Um forsetakosningar og fótbolta

Ég vil benda á einkar athyglisverða grein Finns Torfa Stefánssonar lögfræðings, "Enn um vald forseta", sem birtist í Fréttablaðinu í dag á bls. 15. Hér er hann að fjalla um nánast það sama og ég gerði í næstsíðustu bloggfærslu minni, um það hvernig fólk er farið að túlka stjórnarskrána í ýmsar áttir, án þess að fyrir því séu stjórnskipunarlegar forsendur eða lagaleg rök. Komandi forsetakosningar eru ekki eins og fótboltaleikur á milli tveggja liða, þar sem úrslit fást. Þær gætu snúist um það hvort reglum leiksins verði breytt, á róttækan hátt og án eðlilegrar umfjöllunar lögfróðra manna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er aðallega vegna þess að forsetaembættið er alger óþarfi, hrein sóun.

DoctorE (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 16:02

2 Smámynd: Helgi Ingólfsson

DoctorE:

Ef menn vilja leggja niður forsetaembættið, þá er það önnur umræða. Hér er fyrst og fremst vakin athygli á því að komandi kosningar gætu orðið til að auka völd forsetaembættisins, án viðhlitandi ábyrgðar. Er það vilji kjósenda?

Helgi Ingólfsson, 13.6.2012 kl. 16:35

3 identicon

Hvaðan eru pólitískar rætur Finns Torfa.? ?

Númi (IP-tala skráð) 14.6.2012 kl. 09:26

4 Smámynd: Helgi Ingólfsson

Númi, ef þú lest greinina, þá sérðu að hún er ekki af pólitískum toga, heldur lagatæknilegum.

P.S. Ef menn hafa hug á að gera athugasemdir við bloggfærslur mínar, þá vil ég biðja þá um þá sjálfsögðu kurteisi að gera það undir fullu og réttu nafni.

Helgi Ingólfsson, 14.6.2012 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband