Einkunnabólgan

Ég vil vekja athygli á afar áhugaverðri og skeleggri grein Björns Guðmundssonar framhaldsskólakennara í Fréttablaðinu í dag. Þar fjallar höfundur um þá hækkun einkunna án innistæðna, sem viðgengist hefur í framhaldsskólakerfinu á undangengnum árum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fínasta blogg hjá þér, Helgi, hafði gaman af því að rekast á það! En talandi um einkunnir: verðurðu ekki að hætta að gefa bókum „stjörnur“? Pistlarnir hjá þér eru of vandaðir til að þú getir leyft þér slík kjánalegheit - ólíkt því sem tíðkast í hinum hraðsoðnu dagblöðum og öðrum sambærilegum miðlum, gefurðu þér bæði tóm og tíma til að fjalla um bækurnar, og þar með er stjörnugjöfin óþörf. Þessi stjörnugjafarárátta er líka svo furðuleg, sjálfsagt afkvæði hraðsuðunar, slitna samhengisins og rökleysunnar sem menn hampa svo ákaft, og furðulegt hvað manni finnst eðlilegt að einhver búi til listaverk og svo keppist aðrir við að gefa því „stjörnur“, eða „sperrta þumla“, eða „kátar ekkjur“, eftir atvikum. Eins ættu kennarar náttúrlega að hætta að gefa nemendum sínum einkunnir. En það er önnur saga. Bókmenntir eru andhverfa stjörnugjafartendensins -- hugsun og yfirvegun, ekki flýtimeðferð og hraðsuða. Er þaggi annars? Vonandi vekur þessi auðmjúklega athugasemd hjá þér gleði, ekki kvíða.

Með heillakveðju,

S.

Sverrir Norland (IP-tala skráð) 7.4.2012 kl. 16:35

2 Smámynd: Helgi Ingólfsson

Sæll og blessaður, Sverrir, gaman að heyra frá þér og þakkir fyrir innlitið.

Þetta með einkunnagjöf í bókmenntum er athugasemd, sem mér finnst fyllilega að ég verði að taka til greina. Eins kjánalega og það nú hljómar, þá fór ég sumpart af stað með þetta Moggablogg sem bókmenntaumfjöllun fyrir síðustu jól vegna þess sem mér fannst verðbólga í stjörnugjöf - og nú kemur vel á vondan. Þetta er vitaskuld kórrétt hjá þér og ég held að flestir bókmenntakrítikerar myndu taka undir það: Eiginlegar bókmenntir eru andhverfa stjörnugjafarinnar. Annars er ég svo simpill, starfs míns vegna, að einkunnir (eða stjörnugjöf sem hliðstæða þeirra) segja mér heilmikið, ekki hvað síst að ég vil sannreyna hvort bók, sem fær fáar stjörnur, sé í reynd vond bók. Eða að fimm-stjörnu-bókin sé í reynd góð. 

Annars horfir nú til betri tíðar fyrir okkur kennara, þegar á að leggja niður einkunnarskalann 1-10 og gefa í staðinn A,B,C og D. Þá höfum við nefnilega 12 möguleika á einkunnagjöf í stað einungis 10 áður, semsagt: A+, A, A-, B+, B, B- ...

Bestu kveðjur og heillaóskir,

Helgi Ing

Helgi Ingólfsson, 8.4.2012 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband