Reikningsdæmi

Ef árslaun bankastjóra Arionbanka eru 50.700.000 (eins og segir í frétt á mbl.is 5. mars 2014) og tekið verður gjald upp á 300 kr. fyrir hvern þann viðskiptavin sem leitar þjónustu gjaldkera hjá bankanum, hversu margir viðskiptavinir þurfa þá að fara til gjaldkera til að standa undir árslaunum bankastjórans?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Ingólfsson

Skemmtileg nýlunda hjá MP banka er að hirða fé af þeim sem eiga lítið sem ekkert í holu, en taka ekki neitt af þeim sem eiga skítnóg af peningum þar.

Helgi Ingólfsson, 4.9.2014 kl. 16:09

2 identicon

Ef kostnaður banka af gjaldkera eru 45.000 á dag og tekið verður gjald upp á 300 kr. fyrir hvern þann viðskiptavin sem leitar þjónustu gjaldkera hjá bankanum, hversu margir viðskiptavinir þurfa þá að fara til gjaldkera til að standa undir kostnaðinum við þjónustuna?

Hanna (IP-tala skráð) 5.9.2014 kl. 02:03

3 Smámynd: Helgi Ingólfsson

Athyglisvert mótdæmi, Hanna, en það tekur algjörlega bankastjórann út úr formúlunni.

Auk þess útskýrir það ekki hvernig hægt hefur verið að reka alla íslenska banka í ríflega 100 ár án þess að til sérstakrar gjaldtöku komi vegna heimsókna til gjaldkera.

Vandamálið liggur eflaust í því að núorðið er hrært saman  viðskiptabankastarfsemi og og fjárfestingarbankastarfsemi, sem brýnt er að sé aðskilin að fullu, til að næsta hrun þeirra, sem offari fara í fjárfestingum, bitni ekki á öllum almenningi. Meðan þessu er grautað saman má líta svo á að ef tekið er fé af viðskiptavinum, sem leita til gjaldkera, þá séu þeir að greiða niður fjárfestingastarfsemi, sem þeim er með öllu óskyld.

En meginspurningin hér er máske sú hvort ekki væri eðlilegt að lækka laun bankastjóra svo að gjaldtaka þyrfti ekki að vera jafnhá fyrir gjaldkeraheimsókn. Árslaun hans nema jú, miðað við forsendurnar, 169.000 heimsóknum til gjaldkera.

Helgi Ingólfsson, 5.9.2014 kl. 09:21

4 identicon

##En meginspurningin hér er máske sú hvort ekki væri eðlilegt að lækka laun bankastjóra svo að gjaldtaka þyrfti ekki að vera jafnhá fyrir gjaldkeraheimsókn.##----- Það er eins og að lækka laun borgarstjóra svo sleppa megi við gjaldheimtu vegna hundahalds og sorphirðu.

Það er undarlegur hugsunarháttur að tengja laun yfirstjórnar við þjónustugjöld og að ætlast til þess að allt sé frítt meðan yfirstjórnin þiggur laun. Meginspurningin hér því sú hvort ekki sé eðlilegt að þeir sem noti þjónustuna greiði fyrir hana, jafnvel þó í ríflega 100 ár hafi aðrir verið látnir borga.

Það virðist vefjast fyrir mörgum að skilja að bankar eru ekki hluti af samtryggingarkerfinu og ekki góðgerðarstofnanir. Þeir verða ekki reknir eins og leikskólar og mæðrastyrksnefnd.

Hanna (IP-tala skráð) 5.9.2014 kl. 12:01

5 Smámynd: Helgi Ingólfsson

Hanna (aths. 4):

Meginspurningin hér því sú hvort ekki sé eðlilegt að þeir sem noti þjónustuna greiði fyrir hana, jafnvel þó í ríflega 100 ár hafi aðrir verið látnir borga.

---

Gott væri ef þú gætir, Hanna, útskýrt hvaða "aðrir" hafa verið látnir borga fyrir þjónustuna en viðskiptavinir? Mér vitanlega hafa viðskiptavinir ætíð greitt þessi gjöld; þau hafa einfaldlega verið innheimt í gegnum mismun innláns- og útlánsvaxta.

-----

Ég held að það sé lýðum ljóst og með öllu grímulaust að bankar eru ekki góðgerðarstofnanir. En auðvitað eru bein tengsl á milli síhækkandi launa stjórnenda og aukinnar gjaldtöku bankaþjónustu til að standa undir þeim launum. Að gefa annað í skyn er barnaskapur.

-----

Ég verð að segja það, Hanna, að þú ert undarlegur málsvari hálaunastefnu innan bankakerfisins - sem útskýrir máski hvers vegna þú vilt ekki (þorir ekki að?) koma fram undir fullu (eða raunverulegu?) nafni.

Helgi Ingólfsson, 5.9.2014 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband