Um "Stóra siðanefndarmálið" í HÍ

 Ég vil vekja athygli á einkar áhugaverðri bloggfærslu Hörpu Hreinsdóttur um "Stóra Siðanefndarmálið" innan Háskóla Íslands á blogg.is (sjá http://harpa.blogg.is/2012-01-08/ekki-malid-sem-sidanefnd-hi-tokst-ekki-ad-leysa/)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því svo elskaði Helgi sannleikann að hann skráði sig inn í mestu lygasögu allra tíma, súr og svekktur yfir engu.

DoctorE (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 10:12

2 identicon

Takk Helgi

Í orðalaginu "Stóra Vantrúarmálið" er vísað í mál sem mikið var til umræðu í fyrra hér á Skaganum, þ.e. "Stóra kaffikönnumálið". Af því einn stjórnarmanna Vantrúar býr hér á Akranesi taldi ég að það væri gaman fyrir okkur tvö, mig og hann, að vísa í þetta lókal Ekki-mál  

Harpa Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 12:23

3 identicon

Ég verð nú að segja að Harpa missti tiltrúnað minn á vönduðum vinnubrögðum hennar þegar hún fór með staðlausa stafi um mig hér á þessu bloggi og virti mig svo ekki viðlits þegar ég reyndi að leiðrétta hana. Beiti hún slíkum vinnubrögðum við vinnslu annarra greina sinna er ekkert að marka það sem hún skrifar.

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 00:34

4 identicon

... og ég sem var að segja Helga í bréfi að ég væri búin að skipta um skoðun á þér, Bergur

Harpa Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 10:58

5 Smámynd: Helgi Ingólfsson

Sæll og blessaður, Bergur.

 Ég get að sjálfsögðu ekki talað beint fyrir munn Hörpu, en ég held samt að ég geti fullyrt að við höfum bæði endurskoðað álit okkar á þér, þér að öllu leyti í hag. Ég held að Harpa hafi algjörlega endurskoðað sitt gamla álit, sem var e.t.v. litað af þeim deilum/ófrægingu sem þú lentir í. Auk þess held ég að hún hafi bara ekki náð að svara þér á sínum tíma einfaldlega vegna tímaskorts fyrir jólin (en annrs svarar hún væntanlega fyrir það sjálf). Ég tel einnig að þið Harpa gætuð orðið öflugir og liðtækir samherjar, ef stríðsöxin er grafin.

Sjálfur reyni ég að láta þig njóta sannmælis og kíki t.d. reglulega inn á grefilinn.com mér til skemmtunar. Það virðist m.a.s. vera eitt af því, sem ég hef unnið mér til óhelgi hjá ákveðnum öflum, að hafa talið Grefilinn betri gamansíðu en aðra tiltekna síðu.

Með bestu kveðjum og vinsemd,

Helgi Ingólfsson

Helgi Ingólfsson, 10.1.2012 kl. 11:52

6 identicon

Gott að heyra þetta frá ykkur báðum. Ég læt mér það í léttu rúmi liggja hvað Vantrúarmenn og fylgisfólk þess félagsskapar segir um mig og skrifar en mér þykir sárt þegar þeir sem standa utan hópsins halda að það sé satt og endurtaka það sem sannleik.

En ég hef tekið gleði mína aftur vegna orða ykkar hér.

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 23:25

7 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Helgi, finnst þér ekki tími til að hætta þessu?

Matthías Ásgeirsson, 11.1.2012 kl. 12:18

8 Smámynd: Helgi Ingólfsson

Matthías: "Hætta þessu" hverju? Ertu enn sem fyrr að leggja til að ég "ætti að sleppa því að tjá mig á veraldarvefnum"?

Helgi Ingólfsson, 11.1.2012 kl. 14:30

9 identicon

Þetta er svolítið eins og að horfa á fólk sogast inn í svarthol. Hvað sem um Vantrú má segja má ljóst vera að mál þetta hefur eitthvert sérlega sterkt aðdráttarafl sem gerir að verkum að fólk sleppur ekki undan því. Helgi hættir að skrifa um bókmenntir og Harpa lætur af sínum stórmerku færslum um þunglyndi. Ég er viss um að það eru til frjórri hliðar á guðleysi en blómstra í kringum þetta mál. Auðvitað er samt mjög fyndið að einhver skuli vera svo trúgjarn að trúa því að Helgi Ingólfsson hafi skráð sig í þjóðkirkjuna :)

Hermann Stefánsson (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 15:10

10 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Matthías Ásgeirsson, 11.1.2012 kl. 17:36

11 identicon

Hermann: Þunglyndið, Ham-ið, Dam-ið, árveknin o.s.fr. fer ekkert og allt í lagi að taka sér hlé frá þeim skrifum í bili. Þetta endar hvort sem er á vef einhvern tíma seinna, reikna ég með. Mér finnast eftirmál Vantrúarkærunnar vera mjög merkilegt mál og upplagt að kynna sér það núna.

Það væri spennandi að vita að hverju Matthías er að ýja í kommenti sínu sem hann vísar í. Eiga framhaldsskólakennarar almennt að vita hverjir eru forráðamenn þessara 100+ nemenda sem þeir kenna? Eða er er Matthías að ítreka að hann viti ekki hver stefna MR er í dylgjum og ósannsögli? (Og þá vaknar náttúrlega sú spurning hvort MR hafi sérstaka stefnu í þessu.)

Harpa Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 20:54

12 Smámynd: Helgi Ingólfsson

Sæll og blessaður, Hermann, og takk fyrir innlitið.


Hér er ekki um neitt svarthol að ræða, heldur eina áhugaverðustu siðfræðiumræðu síðari ára, í svo mörgum lögum og með slíkt flækjustig að mikilfenglegustu bókmenntaverk blikna í samanburði. Hún snýst engan veginn um ”frjóa umræðu um guðleysi”; við Harpa erum jafn trúlaus og næsti ofstækitrúleysingi, held ég. Vissulega gekk ég í þjóðkirkjuna aftur, en það var engan veginn af trúarástæðum, heldur menningarpólitískum eingöngu (sem hefur leitt til þess að ég er líklega ekki vel séður í neinum herbúðum, en það er alvanalegt hlutskipti mitt). Ég las einhvers staðar að Richard Dawkins væri “Menningar-Anglikani”, þ.e.a.s. kynni að meta vissar menningarforsendur ensku biskupakirkjunnar þrátt fyrir guðleysi sitt (t.d. hefði aðdáun á gömlum enskum jólasálmum); ætli ég sé ekki í hliðstæðri stöðu gagnvart íslensku þjóðkirkjunni? Í reynd var merkilega gaman að skrá sig aftur í ríkisapparatið; ég fékk enga (synda-)kvittun, þar sem (skrifstofu-)athöfnin kostaði ekki krónu, en ég var beðinn um að framvísa skilríkjum til að sýna fram á að ég væri sá sem skrifaði undir.


Eigðu góðar stundir. Takk fyrir þýðinguna á Castellanos Moya, hann bíður enn á náttborðinu mínu. Ég átti alltaf eftir að þakka þér líka fyrir þýðingu þína á Skuggaleikjum eftir Somoza, sem er ein af betri bókum, sem ég hef lesið.

-----


Matthías: Ég hef enn ekki hugmynd hvað þú ert að tala um. Þú vitnar ekki í neitt, sem ég hef sagt, heldur í ÞÍN eigin orð um mig, þar sem:

a) Þú gerir mér upp skoðanir,

b) Þú gerir mér upp vitneskju, sem ég bjó ekki yfir áður en þú birtir hana opinberlega,

c) Þú ljóstrar upp því, sem ég hefði talið að ættu að vera trúnaðarupplýsingar (og ég hafði ekki hugmynd um áður en þú birtir þær á opinberum vettvangi), og ég hefði talið að hlyti að vera einhvers konar siðabrot af þinni hálfu, ekki minni. Þú ættir e.t.v. að ræða þau mál við þartilbæra aðila innan félags þíns, t.d. formanninn.

Helgi Ingólfsson, 11.1.2012 kl. 21:04

13 identicon

Færsla Hörpu er skörp og skilmerkileg, enda byrjar þetta klúður allt með siðanefndinni.

Hins vegar þykir mér ekkert að því að lífsskoðunarsamtök geri athugasemdir við kennslu í háskólum. Þvert á móti er það afar æskilegt, enda eru mótbárur drifkraftur þekkingarleitar manna.

Það að kjamsa á því í m.a. ellefu liðum er vísbending um hjarðhegðun, sem hefur lítið með akademískar kröfur að gera.

En Vantrú gegnir samt mikilvægu hlutverki. Eitt þeirra er að efast um ágæti fylgilspektar manna við trúarbrögð. QED.

Það er helst þegar þeir tilbiðja "tilviljun" sem veigamesta þáttinn í tilverunni, sem ég efast. 

Og mér þykir sú hugmynd Stephen Hawking, að mannkyn ætti að flýja Jörðina á næstu þúsund árum, ekki einasta heimskuleg, heldur einnig fyrirlitleg.

Jóhann (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 22:59

14 identicon

Það gleður mig að heyra - og þakka þér sjálfum fyrir þínar góðu bækur. Og gott blogg.

Auðvitað kann það að vera rangt en mín tilfinning er sú (eftir að hafa fylgst með á ólíkum vettvangi) að enda þótt ótal merkilegir fletir séu á þessu máli, sem ég hef á ýmsar skoðanir, hafi það þráláta tilhneigingu til að verða staglkennt þegar umræða dregst á langinn. Þar stendur vissulega upp á Vantrú að svara fyrir sig með frjóum hætti - eða það sem enn betra væri, láta stundum ósvarað. Eitthvert þyngdarafl kemst alltaf í spilið á endanum. En til hamingju með að vera genginn í þjóðkirkjuna, fyrst svo er. Það má alltaf ganga úr henni aftur, ganga í kaþólsku kirkjuna (það gera íslenskir rithöfundar gjarnan), ásatrúarsöfnuðinn og aftur í þjóðkirkjuna af menningarpólitískum ástæðum. Mér vitanlega er enginn kvóti.

Góðar stundir.

Hermann Stefánsson (IP-tala skráð) 12.1.2012 kl. 09:27

15 Smámynd: Helgi Ingólfsson

Jóhann: Ég er sammála þér um nánast öll atriði. Eðlilegt er að veita háskólum (sem og öllum menntastofnunum og stjórnvaldsstofnunum) tiltekið aðhald, ef aðfinnslu er þörf. Að sama skapi tel ég skynsamt að gera það með eðlilega hófsemireglu að leiðarljósi, ekki með lúðrablæstri í allar áttir.

Ólík lífsskoðunarfélög eiga auðvitað fullan rétt á sér, hvort sem þau snúast um trúarbrögð eða annað. Þar held ég þó aftur að mikilvægt sé að gæta tiltekinnar hófsemi og gagnkvæmrar virðingar.

Um þessa hugmynd Hawking hef ég ekki heyrt fyrr. Kannski var hann bara nýbúinn að horfa á Wall-E?

Hermann: Ég er sammála þér um staglið í umræðunni. Það er þreytandi og tekur á.

Auðvitað veit ég ekkert hvort ég endist ævina á enda í þjóðkirkjunni - ætli það fari ekki eftir þróun mála og samfélags? Var það ekki Chateaubriand, sem gerðist kaþólskur vegna fagurfræðilegra yfirburða þeirra trúarbragða umfram önnur? Og svo Laxness - hver var nú aftur hans ástæða?

Helgi Ingólfsson, 12.1.2012 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband