Fræðibókahugleiðing

kaupmannahöfnÁ nýliðnum jólum fékk ég fáeinar bækur að gjöf, sem ekki er í frásögur færandi, nema hvað við það að fletta þeim hugsa ég til þess hvernig tilnefningum til hinna íslensku bókmenntaverðlauna 2013 á sviði fræðibóka er háttað. Tilnefndar bækur má flokka í tvennt, annars vegar fræðirit tengd handritum (Leiftur á horfinni öld – Hvað er merkilegt við íslenskar fornbókmenntir? og Íslenska teiknibókin) og hins vegar náttúrufræði- og útivistarbækur (Vatnið í náttúru Íslands, Fjallabókin og Stangveiðar á Íslandi). Ekki halla ég á þessi verk, sem vafalítið eru makleg hvert á sinn hátt, en heldur þykja mér einsleit fræðasviðin. Hvar eru sagnfræðiritin? spyr ég bara. Mig rak í rogastans, þegar ég sá að stórvirkið Kaupmannahöfn sem höfuðborg Íslands eftir sagnfræðingana Guðjón Friðriksson og Jón Þ. Þór, í tveimur bindum í stóru broti upp á samanlagt yfir 1100 blaðsíður, kemst ekki á þennan stall. Annað merkilegt og massívt sniðgengið rit er Hér mætast skipin, sem Guðjón Friðriksson hefur einnig samið, í tveimur bindum með á sjöunda hundrað blaðsíðna. Hvers vegna skyldu ofangreind sagnfræðirit – eða önnur - ekki hafa hlotið náð fyrir augum dómnefndar? Máske voru þau ekki nógu vel “auglýst” í bókmenntaþáttum fjölmiðla vikurnar fyrir jól? Eða kannski komu þau ekki út hjá réttu forlagi? Eða skortir dómnefndina máske söguvitund? Eða eru hinar útnefndu bækur virkilega betri en stórvirki þeirra Guðjóns og Jóns?



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband