Bráðum koma blessuð jólin

Jæja, nú þarf maður líklega að útskýra fyrir blessuðum börnunum, sem fara inn á vefsíðuna knúz.is og skoða þar jólasveininn Grjótharða: "Ja, svona sjá nú víst feministarnir jólasveinana."

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skeggi Skaftason

Já fyrst börnin fá ekki Gillz-sjónvarpsþættina sína í jólafríinu þá liggja þau örugglega inná pólitískum feministasíðum.

Skeggi Skaftason, 17.12.2011 kl. 09:54

2 Smámynd: Helgi Ingólfsson

Fyrirgefðu, Skeggi, átti ég að vita að vefsíðan knúz.is væri bönnuð börnum? Er hún ef til vill xxx? Ég hefði haldið að nafn hennar væri til þess fallið að laða að ungt fólk?

Annars vil ég, að gefnu tilefni, taka fram að ég er fullkomlega fylgjandi jafnrétti kynjanna. Hins vegar er ég lítill aðdáandi smekkleysu, úr hvaða herbúðum sem hún birtist, og fæ ekki séð að ein smekkleysan réttlæti aðra. Nema menn vilji láta draga sig niður á sama lága planið, auðvitað.

Helgi Ingólfsson, 17.12.2011 kl. 13:55

3 identicon

Nokkrir fésbókavinir mínir hafa krækt  í knúz.is greinar. Þau sýnishorn dugðu til að ég ákvað að fara ekki inn á knúz.is. Sama fælingarmátt hafa krækjur í bleikt.is, Pjattrófurnar og Smartland Mörtu.  Mögulega er alveg hellingur af skemmtilegu, fræðandi og frábæru efni inni á þessum síðum, ég bara veit það ekki. Aftur á móti les ég Tískubloggið reglulega og hef gaman af. Þar eru ekki jólasveinar. (Og ég er búin að henda öllum rammpólitísku fésbókarvinunum fyrir löngu af því ég nenni ekki að lesa sömu tugguna síðan í hruninu hring eftir hring.)

Harpa Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 18.12.2011 kl. 00:54

4 Smámynd: Helgi Ingólfsson

Kærar þakkir fyrir ábendingarnar, Harpa. Sjálfur hef ég ímugust á hvers kyns öfgum og vefsíðum sem setja fram viðhorf á öfgakenndan hátt. En ég hef nokkurn áhuga á að skoða slíkar síður og benda á hvað gæti talist varhugavert þar - yfirleitt kemst maður fljótt að því að þar er haldið fram viðhorfum, sem eru litlu skárri en öfgaviðhorf sem verið er að gagnrýna.

Varðandi knúz.is og umfjöllun þeirra um aðventusveinana Grjótharða og Giljagaur, þá hef ég velt fyrir mér hvort ekki væri öflugur leikur í stöðunni að beina ungu fólki (ekki þó of ungu, varla undir 12 ára) inn á þennan kveðskap/myndskreytingar og benda þeim á að svona umræðu skapi fullorðið fólk, sem á að heita viti borið.

Hið eiginlega áhyggjuefni mitt er þó að umræða af þessum toga gæti bakað verðugum málstað mikið tjón og afvegaleitt þarfa umræðu - þessi smekkleysa fellur ekki í kramið hjá neinum sem ég hef rætt við. Á þessi kveðskapur/myndskreytingar virkilega að hafa jákvæð áhrif á almenningsálitið? Jafnvel gæti þetta haft óæskileg og öfug áhrif á dómara, sem dæma þurfa í erfiðum og átakanlegum málum - þeir eru jú líka menn sem ætla má að noti netið, fari þar inn á vefsíður af ýmsum toga og verði snortnir af netumræðunni, þótt þeir tjái sig sjaldnast þar.

Ef menn vilja fyndna og ádeilukennda nálgun, sem heldur sig innan siðamarka og sjaldan fer yfir strikið, má benda á síðu Baggalúts. Svo hef ég líka að undanförnu verið að skemmta mér dável yfir síðunni grefillinn.com. Þar er t.d. haldið áfram að fjalla um Stóra Vantrúarmálið á hvassan og beinskeyttan hátt án þess að fara yfir strikið (og fer það sýnilega nokkuð í pirrurnar á æðstu prestum Vantrúar, eins og kemur fram á helstu síðum þeirra, þ.e. vantru.is og orvitinn.com). En auk þess stingur grefillinn.com á margvíslegum öðrum kýlum. Meðan hann gerir það innan siðamarka, er hægt að mæla með honum.

Helgi Ingólfsson, 18.12.2011 kl. 12:20

5 identicon

Tja ... það vill svo til að einn skemmtilegur fésbókarvinur (og bloggkunningi til margra ára) er einhverra hluta vegna húkkaður á knúz.is. Þess vegna ákvað ég að lesa ekki þann vef svo ég færi ekki pirra mig á þessum skemmilega (annars) vini og halda í þá hugmynd sem ég hef af honum áður.

Grefillinn? Ja, gegnum tíðina hef ég séð hitt og þetta á netinu eftir hann sem er nú ekki sérlega vel til þess fallið að auka álit eða traust. Moggabloggið hefur nokkrum sinnum lokað á hann (og kalla menn þó ekki allt ömmu sína á þeim bæ).

Mágur minn tjáði hrifningu sína á örhópnum okkar og kom með tillögu að öryfirlýsingu hópsins fyrir næsta biskupskjör. Ég veit ekki hvað skal segja um það - mágurinn virðist ansi hlutdrægur - en hef sosum ekkert á móti uppástungnum kandídati, held hann gæti orðið prýðis biskup. Hvað finnst þér (sem 50% örhópsins) um stuðningsyfirlýsingu við kandídat í tilvonandi biskupskjöri?

Harpa Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 18.12.2011 kl. 13:52

6 Smámynd: Helgi Ingólfsson

Harpa: Bentu mágnum á, að ef hann hefur kost á að gjöra slíkt hið sama og vér gjörðum, þá séuð þið komið með hreinan meirihluta í hópnum og getið samið hvaða yfirlýsingu sem þið viljið. Annars mátt þú alveg velja næsta biskup mín vegna - ég hef engar rosa skoðanir á því hver sé heppilegastur til starfans (mæli þó síður með þeim sem kann að vera flugumaður frá ofsa(van)trúarsamtökum af hvaða toga sem er).

Víðvíkjandi Greflinum sjálfum, þá er ég svo blautur á bak við neteyrun að ég þekki ekki sögu hans aftur í aldir. En það nýlega sem ég sá, leist mér ekkert illa á, og auk þess fylgi ég gamalli og óttalega hallærislegri grundvallarreglu um að menn séu saklausir uns sekt er sönnuð. Ég sé að það er skapheitur einstaklingur, sem stendur á bak við síðuna, en mér sýnist hann þó hafa þá sómatilfinningu að biðjast afsökunar, ef/þegar hann fer yfir strikið.

Helgi Ingólfsson, 18.12.2011 kl. 20:13

7 identicon

Tja, mágurinn þyrfti auðvitað að skrá sig í þjóðkirkjuna fyrst (eins og við). Ég hef sosum enga sérstaka skoðun á hver ætti að verða biskup næst (hef þó eina skoðun á hver ætti ekki að verða biskup en held henni fyrir mig).

Fyrir tilviljun komst ég að því að mikil umræða um mig hefur farið fram á Vantrúarvefnum, allt frá umræðu um Njáluglósur upp í ýmsar yfirlýsingar manna mér algerlega ókunnra um hve vond kona ég væri. Ég fékk talsvert sjokk þegar ég uppgötvaði að Vantrúarmenn hafa kerfisbundið fylgst með hverju orði sem ég hef skrifað á fésbókarsíður annarra undanfarnar þrjár vikur (og hafa þurft að hafa talsvert fyrir því) og "fengið ábendingar" (sjálfsagt frá sínum dindlum) um svoleiðis, auk þess sem þeir virðast hafa vaktað vegg mannsins míns dyggilega (hann var með opna fésbók). Veit ekki hvort þú nýtur sömu "athygli" Vantrúar en fannst rétt að láta þig vita af þessu ef þú skyldi vera á "eftirlitslistanum" þeirra líka. Ætli þessir menn séu upp til hópa atvinnulausir með nægan tíma?

Harpa Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 10:01

8 Smámynd: Helgi Ingólfsson

Sæl, Harpa örhópfélagi.

Já, ég tók eftir umræðunum um þig inni á Vantrúarvefnum og þótti miður. Sjálfur hef ég það prinsipp að fara ekki inn á þeirra svæði, heldur svara þeim á öðrum vettvangi. Ég er eflaust líka afskaplega vel "vaktaður" - í hvert sinn sem ég opna munninn fæ ég tilsvör þriggja eða fleiri einstaklinga til baka. Ég er farinn að fá á tilfinninguna að valdastrúktúr þessa félags sé afar merkilegur - fyrst mæta mér jafnan minni háttar spámenn, síðan innvígðir, og loks, ef umræðan kemst á heitt stig, þá koma æðstu prestarnir. En allt er þetta í gríni sagt - eins og þú veist, þá eru engir æðstu prestar hjá Vantrú. En eins og þú hefur eflaust tekið eftir, þá virðist félagið hafa eignast sinn "dýrling" fyrir skömmu.

Helgi Ingólfsson, 20.12.2011 kl. 11:46

9 identicon

Broskarlarnir þínir gera sig einkar vel :)

Mér er raunar ekki hlátur í hug yfir eltihrellingu Vantrúarmanna og þessari umræðu Vantrúar. Ég sé að annar "æðstipresturinn" (þetta er að sjálfsögðu algert djók og megi menn sjá broskarlahala á eftir gæsalöppunum) Matthías er að hugsa um að færa umræðuna inn á spjallborðið þeirra (væntanlega hið opna), e.t.v. vegna þess að hann hefur kveikt á því að það sé óheppilegt að hún blasi við mönnum á opnum vef Vantrúar? Auðvitað er það rétt hjá þér að það borgar sig engan veginn að reyna að rísonnera við þessa menn á þeirra (úldna - þetta er nú bara myndhverfing í tilefni veðurfars og þarf ekki einu sinni broskarl með) heimavelli. Ætli borgi sig ekki að afrita dræsuna snöggvast, margt úr henni væri prýðilegt krydd í mögulega síðari tíma yfirlitsbloggfærslu um Vantrú og þeirra vinnubrögð, svona þegar rykmökkurinn hefur aðeins sest til og auðveldara verður að hafa yfirsýn yfir málin. Hafði raunar engan sérstakan áhuga á að skrifa slíka færslu fyrr en núna, eftir að hafa upplifað á eigin skinni brotabrot af trakteringum (orðaforðasnauðum Vantrúarmönnum skal bent á að þessi sletta er almennt talin mjöööög jákvæð)Vantrúarmanna í garð t.d. Bjarna Randvers.

Ég reikna fastlega með að dýrlingurinn :) :) :) sé dauður því ella getur Vantrú ekki stuðst við mirabilia :) þá þeir leita til hans í nauðum sínum :)

Harpa Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 12:54

10 identicon

Í svefnrofunum (já, ég var eins og undin tuska eftir upplifunina af Vantrú og hún hafði verulega slæm áhrif á heilsu mína en svefninn er það eina sem virkar til bóta) - sumsé í svefnrofunum rann upp fyrir mér að þú ert að lýsa klassískri strategíu í hernaði í athugasemd nr. 8. Hún er nokkurn veginn svona:

*Senda fyrst fram fótgönguliðið / fallbyssufóður / slefandi berserkina / bændur með grjót að vopni (fer eftir tímabilum í mannkynssögunni), þ.e. liðið sem er tiltölulega lítils virði og má vel missa sín en gæti kannski afrekað eitthvað smávegis áður en það drepst;

*Þegar nokkuð sýnt er að þeim flokki er auðveldlega slátrað voru oft sendir fram skár vopnaðir hópar, t.d. riddaralið, hermenn í vögnum eða bara einfaldlega þeir sem áttu vopn og þurftu ekki að treysta á grjótkastið eitt ("skár vopnaður" er afstætt miðað við tímabil mannkynssögunnar);

*Þegar virkilega slær á harðbakkann neyðist aðallinn, kóngurinn + merkisberinn eða herforingjarnir til að taka þátt í orustunni og vera ekki bara í að skipuleggja slagsmál/ orustur þeirra sem ekki skiptir máli hvorum megin moldar liggja. Þessir foringjar ákveða líka hvenær skuli hörfa og ákveða jafnvel í leiðinni að brenna hvert þorp á bakaleiðinni og drepa hvert mannsbarn á vegi sínum, án þess náttúrlega að standa í svoleiðis skítverkum sjálfir.

Valdastrúktúr Vantrúarmanna er því ekkert sérstaklega merkilegur, hann virðist að mestu byggður á sígildri hernaðarlist sem má örugglega reka aftur til Alexanders mikla, jafnvel lengra (og um þetta veist þú miklu meira en ég). Líklega hafa þeir lært af tölvuleikjum og vídeómyndum.

Harpa Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 17:20

11 Smámynd: Helgi Ingólfsson

H, mín kæra systir í örhópnum Vanvan.

Ég var að lesa yfir spjallþráðinn þinn við "Félagið" og skil þig vel. Farðu samt varlega í að æsa það upp - eða láta það æsa þig upp. Gættu þess að enginn frýr meðlimum "Félagsins" vits eða rökfestu. Ef þú hefur einhvern tíma lausa stund (sem ég hef sjaldan), þá hvet ég þig endilega til að skrifa eina "ofurfærslu". Ég get hugsanlega lagt til efni; mér sýnist ég t.d. þurfa að fletta upp tilvitnun úr riti eftir Pál Skúlason og athuga hvort hún sé nokkuð slitin úr samhengi. Klassísk hernaðartaktík "Félagsins" - já, ég er sammála. En ég hef líka áhuga á að vita hvers vegna sjálf stjórn "Félagsins" er ekki í málsvari í þessu viðamikla máli; einhverjir allt aðrir eru á fullu að verja það. Annað hvort hlýtur sú stjórn að vera til lítils nýt - nú, ellegar að hún sé Pótemkin-tjöld fyrir þá, sem í reynd ráða ferðinni.

Þetta mál er farið að taka sinn toll í minni örmu sál - upphaflega hafði ég ætlað hrafli mínu hér að vera fyrst og fremst bókablogg með stöku samfélagsgagnrýni í millum, en einhvers staðar snerist það í andhverfu sína. Í hálfan mánuð hef ég beðið með að blogga um Gunnars sögu Keldugnúpsfífls, Kjalnesinga sögu, Jökuls þátt Búasonar, Kormáks sögu og fleira - en allt það göfuga efni hefur orðið að þokast stöðugt aftar í biðröðinni.

Annars ættum við ef til vill að hætta að tjá okkur svona opinskátt og beina umræðum okkar inn á leyniþráðinn.

H.

P.S. "...hvorum megin moldar liggja" er orðatiltæki, sem ég hef aldrei heyrt fyrr. Þitt eigið eða klassík?

Helgi Ingólfsson, 20.12.2011 kl. 21:27

12 identicon

Hvorum megin moldar? Mögulegar skýringar eru tvær: Að ég sé að fara rangt með orðtak vegna athyglibrests og minnitruflana; Að þetta sé eitthvað sem ég ber með mér af norðausturhornin en þar taka menn stundum öðru vísi til orða en sunnan heiða, svo ekki sé minnst á það danska pláss Akueyri.

Já stjórnin er gasalega stikkfrí. Líklega er formaðurinn að passa sitt skinn - það er ekki heppilegt að skipuleggja eineltisrassíur og gefa stórkarlalegar yfirlýsingar ef maður starfar sem sálfræðingur og er félagi í Sálfræðingafélagi Íslands þar sem siðareglur hveða einmitt á um að sálfræðingar megi ekki nota menntun sína til að brjóta fólk niður (virðist átt við jafnt á stríðs- sem friðartímum). Kannski er stjórnin líka að nota þá gömlu góðu aðferð um að X skuli á foraði etja?

Það voru reginmistök af mér að skrifa svo mikið sem snitti inn á þennan ritvöll. En ég er komin í nokkra æfingu í að fyrirgefa mér eigin mistök. Og fékk ágæta staðfestingu hjá Matthíasi að þessir menn lepja umsvifalaust hver í annan sjái þeir einhvern tala illa um Vantrú og vakta sérstakar Fb. síður (af taugatitringi).

Því er eins farið með mig og þig að ég hef í rauninni ekki tíma og áhuga á Vantrú í augnablikinu, ætlandi annars vegar að afla gagna og blogga um þau sálfræðitrix fleiri sem sálfræðingar halda að gagnist geðveiku fólki og hins vegar að ganga frá siðblinduvef upp úr bloggfærslum.

Ég er því alveg jafnhlynnt og þú að hætta þessari umræðu á blogginu þínu - við færum hana inn á leynilega leyniþráðinn ef þarf.

Hlakka til að lesa umfjöllun um gömlu reyfarana - hef alltaf gaman af góðri umfjöllun um þetta gamla stöff þótt ég sé hætt að kenna um ófyrirsjáanlega tíð.

Hafðu það sem best (kominn í jólafrí og byrjaður að "jóla", ekki satt?),

Harpa

Harpa Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 21.12.2011 kl. 01:47

13 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þið eruð óskaplega sniðug.

> . Svo hef ég líka að undanförnu verið að skemmta mér dável yfir síðunni grefillinn.com. Þar er t.d. haldið áfram að fjalla um Stóra Vantrúarmálið á hvassan og beinskeyttan hátt án þess að fara yfir strikið (og fer það sýnilega nokkuð í pirrurnar á æðstu prestum Vantrúar, eins og kemur fram á helstu síðum þeirra, þ.e. vantru.is og orvitinn.com).

Hefur þú séð hvernig þessi maður hefur skrifað um mig í gegnum tíðina? Það sem fer í pirrurnar á mér er að hann skrifar athugasemdir í mínu nafni á síðu sína. Finnst þér það eðlilegt?

> "Ég fékk talsvert sjokk þegar ég uppgötvaði að Vantrúarmenn hafa kerfisbundið fylgst með hverju orði sem ég hef skrifað á fésbókarsíður annarra undanfarnar þrjár vikur"

Þetta er ósköp einfaldlega ekki rétt.

> Ég er eflaust líka afskaplega vel "vaktaður" - í hvert sinn sem ég opna munninn fæ ég tilsvör þriggja eða fleiri einstaklinga til baka.

Þú ert að skrifa á opinbera vefsíðu, vísanir á greinar þínar koma á forsíðu mbl.is.

> Matthías er að hugsa um að færa umræðuna inn á spjallborðið þeirra (væntanlega hið opna), e.t.v. vegna þess að hann hefur kveikt á því að það sé óheppilegt að hún blasi við mönnum á opnum vef Vantrúar?

Það var séra Carlos Ferrar sem stakk upp á því að umræðan yrði færð. Ég útilokaði ekki að það yrði gert. Það var sami maður sem vísaði á glærur Hörpu. Einungis hefur verið rætt um Hörpu á Vantrú þegar hún hefur tjáð sig þar.

> eftir að hafa upplifað á eigin skinni brotabrot af trakteringum

Hvaða trakteringar? Eru það trakteringar að orð þín um okkur séu dregin fram?

Alveg er ég viss um að þið mynduð bregðast við ef ég myndi skrifa níðfærslur um ykkar á opna vefsíðu. Jafnvel mætti búast við að einhver sem stendur ykkur nálægt myndir bregðast við. Jafnvel einhverjir sem þekkja ykkur ekkert, en líkar ekki níðið.

Og þá góða fólk, gæti ég farið að fabúlera (flettu þessu upp Harpa) um það hvað þið eruð miklir dónar og níðingar - vegna þess að þið berið hönd fyrir höfuð ykkar þegar á ykkur er ráðist.

Það eina sem gerðist var að Hörpu var svarað þegar hún var með stæla á Vantrú.is

Matthías Ásgeirsson, 21.12.2011 kl. 13:56

14 Smámynd: Helgi Ingólfsson

Sæll, Matthías (aths. 13):

Ég kannast ekki við að hafa nítt þig eða rægt á nokkrum vettvangi - hafi ég gerst sekur um það (og þá vinsamlegast bentu mér á hvar), þá er ég meira en fús til að biðjast innilegrar afsökunar, því að það var svo sannarlega ekki meiningin.

Málið er að ég er tiltölulega nýkominn inn á þetta bloggsvæði og þekki ekkert forsögu Grefilsins, en sumt af því sem ég sá þar þótti mér skondið og finnst enn - a.m.k. margt fyndnara þar að mínum dómi heldur en á vef Vantrúar. Um eldri snerrur ykkar Grefilsins veit ég næsta lítið.

Ég ber fulla virðingu fyrir þér, Matthías, og þínum skoðunum, þótt ég geti ekki fallist á aðferðafræði Vantrúar, af ástæðum sem ég hef margoft reynt að koma að. Ef það hjálpar, þá get ég lýst eftirfarandi yfir:

Ég tel Vantrú ekki öfgahóp og hef aldrei lýst slíku yfir, að ég held. Hins vegar tel ég Vantrú tiltölulega fámennan hóp sem hefur náð að skapa sér áhrifavald (e. clout) langt umfram það sem stærð hópsins gefur tilefni til. Auk þess sýnist mér hugmyndafræðilegur grunnur Vantrúar vera með því móti að félagið býður upp á að styrr standi um það. Félagið hefur um árabil birt ögrandi og að margra mati ósmekkvísa framsetningu efnis og nú er það ef til vill að koma því í koll að einhverju leyti. Ef til vill er það rangt hjá mér, en ég tel að Vantrú njóti lítillar samúðar þessa dagana, vegna þess að félagið virðist ekki hafa það í sér að sýna auðmýkt (e.t.v. of kristilegt hugtak?), þegar auðmýktar gæti verið þörf.

Ef ofangreind greining mín reynist röng, þá bið ég hlutaðeigandi afsökunar.

Að öðru leyti, kæri Matthías, þá var spjall okkar Hörpu mikið til ýmsar vangaveltur í glensi, a.m.k. af minni hálfu, eins og ég vona að sjáist á sæg broskarla (ég svara ekki fyrir Hörpu, frekar en að þú svarir fyrir Þórð Ingvarsson). Eins og einhver sagði við mig, þegar allt þetta mál komst í hámæli fyrir um 1/2 mánuði: "Bíddu við? Átt þú ekki að vera í hinum herbúðunum?" En ég, því miður, er einn af þeim sem misbauð - ég hef reynt eftir fremsta megni að gera grein fyrir hvað bjó að baki, ekki hvað síst í svarhölum. Það sem ég hefði viljað sjá Vantrú gera, þegar grein Barkar birtist fyrst, var að harma opinberlega að alvarlegu athugasemdirnar/kærurnar hefðu valdið háskólasamfélaginu skaða, taka á sig a.m.k. einhverja siðferðilega ábyrgð á stöðu málsins og harma eða fordæma fádæma ósmekkvís ummæli Þórðar Ingvarssonar um látinn mann (talandi um það að geta ekki borið hönd yfir höfuð sér). Ekkert af þessu gerðuð þið og þess vegna, að mínu auðmjúka mati, eruð þið í núverandi stöðu.

Auk þess get ég ekki fallist á þau grunngildi að "ekki þurfi að virða skoðanir annarra", eins og ég hef e.t.v. hamrað á. Í tilfelli Vantrúar sýnist mér það (en ætla ekki að fara út í deilur um þau efni og biðst forláts, ef ég misskil það) geta þýtt: "Ekki þarf að virða skoðanir eða röksemdir annarra fyrr en þær eru orðnar nokkurn veginn þær sömu og okkar."

Að því sögðu kveð ég þig með vinsemd og virðingu og vona að ég hafi ekki gerst sekur um það sem mér sýnist þú saka mig um. Ég óska þér gleðilegra jóla (með fyrirvara um að það sé viðeigandi miðað við lífsskoðun þína).

Helgi Ingólfsson

Helgi Ingólfsson, 21.12.2011 kl. 16:40

15 identicon

Var að detta hér inn og sjá þessa umræðu. Langar til að leiðrétta smá og útskýra smá.

Upphaflega Moggabloggið mitt var á minni kennitölu og undir mínu fulla nafni síðan árið 2002 (minnir mig). Ég bloggaði þar með hléum um ýmsa hluti sem skiptu engu máli.

Um vorið 2010 bjó ég til höfundarnafnið "Grefill" og hóf að setja inn færslur á bloggið sem allar voru grín, svipað því sem sjá má núna á grefillinn.com, fann upp alls konar "vörur" og skrifaði greinar sem voru bara djók.

Ég hafði þá tekið eftir Vantrúarsíðunni og smám saman eftir því sem ég sá meira til skrifa meðlima Vantrúar og hvernig þeir höguðu sér á Netinu fór mér að blöskra.

Ég blandaði mér svo í fyrsta skipti í dæmigerða Vantrúarumræðu sumarið 2010 og gerði þau mistök að skrifast á við þá undir nafni Grefilsins í stað þess að stofna frekar sérsíðu fyrir þær umræður. Í framhaldinu lenti ég í kröppum dansi við Vantrúarmenn sem endaði á því að Grefilssíðunni var lokað. Það er of langt mál að fara út í það hér hvað gerðist nákvæmlega, en ég á alla atburðarásina og mun birta hana einn góðan veðurdag því ég tók afrit af öllum síðum og öllum færslum sem við sögu komu. Fullyrði samt að lokunin var óverðskulduð með öllu og snerist í raun ekkert um deilur mínar við Vantrú heldur allt annan hlut sem snýr að Árna Matthíassyni, stjórnanda blogg.is.

Ég útskýri þetta að hluta til hér.

Vantrúarmenn hafa síðan, þótt þeir viti sannleikann, ætíð haldið því á lofti að "fjöldamörgum síðum Grefilsins" hafi verið lokað. Þetta er rangt. Það var aldrei nema ein síða á nafni Grefilsins. Hinar síðurnar voru ekki Grefilssíður. Sjá hina stuttu útskýringu frá mér hér.

Þegar ég birti sannleikann í málinu ásamt vefsíðunum sjálfum sem sýna ljóslega hvað gerðist þá mun ég um leið reka allt sem þeir hafa sagt síðar um málið beinustu leið ofan í þá aftur. Ég hef haft "gaman" af því núna í eitt og hálft ár að safna saman ummælum þeirra um það sem gerðist áður en Grefilssíðunni var lokað og út af hverju og þegar ég birti það allt fær fólk gott dæmi um hvað þetta lið er einstaklega óheiðarlegt í málflutningi og hvernig þeir ráðast frekar á persónur en málefni.

Það er ekki lengra síðan en í gær að Hjalti Rúnar reynir enn á ný að nota ósannindin um þessa lokun með rakalausri

fullyrðingu (lygi) hér, komment 53, þótt hann viti sannleikann.

Harpa: Þú segir hér fyrir ofan að Moggabloggið hafi nokkrum sinnum lokað á hann (Grefilinn). Þarna ertu að éta upp margendurtekin ósannindi frá Vantrúarmönnum rétt eins og margir aðrir hafa gert sem fylgja þeim að málum.

Þú segist líka hafa séð "hitt og þetta á netinu eftir hann (Grefilinn) sem er nú ekki sérlega vel til þess fallið að auka álit eða traust."

Hvar hefur þú séð þetta, Harpa? Bentu mér á eitthvað af því sem þú hefur séð sem á við þessi orð þín. Ef þú getur það ekki þá vona ég að þú sjáir þér sóma í að taka þau til baka.

Að þú skulir slengja þessu svona fram er nú ekki beint til vitnis um góða praktiseríngu af þinni hálfu. Ég á alltaf von á einhverju svona frá Vantrúarfólki, en átti ekki von á því frá þér.

Að undanskilinni upphaflegu orrahríðinni við Vantrúarmenn sumarið 2010 hef ég (held ég) aldrei notað Grefilinn í þeirri umræðu sem á eftir kom nema um væri að ræða grín. Það voru mistök að nota Grefilinn upphaflega í umræðunni enda átti hann bara að standa fyrir gríni og gerir enn. Ég vissi bara ekki þá út í hvað ég var að fara.

Að lokum vil ég svon benda Matthíasi á að Grefillinn.com er grín, þar á meðal kommentin. Þarna hafa "kommentað" fólk eins og Ólafur Ragnar Grímsson, Steingrímur J. Sigfússon, Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson, Bubbi Morthens, Sveinn Andri, Gunnar Birgisson, Agnes Bragadóttir, Ólína Þorvarðs, Valgarður Guðjónsson, Vigdís Hauksdóttir, Davíð Oddson, Björn Ingi Hrafnsson, Ómar Ragnarsson og margir, margir fleiri, þar á meðal þú.

Það sjá það flestir að þetta er grín og ekkert frekar fals en þegar Spaugstofumenn eru að leika og tala í nafni þekktra persóna. Nema þú, virðist vera, og þínir félagar sem lýsa mig umsvifalaust og í fúlustu alvöru geðveikann eins og sést vel hér.

.... sem er einkennilegt í ljósi þess hvað þið í Vantrú hafið mikinn húmor, samanber vísuninan í "brandarann" um heilaga stríðið og alla fyndnu "eineltisbrandarana".

Þar hneyksluðust þið hver um annan þveran á því að "allir" skildu ekki sjá að þetta voru heilbrigðir og eðlilegir brandarar.

En ég, af því ég er höfundur Grefilsins, þá er ég hins vegar geðveikur og kominn með ókeypis greiningu frá ykkur félögunum fyrir alla hina Vantrúarmeðlimina að éta upp eftir ykkur. Þetta er það sem þið hafið fyrir ykkar fólki. Að það sé bara í fínu lagi að ráðast á persónuna.

Þetta er auðvitað í leiðinni mjög gott dæmi um ykkur Vantrúarmenn ... og eitthvað sem þið sjáið nákvæmlega ekkert athugavert við í ykkar framkomu eða málflutningi, ekki einu sinni Valgarður sem er alltaf að biðja um dæmi en hafnar þeim svo öllum án þess einu sinni að skoða þau.

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 21.12.2011 kl. 19:38

16 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þetta eru undarlegir útúrsnúningar Bergur. Moggablogg hefur kannski ekki oft lokað á "Grefilinn", en það hefur oft verið lokað á "þig" í ýmsum gervum. T.d. þegar þú varst þessi gaur!

Matthías Ásgeirsson, 21.12.2011 kl. 22:56

17 identicon

Kíkti loks á knúzið, aðeins (með öðru auganu) og ef ég ætti smákrakka myndi ég reyna að halda þeim frá þessari síðu og kaupa heldur þá klassísku bók Jóhannesar úr Kötlum handa þeim (heitir hún ekki Bráðum koma blessuð jólin?). Jólasveinarnir og Grýla klikka ekki. Má svo vega og meta hvort maður les "Jesús sonur Maríu er besti bróðir minn" fyrir blessuð börnin (en sjálfri hefur mér alltaf þótt það fallegt kvæði).

Harpa Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 21.12.2011 kl. 23:13

18 Smámynd: Helgi Ingólfsson

Sæll, Matthías.

Ég veit ekki hvort þú hafir lesið aths. mína nr. 14 hér að ofan. Hún var skrifuð um kl. 16:30 í dag. Á þeim tímapunkti vissi ég ekki að þú hafðir skrifað færslu um mig rúmum tveimur tímum fyrr á vefsvæði þínu, örvitinn.com, undir fyrirsögninni "Fólk sem skilur ekki neitt". Að vísu nefnir þú engin nöfn í færslunni sjálfri, en vísar svo til mín í þinni eigin athugasemd nr. 2 til að forðast það sem þú kallar "dylgjublogg".

Alvarlegustu ummæli þín þarna eru líklega eftirfarandi: "Þetta fólk ætti að sleppa því að tjá sig á veraldarvefnum. Það skilur fyrirbærið ósköp einfaldlega ekki." Skilaboðin til mín virðast skýr: Að ég ætti ekki hafa sömu heimild og þú eða aðrir til að tjá mig á veraldarvefnum. Er þetta ekki það sem mætti kallast tilraun til þöggunar?

Að sjálfsögðu, eins og í tilfelli Þórðar Ingvarssonar, býst ég við að það sé "prívatistinn" Matthías, sem þarna talar, en ekki Vantrúarfélaginn Matthías. Hvor heldur sem er, þá tel ég ummælin til vansa. Ég býst við að ýmsir eigi eftir að skoða þetta. Ég hef reynt að vera málefnalegur, þótt ég hafi verið á öndverðri skoðun við þig.

Ég ætti ef til vill að skrifa sérstakt blogg undir yfirskriftinni "Matthías Ásgeirsson elskar mig ekki" til að vekja athygli á svona málflutningi.

-----

Bergur og Matthías: Verið svo vænir að halda mér utan við ykkar prívatstríð um Grefilinn. Ég hef sagt, Bergur, að ég kunni ágætlega að meta húmorinn þar inni, meðan honum er haldið innan siðamarka, og ég hef sagt, Matthías, að ég hef ekkert grennslast um sögu Grefilsins aftur í árin, enda hef ég engan áhuga á.

-----

Harpa: Gleðileg jól! (Ég hef gefist upp á að óska hinum þeirra.)

-----

 P.S. Orðið "hernaðartaktík" er upphaflega komið inn í umræðuna úr herbúðum Vantrúarmanna skv. fyrri grein Barkar Gunnarssonar. Sem og orðið "barnaníðingar", sem Matthías mun hafa notað um presta, ef ég man grein Barkar rétt, en Hörpu misminnti hvaðan væri komið. Ekki var mikið gert til að beina henni inn á réttar brautir með þann misskilning á vef Vantrúar.

Helgi Ingólfsson, 22.12.2011 kl. 00:34

19 identicon

Helgi ég var bara að svara fyrir mig þar sem um mig var rætt hér í upphafi færslunnar og farið með staðlausa stafi að hálfu Hörpu. Þú getur varla haft á móti því að ég leiðrétti það?

Matti, já endilega að tengja á þessa umræðu ... hún er mikilvæg.

Sjáumst síðar.

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 22.12.2011 kl. 01:34

20 identicon

Helgi, til "hamingju" annars með að vera kominn í dylgjudeildina hjá Matta. Hann missir aldrei af tækifæri til að grafa undan fólki sem er honum ekki sammála eins og hann er nú byrjaður að gera gagnvart þér.

Ég skipa þarna stóran sess, svo og fjölmargir aðrir. Kannski maður setji upp heila síðu sem heitir "Fólk sem Matthías Ásgeirsson elskar ekki" til mótvægis. Af nógu er að taka alla vega.

Óska þér annars gleðilegra jóla.

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 22.12.2011 kl. 01:53

21 identicon

Gleðileg jól, Helgi (örhópsfélagi). Ég nenni ekki í orðaskak við hina en óska þeim árs og friðar (sem ætti að vera PC orðalag).

Harpa Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 22.12.2011 kl. 02:12

22 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Það er merkilegt hvernig þú stoppar bara við síðustu málsgreinina í bloggfærslu minni en virðist ekkert hugsa um hitt.

Ertu að "vakta" mig?

Annars óska ég þér til hamingju með að hafa dregið fram uppáhalds gvuðssönnun mína.

Matthías Ásgeirsson, 22.12.2011 kl. 09:31

23 Smámynd: Helgi Ingólfsson

Sæll, Matthías.

Þegar ég hélt að ég væri að losna út úr þessari Vantrúarumræðu, þá kemst ég að því að svo er ekki.

Fyrst af öllu: Ég leyfi mér að efast um að margir, sem tjáð sig hafa um Vantrú og "Stóra Vantrúarmálið" hafi kynnt sér efnið jafn vel og ég. Þannig að ummælum þess efnis að ég "skilji ekki neitt" vísa ég fullkomlega á bug. Ég á nóg ósagt enn um þau mál.

Ég las færslu þína rækilega (og hef aldrei orðið "hissa" á neinu sem Vantrú eða áhangendur þess hafa sagt), en dró eingöngu fram athyglisverðustu ummælin (sem mætti kalla niðurstöður þínar) á svipaðan hátt og þú gerir oft í umræðu. Það sem ég er hins vegar hissa á í allri þessari heitu umræðu er hin næstum fullkomna fjarvera stjórnar Vantrúar.

Ég sé það líka af færslu þinni að ég þarf ekkert að greina á milli "prívatistans" Matthíasar og Vantrúarmannsins Matthíasar, því að þú spyrðir færsluna rækilega saman við félagið, m.a. með vísun á vef þess. Ég er ekki einn um þá skoðun.

Ég hef löngum verið fylgjandi því grunngildi að "virða beri skoðanir annarra, svo fremi það stangist ekki á við almennt siðferði og almannareglu." Mér sýnist hvatning til að skerða tjáningarfrelsi manna varla geta talist samræmast almannareglu.

Ég var að hugsa um að sýna þér þann drengskap að bjóða þér eitt tækifæri til að biðjast afsökunar og draga ummæli þín til baka. Ef þú gerir það af sýnilegri einlægni, þá er ég reiðubúinn að kalla málið dautt. Að öðrum kosti finn ég mig knúinn til að skrifa enn eitt Vantrúarbloggið. Á hvorn titilinn líst þér betur: "Vantrúarmaður vill hefta málfrelsi andmælenda félagsins á veraldarvefnum" eða "Vantrúarmaður vill skerða mannréttindi andmælenda félagsins"? Þá býst ég jafnframt við að þurfa að leita til formanns Vantrúar til að fá úr því skorið hvort þetta sé almennt viðhorf félagsmanna.

Ef þú sérð ekki ástæðu til að biðjast afsökunar á ummælum þínum, þá sýnist mér einnig tímabært að ég endurskoði afstöðu mína um hvort Vantrú megi kallast öfgasamtök. Mér sýnast þeir, sem hvetja til skerðingar á málfrelsi, óhjákvæmilega geta skoðast í slíku ljósi.

Helgi Ingólfsson, 22.12.2011 kl. 12:39

24 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Helgi, ertu að grínast? Hver hefur verið að hvetja til að skerða tjáningarfrelsið þitt? 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 22.12.2011 kl. 13:06

25 identicon

Missti ég af einhverju Helgi? Síðast þegar ég kom inn á þessa síðu að þá áttir þú í málefnalegum samræðum við aðila innan Vantrúar og sýndist mér þær umræður vera eðlilegar.

Síðan les ég athugasemdir við þessa færslu og þú ert kominn á hæðnis og yfirlætis skot og leiðindi gegn þessum einstaklingum.

Hvað breyttist? Brugðust þeir ekki rétt við? Voru þeir ekki nógu miklir öfgamenn og dónalegir eins og þú vildir mála þá upp sem eftir lestur þinn á greininni í Morgunblaðinu, eða hvað er málið? Ertu að reyna að æsa þá upp í leiðindi með þessum málflutningi þínum.

Ég hef greinilega lesið vitlaust í hvaða mann þú hefur að geyma. Það eru vonbrigði.

Gísli Árnason (IP-tala skráð) 22.12.2011 kl. 14:15

26 identicon

Það verður gullmoli hvernig þessi hefting á málfrelsi verður útskýrð (ef að það verður þá einhvern tíman, ég er enn þá að bíða eftir dæmum fjölmargra um öfgar, dónaskap, mannhatur og persónuníð hjá félaginu).

Halldór L. (IP-tala skráð) 22.12.2011 kl. 14:20

27 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

"Hefting á málfrelsi" - þvílíkt bull. Hvað kalliði þá hótun á borð við:

Ég var að hugsa um að sýna þér þann drengskap að bjóða þér eitt tækifæri til að biðjast afsökunar og draga ummæli þín til baka. Ef þú gerir það af sýnilegri einlægni, þá er ég reiðubúinn að kalla málið dautt. Að öðrum kosti finn ég mig knúinn til að skrifa enn eitt Vantrúarbloggið. Á hvorn titilinn líst þér betur: "Vantrúarmaður vill hefta málfrelsi andmælenda félagsins á veraldarvefnum" eða "Vantrúarmaður vill skerða mannréttindi andmælenda félagsins"? Þá býst ég jafnframt við að þurfa að leita til formanns Vantrúar til að fá úr því skorið hvort þetta sé almennt viðhorf félagsmanna.

?

Sveinn Þórhallsson, 22.12.2011 kl. 14:29

28 identicon

Af gefinni reynslu held ég að færsla nr 18 verði sú síðasta af hálfu Helga við þessa grein.

Nema þá að hann færi rök fyrir þessum ásökunum með enn fáránlegri dylgjum sem að erfiðara verði fyrir hann að útskýra. Ég mæli með fyrri kostinum.

Halldór L. (IP-tala skráð) 22.12.2011 kl. 15:02

29 identicon

*23

Halldór L. (IP-tala skráð) 22.12.2011 kl. 15:03

30 identicon

Var reyndar ekki búinn að lesa allar athugasemdirnar. Sé að búið er að svara í sömu mynt. Það þarf tvo til að deila.

Leiðinleg útkoma frá þeim ágætu umræðum og rökræðum sem voru hér um daginn.

Góðar stundir.

Gísli Árnason (IP-tala skráð) 22.12.2011 kl. 16:14

31 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Gísli, ertu búinn að skoða "svarið"?

http://www.orvitinn.com/2011/12/21/14.00/

Matthías Ásgeirsson, 22.12.2011 kl. 16:22

32 identicon

Alveg rosalega hljóta orð Matta ef ekki allra Vantrúarseggja um að ráðast gegn málfrelsi að vera mörg, Helgi hefur ekki við því að svara hann er svo upptekinn við að taka þau saman.

Ég held að þetta muni skila sér í alveg rasssáru dylgjubloggi innan fárra daga.

Halldór L. (IP-tala skráð) 22.12.2011 kl. 19:58

33 identicon

Af því bloggfærslan þín fjallar um að bráðum komi blessuð jólin og knúz-jólasveina, Helgi, er ótrúlegt að sjá sníkjublogghalann - um allt annað efni -við þessa færslu. Eiga þessir menn ekki blogg sjálfir? (En kannski les þau enginn?) Vonandi er möguleiki á að kæfa sníkjendur (spammara) í moggabloggsumhverfinu. Tek fram að í mínu bloggumhverfi heitir þetta "kæfa" og er í yfirfærðri en ekki bókstaflegri merkingu.

En með því að skrifa þetta komment má búast við fjölda sníkjubloggfærsla sömu náunga til ábendingar um að ég hafi sjálf nefnt annað en jólasveina og knúz í svarhalanum: Sting upp á að við teljum þær "vinsamlegu ábendingar" - eða veðjum á hve margar þær verði ;)

Harpa Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 22.12.2011 kl. 21:01

34 Smámynd: Helgi Ingólfsson

HalldórL (aths.28):

Nei, næsta færsla mín hérna er að þar sem þú hefur ekki manndóm til að koma fram undir fullu eigin nafni, þá ert þú ekki svaraverður.

Ég vil benda þér jafnframt á að meðan þú (og aðrir málsvarendur Vantrúar) komið ekki fram undir fullu og réttu nafni, þá er ekki hægt að útiloka að þetta sé nafnlaus athugasemd frá Vantrúarmeðlimi, sem í öðrum tilvikum koma fram undir réttu nafni. Allir geta jú átt 2 tölvur eða 10 tölvur eða fengið að fara í tölvuna hjá mömmu og pabba. Þannig að, Halldór L, ef þú vilt félaginu Vantrú vel, þá ættirðu að koma fram undir fullu eigin nafni.

Að öðru leyti hirði ég ekki um að eyða á þig orðum.

Helgi Ingólfsson, 23.12.2011 kl. 11:42

35 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Helgi, viltu eyða orðum á mig?

Geturðu útskýrt hvers vegna þér datt í hug að ætla að skrifa færslu sem héti: ""Vantrúarmaður vill skerða mannréttindi andmælenda félagsins"?

Fékkstu þetta virkilega úr ummælunum: "Þetta fólk ætti að sleppa því að tjá sig á veraldarvefnum. Það skilur fyrirbærið ósköp einfaldlega ekki."?

Ef ég segi: "Fólk sem á við offitu af stríða ætti að sleppa því að borða of mikið um jólin. Það hefur ekki gott af því.", er ég þá að leggja til að það eigi að banna því fólki að borða of mikið?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.12.2011 kl. 12:10

36 Smámynd: Helgi Ingólfsson

Hjalti: Ég nenni varla að eyða orðum á þig. Ég bíð eftir að fá að tala við ábyrgan mann hjá félaginu Vantrú, þ.e. Reyni Harðarson.

En:

Þegar Matthías Ásgeirsson segir: "Þetta fólk ætti að sleppa því að tjá sig á veraldarvefnum. Það skilur fyrirbærið ósköp einfaldlega ekki" og á þar sýnilega (og sannanlega) við mig, sbr. athugasemdir hans í kjölfarið, þá langar mig að vita hvað hann hefur fyrir sér í því að ég skilji veraldarvefinn ekki og hvers vegna mér ætti ekki að vera heimilt að tjá mig þar. Flóknara er það ekki. Ég sé þetta sem augljósa hvatningu og tilraun til þöggunar.

Um önnur þrætubókardæmi þín hirði ég ekki að ræða.

Helgi Ingólfsson, 23.12.2011 kl. 12:34

37 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Þetta þýðir ekkert Hjalti. Hann er búinn að ákveða að svona er þetta, svona svipað og hann er búinn að ákveða að "grunngildi Vantrúar" hafi svo til óhjákvæmilega afskaplega neikvæðar afleiðingar í för með sér (og því sé félagsskapurinn varasamur) sama hvað neinn segir.

Um leið sér hann ekki sína eigin hótun í garð Matta, sem er jú ólíkt dylgjubloggi og athugasemdum þess síðarnefnda ekkert annað en það: Hótun. Hann sér heldur ekki hvernig hver sem er getur auðveldlega teygt hvaða skoðun eða gildi út í svona vitleysu eins og hann gerir með setninguna "Ekki þarf að virða skoðanir annarra". Ég segi pass.

Sveinn Þórhallsson, 23.12.2011 kl. 12:44

38 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

...og hvers vegna mér ætti ekki að vera heimilt að tjá mig þar. 

En Helgi, það hefur enginn talað um að þér ætti ekki að vera heimilt að tjá þig á netinu!  

Á sama hátt og þegar ég segi: "Fólk sem á við offitu af stríða ætti að sleppa því að borða of mikið um jólin.", þá er ég ekki að segja að fólk sem á við offitu að stríða eigi að vera bannað að borða of mikið um jólin.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.12.2011 kl. 13:03

39 Smámynd: Helgi Ingólfsson

Hjalti og Sveinn:

Ég hafði aldrei hallað orði til Matthíasar Ásgeirssonar persónulega, þegar hann setti umrædda þöggunarfærslu á bloggsíðu sína. Ég ætla að biðja ykkur um að sýna mér slíkt, ef þið vitið um.

Ef ég hefði gert það óafvitandi, þá hefði ég verið reiðubúinn til að biðjast afsökunar (sbr. færslu nr. 14).

Ég bauð Matthíasi það að biðjast afsökunar á þöggunarfærslu sinni. Hann þáði það ekki.

Ef þið eruð svona vel verseraðir í Vantrúarmálum, getið þið þá svarað mér hvers vegna ábyrgur forsvarsmaður félagsins, Reynir Harðarson, kemur ekki fram fyrir þes hönd?

Helgi Ingólfsson, 23.12.2011 kl. 13:15

40 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Útskýrðu frekar fyrir mér hvernig "boð" þitt er ekki hótun og ekki tilraun til að þagga niður í Matthíasi, svona í samanburði við dylgjubloggið hans.

Sveinn Þórhallsson, 23.12.2011 kl. 13:21

41 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég bauð Matthíasi það að biðjast afsökunar á þöggunarfærslu sinni. Hann þáði það ekki.

Biðjast afsökunar á hverju? Að hafa viljað "hefta málfrelsi andmælenda félagsins á veraldarvefnum" eða "skerða mannréttindi andmælenda félagsins"?

Hann gerði það nefnilega ekki. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.12.2011 kl. 13:26

42 identicon

Ef að þú hefur svona miklar áhyggjur af nafnleynd hefurðu ekkert íhugað að allir hérna séu undir slíku? Vegna þess að þeir Vantrúarseggir sem að þegar hafa gert hérna athugasemdir þurfa einmitt nafnlausa athugasemd í viðbót, er það ekki? En auðvitað er fólk svarið frá heiðri sínum og siðferði ef að það nennir ekki að skrifa allt heila fulla nafnið sitt við bloggfærslur. Ég hef áhyggjur af þessari þráhyggju þinni fyrir föðurnafni mínu og hvernig þú berst með öllum ráðum fyrir því að hefta málfrelsi mitt.

Þarf formaður Vantrúar annars að koma til í hvert skipti sem að einhver á moggablogginu brjálast út í eina einustu setningu og einsetur sér að misskilja hana út í ystu æsar?

Eða er það þannig að fyrst þú finnur ekki þessar þagganahótanir þá hljóti Reynir að hafa þær í fórum sínum?

Halldór L. Sigurðarson (IP-tala skráð) 23.12.2011 kl. 14:06

43 identicon

Sæll Helgi. Þú kenndir mér í MR á sínum tíma og varst með eftirminnilegri og skemmtilegri kennurum þar á bæ. Hvað kom eiginlega fyrir þig? Málflutningur þinn er með ólíkindum. Getur þú útskýrt fyrir mér hvar Matthías vill hefta málfrelsi þitt því mér er fyrirmunað að sjá það.

Færsla Matta felur í sér eðlilega hneykslan hans á útúrsnúningum þínum minn kæri. Þetta sem þú kallar þöggunarfærslu. Ég botna hvorki upp né niður í málflutningi þínum.

Eigðu gleðileg jól Helgi; það ætlar þessi Vantrúarseggur einnig að gera sem hér ritar.

Einar (IP-tala skráð) 23.12.2011 kl. 19:11

44 Smámynd: Helgi Ingólfsson

Gleðileg jól, sömuleiðis, Einar.

Helgi Ingólfsson, 23.12.2011 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband