Ísland sem var - Valeyrarvalsinn

Ég lauk í gćrkvöldi viđ lestur Valeyrarvalsins eftir Guđmund Andra Thorsson og hafđi ţá variđ alldrjúgum tíma í bókina. Ađ hluta til treindist mér lesturinn fyrir annríkis sakir, en einnig vegna ţess ađ sá sagnasveigur, sem bókin er (=safn innbyrđis tengdra smásagna) kallar á stöđugan endurlestur fyrri sagna, svo ađ í reynd held ég ađ ég hafi lesiđ bókina tvisvar. En í ţriđja lagi er textinn svo fádćma ljúfur yndislestur ađ unun er ađ treina sér hann. Hvađ eftir annađ vekur frásögnin upp eftirminnilegar myndir, kenndir og lykt, eins og ţegar ungur drengur kemur á sveitaheimili, líklega nćrri 7. áratug síđustu aldar: "Lyktin í eldhúsinu var sérkennileg blanda af skepnuţef, mat, svita og jörđ - kannski var ţetta sjálf lyktin af Íslandi" (56).

 Er ég lagđi upp í lesturinn var ég stórhrifinn. Andrá í ţorpinu Valeyri einn hlýjan föstudagseftirmiđdag um Jónsmessubil myndar rammann - ţađ er hiti í lofti, biđukollufrć feykjast um, flugur suđa yfir blómum, sól skín á spegilsléttan fjörđ, hlátrasköll berast frá börnum hoppandi á trampólínum í bakgörđum, vélaskellir enduróma frá bát á stími inn fjörđinn og svo framvegis. Augnablikiđ er fryst og viđ gćgjumst inn í líf nokkurra ţorpsbúa, ţar sem hver ţeirra á sína sögu ađ segja, sína ćvi ađ baki - horft er út í ţorpiđ, en inn í persónurnar: "Ţorpiđ á sína sögu, sína karaktera, sínar ţjóđsögur. Karakterarnir eru allir löngu dauđir og bara manneskjur eftir og ţjóđsögurnar horfnar og bara atburđirnir eftir" (151). Sumir (og reyndar flestir) glíma viđ harmsöguleg leyndarmál í farteski sínu, ţótt oft megi finna kímni og launfyndni. Hinir heilögustu eru syndugastir og öfugt; myndin af Búft í netpókernum er óborganleg. Frásögnin er átakalítil, en um leiđ hlý og mannleg og á einhvern hátt alltumvefjandi. Ţegar ég hóf lesturinn - og langt fram eftir bókinni - hugsađi ég: Fjórar stjörnur, hikstalaust. En, ţví miđur, ţegar á líđur teygist lopinn dálítiđ, frásagnirnar fara ađ verđa óţarflega einsleitar og sagnasveigurinn nćr ekki alveg ađ uppfylla ţau fyrirheit, sem gefin voru um stefnu hans - ţađ vantar lokahnykk. Ţannig dregst hálf stjarna frá. Lestur bókarinnar er samt vel ţess virđi - galdurinn liggur í stílnum, ekki í framvindunni, eins og félagi minn sagđi - og margar myndirnar, sem dregnar eru upp, lifa í huganum löngu eftir ađ lestri er lokiđ: "Hann sat á steini og horfđi á sendlingana hlaupa um í fjöruborđinu eins og orđ sem Guđ hefur misst." Ţetta kann ađ hljóma dálítiđ vćmiđ, svona slitiđ úr samhengi, en ţađ féll fulkomlega á réttan stađ í frásögn Andra.

Ţorpsmyndin, sem dregin er upp, sem og stíllinn, eru ţćgilega og hughreystandi gamaldags, laus viđ allt póstmódernískt prjál og rembing. Valeyri virkar á mig eins og ţorp á Íslandi anno 1975- nema hvađ fáeinir íbúar hafa tileinkađ sér Facebook og youTube og skönnun og netpóker.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband