"... eins og lögreglumenn og dyraverðir ..."

Þessi frétt úr Fréttablaðinu í morgun vakti athygli mína. Orðrétt birtist hún svona:

"Nemandi á efri stigum grunnskóla í Kiruna í Svíþjóð hefur verið dæmdur fyrir að hafa sparkað í kennara, barið hann og hótað honum lífláti. Kennarinn fær hins vegar engar bætur.

Samkvæmt úrskurði undirréttar verða kennarar, eins og lögreglumenn og dyraverðir, að reikna með vissu ofbeldi og hótunum, að því er blaðið Norrändska Socialdemokraten greinir frá.

Nokkrir nemendur höfðu verið með læti í matsal síðasta haust og bar kennarinn einn út. Sá mótmælti á fyrrgreindan hátt."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, við verðum að fara að mæta í dansinn, sem okkar betri helmingar hafa haldið uppi áróðri fyrir í áratugi, svo við getum dansað eins og Cassíus Clay.

Þ. Lyftustjóri (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 22:49

2 Smámynd: Helgi Ingólfsson

Sjáðu nú til, Lyftustjóri. Dyraverðir eru jafnan valdir út frá líkamsburðum og vallarprýði, enda margir þeirra vörpulegir karlmenn, vel í stakk búnir að varpa ólátaseggjum út af ölstofum. Lögregluþjónar hljóta sérþjálfun í að takast á við ofbeldi og einnig er þeim mörgum hverjum gefinn kostur á skrifstofustörfunum, þegar þeir eldast og lýjast.

En ég sá nú einkum fyrir mér eldri dömur úr liði grunnskólakennara, ýmsar á sextugs- eða sjötugsaldri, sem hafa enga þjálfun eða burði til að mæta svona uppákomum, en verða samt "eins og lögregluþjónar og dyraverðir, að reikna með vissu ofbeldi og hótunum."

Helgi Ingólfsson, 15.5.2012 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband