Galgopaleg viðskiptahugmynd

Í kjölfarið á deilunum um stelpuís og strákaís um daginn, lenti ég í umræðum, þar sem verið var að ræða um dúkkur. Barbie er jú fyrir stelpur og Action Man fyrir stráka, ekki satt?

 Þá kviknaði hjá mér galgopaleg viðskiptahugmynd.

Væri ekki heillaráð að framleiða bara eina gerð af dúkku með ásmellanlegu typpi til að festa í þartilgerða rauf? Dúkkan gæti verið þokkalega flatbrjósta, en með silikonpúða, sem renna mætti inn í brjóstkassa. Blása mætti út vöðva svo að hún gæti orðið steratröll. Hún gæti heitið "Trans-Gender". Þar með gæti hver sem er látið hana vera hvað sem er og svo mætti klæða hana upp í hvernig föt sem vill. Þannig gæti fólk hætt að rífast um stelpudót og strákadót - á einum vettvangi, að minnsta kosti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er í raun og veru tímamóta hugmynd og væri gaman að sjá hana í framkvæmd. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.2.2012 kl. 18:33

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Erla Magna Alexandersdóttir, 2.2.2012 kl. 21:46

3 identicon

Brilljant hugmynd :)

Harpa Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 4.2.2012 kl. 01:10

4 Smámynd: Helgi Ingólfsson

Takk, Harpa. Mér þótti það líka.

En þegar ég kynnti hugmyndina fyrir frjálslyndri konu, sem heyrir því miður frekar illa, þá horfði hún á mig íhugul drjúga stund eftir frásögn mína. "Athyglisvert", sagði hún með semingi á endanum. "En af hverju viltu að hún heiti Tannskemmdir?"

Helgi Ingólfsson, 4.2.2012 kl. 13:02

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha þetta gæti líka átt við mig, Trance gender og tannskemmdir eru ekki svo ólík orð

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.2.2012 kl. 13:07

6 Smámynd: Helgi Ingólfsson

Ásthildur

Helgi Ingólfsson, 4.2.2012 kl. 19:42

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.2.2012 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband