Nota bene; Latína á Íslandi

Eins og ég hafđi ćtlađ mér, las ég á jólanótt nokkra fyrstu kaflana í hinni stórgóđu bók Mensalder eftir Bjarna Harđarson. En á jóladag renndi ég yfir skemmtilegt, stutt og eigulegt kver, Nota bene; Latína á Íslandi eftir Jón R. Hjálmarsson. Bókarkorn Jóns hefur ađ geyma stutta sögu latínukennslu og -notkunar á Íslandi, ásamt međ helstu skammstöfunum úr ţví máli, ţekktustu orđatiltćkjum og spakmćlum, merkingu mannanafna úr latínu (og fleiri fornmálum) og ýmsan annan fróđleik. Ţótt margt vćri mér vel kunnugt af efninu, ţá var annađ ţađ ekki, og las ég mér til yndisauka. Ekki ţótti mér síst variđ í lokakaflana, sem fjalla um latínunotkun tengda ţjóđsögum, um Sćmund fróđa og óvćttina Nadda.

En ţađ sem gerir ţó Nota bene; Latína á Íslandi ađ svo eigulegum grip er einkar vandađur frágangur viđ útgáfuna - langt er síđan ég hef handleikiđ svo fallega bók. Forsíđumyndin er yfirlćtislítil og ţó lýsandi fyrir efniđ (rómverskt öldu-mósaik), međ texta á fegursta latínuletri (međ hástöfum einum). Spjöldin eru silkimjúk viđkomu, á saursíđu er ađ finna EX LIBRIS-merki og pappírinn er ţykkur og áferđargóđur, prentunin frábćr og textinn fćr ađ anda. Ţess utan er hver síđa skreytt međ munsturbekkjum efst og myndskreyting fáguđ og minimalisk. Svo fagurt bókverk er sjaldséđ í seinni tíđ. Hafi Suđurlandsútgáfan ţökk fyrir.

-----

 Annars er ég ţessa dagana ađ lesa Ţorleifs ţátt jarlaskálds (búinn) og Svarfdćla sögu (í miđjum klíđum), til ađ setja mig í stellingar fyrir lestur nýjustu bókar Ţórarins Eldjárn, Hér liggur skáld, sem ég held ađ sé bráđskemmtileg.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef einungis handleikiđ bók Jóns R. Hjálmarssonar á bókasafni (en er mér til yndisauka ađ skruna yfir latneskan spakmćlalista í einni af bókum Hermanns Pálssonar um Hávamál, ţessa dagana, einkum spakmćli er lúta ađ náttúrulegri sviksemi kvenna ...)

Ég las hálfa Hér liggur skáld. Fannst hún leiđinleg, eiginlega uppskrúfuđ tilraun til ađ skrifa fornaldarsögu, og ekkert kom mér á óvart (ţótt ég hafi ekki lesiđ Ţorleifs ţátt og Svarfdćla sögu svo ég muni hef ég lesiđ ţađ mikiđ UM fornan skáldskap ađ ég hef einhvers stađar pikkađ upp allar sögurnar sem ţvćldar eru saman í Hér liggur skáld). Fletti rest og las öftustu síđurnar.

Yfirleitt finnst mér gaman ađ lesa eftir Ţórarin Eldjárn, ekki hvađ síst sögulegar skáldsögur. En ég er handviss um ađ hefđi einhver annar skrifađ Hér liggur skáld hefđu gagnrýnendur ekki mćrt söguna!

Harpa Hreinsdóttir (IP-tala skráđ) 28.12.2012 kl. 14:09

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband