Veðbókarvottorð þingmanna

Jæja, þá er maður búinn að renna yfir veðbókarvottorð þingmanna á svipan.is og þetta er - með öllum fyrirvörum - afar upplýsandi. Sérstaklega kom fasteignalánastaða tveggja verulega á óvart - ég nefni ekki hverra. Þó ber að nefna að allnokkra þingmenn vantaði - ætli það hafi ekki verið þriðjungur eða fjórðungur?

Þetta er þakkarvert framtak - í samræmi við kröfuna um gagnsæi og eðlilegt upplýsingaflæði. Hið íslenska Wikileaks. Einhverjir eiga þó væntanlega eftir að kveinka sér undan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Helgi. Það er þakkarvert að gegnsæið sé virt. Hvernig kemst maður inn á þennan upplýsingarlista? Ég reyndi að komast inn á svipan.is en það gekk ekki. Gætir þú leiðbeint mér?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.3.2012 kl. 21:48

2 Smámynd: Helgi Ingólfsson

Anna Sigríður (aths. 1):

Það krafðist mikillar þolinmæði. Allt gekk afar hægt fyrir sig, eins og þetta væri hægvirkur vefur eða viðamikil skjöl - en hafðist allt á endanum.:) Á svipan.is - ég fór inn í gegnum smugan.is .

Helgi Ingólfsson, 1.3.2012 kl. 22:01

3 Smámynd: Helgi Ingólfsson

Anna Sigríður (aths. 1):

Afsakaðu, hér kemur smá leiðrétting. Ég fór inn á "svipuna" í gegnum eyjan.is, ekki smugan.is.

Helgi Ingólfsson, 1.3.2012 kl. 22:14

4 identicon

...og hverju ertu nær um samhengið milli veðbókarvottorða þingmanna og þingmanna?

Jóhann (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 00:30

5 Smámynd: Helgi Ingólfsson

Jóhann (aths. 4): Heilmiklu.

Helgi Ingólfsson, 2.3.2012 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband