Ég held að nauðsynlegt sé að gera grein fyrir bakgrunni Eriks Werlauff til að átta sig á aðkomu hans.
Lagaprófesssorinn Erik Werlauff var stjórnarformaður Bónusbankans danska fram til hausts 2008, þegar sá banki var þvingaður til að sameinast tveimur öðrum út af erfiðri stöðu. Sjálfur hafði Werlauff komið fram opinberlega, lýst því yfir að banki hans væri vel staddur og að hyggilegt væri að kaupa í honum hlutabréf. Því til sannindamerkis kvaðst hann hafa keypt hlutabréf í bankanum að upphæð 1 milljón danskra króna.
Hið sanna var að á sama tíma seldi Werlauff bréf í bankanum fyrir upphæð um 17 milljónir Dkr, sem hann slapp með fyrir horn, en hluthafarnir, sem hann hvatti til að kaupa bréf í bankanum, töpuðu stórum fjárhæðum.
Mikið var um málið fjallað í dönskum fjölmiðlum og birtust þar heilmiklar vangaveltur um lögmæti gjörningsins. Þótti tilkynningaskyldu m.a. ábótavant.
Er trúverðugt að stjórnarformaður eins banka, sem sakaður hefur verið um að hafa rangt við í viðskiptum, gefi álit í máli annars, sem sakaður er um svipað athæfi? Er líklegt að um óvilhallt og óháð álit sé að ræða?
Svo velti ég líka fyrir mér hvers vegna þetta kemur sem "frétt" í tveimur fjölmiðlum - og án nokkurra fyrirvara. Látið er í veðri vaka að þetta sé óvilhallur lagaprófessor með langa starfsreynslu, en hvergi minnnst á nýlega vafasama aðkomu hans að bankamálum, næstum nákvæmlega frá sama tíma og þegar Kaupþing féll. Er slíkum fréttaflutningi hugsanlega ætlað að hafa áhrif á viðhorf almennings - og þá máske dómara líka?
Telur ásetning ekki fyrir hendi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.