég mig fullsaddan af látlausri drykkjunni og taumlausum lauslćtissögunum, en ţví verđur ekki á móti mćlt ađ höfundur virđist ţar mikill kunnáttumađur. Ţađ sem hins vegar heldur fremur ţunnri frásögninni uppi er hinn frábćrlega lipri stíll Orra, sem er í senn frjór og frumlegur. Og samt hćfilega forn og fyrirsjáanlegur í bland, svo ađ ekki hlaupi hann út undan sér. Mér er kunnugt um ađ Stundarfró hefur veriđ gagnrýnd fyrir fyrndan stíl eđa notkun gamalla orđa - eins og ţađ hafi einhverja merkingu, ţví ađ allir sem mćla á íslensku, nota gömul orđ. En í Stundarfró sýnir höfundur einmitt sérlega gott vald sitt á tungunni og vísar fram og til baka í tungumáliđ og bókmenntirnar. Og tónlistina. Reyndar ţótti mér fullmikiđ af ţví góđa međ tilvísanir í dćgurlagatexta, einkum ţegar fram í sótti. Ţykir mér ekki nćg afsökun ađ vísa til ţess eins ađ höfundur sé tónlistarmađur; stundum einfaldlega drekkja tónlistartilvísanir, einkum fremur óskemmtilegar djasspćlingar, ţví sem annars gćti veriđ betra án ţeirra. En víkjum aftur ađ mörgum kostum bókarinnar. Höfundur býr yfir frjórri skáldlegri hugsun og má hér tilgreina fáein bráđskemmtileg dćmi. Snemma í bókinni kúgast blekţunnt skáldiđ eftir ađ hafa drukkiđ Camus-koníak á tóman maga: "Ógleđin var slík ađ koníakiđ hefđi eiginlega átt ađ heita Sartre frekar en Camus." (20) Og rúmum 20 blađsíđum seinna er enginn vínandi eftir í húsinu nema hiđ ógleđjandi koníak frá Camus (43). Er mér til efs ađ nokkurt skáld hafi kinkađ jafn skemmtilega kolli til La Nausée Sartres. Annađ dćmi. Lífsreyndur kvennabósi virđir fyrir sér fallegar, léttklćddar, dansandi stúlkur í iđandi kös á Borginni: "Ţćr hreyfđu bara ekkert viđ honum, svoleiđis. Ţetta var meira svona léttvćgt augnayndi, eins og listhlaup á skautum." (176) Og enn eitt dćmi um skemmtilegan stílinn. Sími hringir og ung stúlka stekkur til í hendingskasti í átt ađ honum, mestmegnis af gömlum vana: "Amma Steina hafđi oft reynt ađ venja hana af ţessu óđagoti, en ţađ var eins og ađ biđja skilyrtan sveitahund um ađ gerast stóískur gagnvart bílaumferđ." (167) En einstaka sinnum skýtur Orri ţó yfir markiđ og má varast ađ stíllinn verđi ekki beinlínis tilgerđarlegur. Til dćmis: "Í mars var lítill prins fćrđur í heiminn, međ athöfn kenndri viđ keisara. (229)"

Helsti styrkur Stundarfróar liggur ţó í persónusköpuninni. Ađalsöguhetjurnar eru skýrum dráttum dregnar og ljóslifandi, í gegnum orđ, ćđi og útlit. Ţćr eru ţó máske fullungar til ađ virka svo lífsţreyttar, sérstaklega skáldiđ, en hjá honum er bara allt ennui og angst og weltschmerz. Ţá virkar Dísa líka fullreynd í ástarfarinu, svona miđađ viđ aldur. Ađ öđru leyti er persónusköpun ţeirra lýtalaus. Amman Ađalsteina, í vćnum holdum reykjandi í eldhúsinu, er bráđskemmtileg týpa og býsna fyrirferđarmikil framan af sögu; ég hefđi viljađ sjá meira gert úr persónusköpun hennar ţegar á leiđ, en ţá verđur hún hálfgildings bakgrunnskarakter. Hinn kćrastinn, Agnar Már, er lítt kynntur til sögu framan af, en ţegar hann kemur inn er ţađ međ trukki; frábćrlega skemmtileg manngerđ. Hiđ sama má segja um kennarann, vin Arinbjarnar, og útgefanda hans, sem og minni karaktera á borđ viđ foreldra Agnars Más. Ţegar á heildina er litiđ er persónusköpunin međ ţví betur heppnađra sem ég hef séđ á bók lengi. Og húmorinn er aldrei langt undan; bókin er launfyndin frá upphafi til enda. Ţá ber einnig ađ nefna ađ tíđarandi, aldarfar og kringumstćđur eru ljóslifandi dregin fram. Andrúmsloft ársins 1989 birtist fyrir augum lesandans sem vćri hann staddur ţar; sérstaklega er Akureyri ţess tíma eftirminnileg. Sá ég fáa hnökra ellegar tímaskekkjur ţar á. Ţó er einn snöggur blettur sem verđur ađ minnast á. Nćrri sögulokum verđur kúvending, eđa tvist eins og fariđ er ađ kalla ţađ á íslensku, sem kemur fremur flatt, bćđi upp á lesandann og textann, ţví ađ umsnúningurinn er ekki nćgilega undirbyggđur og flćđi textans vinnur gegn honum. Um er ađ rćđa nokkuđ snjalla hugmynd, en skjóta hefđi ţurft ögn betri stođum undir hana, sem og ađ vinna hana betur áfram.

Niđurstađa? Ţessari bók verđur helst lýst sem ljóslifandi. Frábćrlega efnilegur höfundur, sérstaklega ef hann leggur rćkt viđ stíl sinn og tón.

----

P.S. Ritdómur ţessi var skrifađur fyrir u.ţ.b. ţremur mánuđum. En vegna ţess ađ Moggabloggiđ er orđiđ svo ritfjandsamlegt ađ ekki er hćgt ađ skeyta inn texta úr algengustu ritvinnsluforritum, ţá er bókablogg á ţessum vettvangi varla fyrirhafnarinnar virđi.  


« Síđasta fćrsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ţakka skemmtilegan lesturinn, Helgi.

Tek svo undir loka-athugasemdina; ţađ er alveg makalaust, ađ ekki er (lengur) hćgt ađ hafa vel á ýmsum leturgerđum o.s.frv. í ađaltexta hvers bloggs. Hins vegar virđist ţađ hćgt í athugasemdum. 

Já,

ţakka ţér fyrir 

ţetta!

 

Jón Valur Jensson, 2.2.2015 kl. 13:53

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

... VAL á ýmsum leturgerđum...

Jón Valur Jensson, 2.2.2015 kl. 13:54

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband