Heródótosi snúiđ á haus

Atarna! Ţá hef ég lokiđ viđ enn einn langhundinn! Skáldsögu upp á hvorki fleiri né fćrri en 657 blađsíđur (í ţeirri útgáfu sem ég las hana). Um er ađ rćđa einn dođrant af mörgum eftir Gore Vidal og ţessi nefnist Creation.

 

Nú er ég sosum ekkert sérstaklega vel ađ mér í höfundarverki Vidal, ţótt ég viti ađ hann hefur ćvilangt veriđ umdeild bókmenntapersóna - hjá óinnvígđum er hann máske ţekktastur, óverđskuldađ, sem handritshöfundur ađ hinni illrćmdu kvikmynd Caligula, sem hann sór af sér, ţegar ljóst var ađ um klámmynd yrđi ađ rćđa. Líkt og Guđbergur Bergsson er Vidal fyrir löngu orđin stofnun í heimalandi sínu; nánast allt, sem rennur úr hans penna, vekur athygli og gjarnan hneykslan, hversu lítilfjörlegt sem tilefniđ er. Fyrir hartnćr 25 árum las ég stórvirki Vidal um hinn skammlífa og stuttríkjandi Júlíanus Apostata, síđasta heiđna keisara Rómaveldis, og átök milli heiđni og kristni á 4. öld, og mig minnir ađ sú snilld hafi veriđ nćsta jafnlöng ţessari. Um 10 árum síđar las ég ađra bók eftir Vidal (mig minnir ađ Ţórunn Erlu Valdimarsdóttir hafi lánađ mér hana) og hét hún Live from Golgotha. Sú bók var undarleg á ýmsan máta og eins konar satírísk vísindaskáldsaga og gagnrýni á trúarbrögđin; hófst í nútímanum, ţar sem menn höfđu smíđađ leyndardómsfulla tímavél, sem gerđi bandarískri sjónvarpsstöđ kleift ađ senda tökuliđ á Hausaskeljastađ til ađ fylgjast međ krossfestingunni fyrir hartnćr 2000 árum, en svo fór allt úrskeiđis og gott ef sjónvarpsţulurinn sjálfur var ekki krossfestur. (Eđa er ég ađ rugla bókinni saman viđ Behold the Man! eftir Michael Moorcock, eldri skáldsögu međ dálítiđ svipuđum ţrćđi, sem ég las á sama tíma?) Annars fjallađi Live from Golgotha mest um bílífi Páls postula í Kórinţu, minnir mig, sem er óttalegur loddari og vill helst riđlast á lagsveini sínum, hinum unga Tímóteusi, ţeim sama og kemur fyrir í Nýja testamentinu. Anthony Burgess gerđi annars Páli postula mun betri skil í Kingdom of the Wicked.

 

Víkjum ţá ađ Creation, ţriđju bókinni eftir Vidal, sem ég lýk viđ. Engin smásmíđi, sem fyrr er frá greint. Hún segir frá Cyrus Spitama, hálf-persneskum og hálf-grískum sonarsyni Zaraţústra, og lífshlaupi hans (gróflega) frá um 520 til um 440 f.Kr., en hann hittir á langri ćvi nánast alla sem eru ţess virđi ađ ţekkja um hans daga: Ţrjá Persakonunga (Daríus, Xerxes og Artaxerxes), Períkles, Sókrates, Anaxagóras, Demókrítus (sem er frćndi Cyrusar og jafnframt skrásetjari endurminninganna), Heródótus, Ţúkydídes, Búddha, Mahavíra, Gosala, Ajatashatrú og Konfúsíus, svo ađ fáeinir séu nefndir, enda segir á kápubakhliđ ađ Cyrus sé sennilega mesti „namedropper" sögunnar. Cyrus er af ađalsćttum og alinn upp viđ persnesku hirđina um daga Daríusar og eru margir kaflarnir eftirminnilegir af hirđlífi ţar, höllum, ráđabruggi og kvennabúrinu. Hann ferđast vítt og breitt innan og utan Persaveldis, til Babýloníu, Jóníu, Aţenu, Baktríu (Afganistan), Indlands og Kína. Cyrus Spitama er vildarvinur og jafnaldri Xerxesar, brallar ýmislegt međ honum á yngri árum og ţjónar honum dyggilega á efri árum. Ţriđji mađurinn í ţessu fóstbrćđralagi er hershöfđinginn Mardoníus, stríđshetja Persa úr átökunum viđ Grikki, sem Heródótos fjallar rćkilega um í Historíum sínum. Sem hirđmađur og erindreki kvćnist Cyrus Spitama inn í persnesku konungsfjölskylduna, en jafnframt á hann indverska furstadóttur ađ eiginkonu, úr fyrri för sinni ţangađ, og međ henni tvo syni. Ţegar hann er á heimaslóđum, ţvćlist hann viđstöđulítiđ međ hirđinni milli helstu borga Persíu: Susa, Ekbatana og Pasargada, auk Babýloníu og Persepólis, sem er í uppbyggingu. Heródótos hinn gríski ferđađist til allra fjögurra horna hins ţekkta og siđmenntađa heims um sína daga: Til Magna Graecia (Sikileyjar og S-Ítalíu) í vestri, til Skýţíu (Úkraínu) í norđri, til Litlu-Asíu (Tyrklands) og Mesópótamíu (Írak) í austri og til Egyptalands í suđri. Cyrus Spitama er hin persneska hliđstćđa Heródótosar, nema hvađ útgangspunktar hans liggja 3000 km austar. Sést samsvörunin máske best á ţví ađ "sagnaritum" beggja er skipt upp í 9 hluta eđa 9 bćkur.

 

Sagan Creation er sögđ frá sjónarhóli Persa og ţađ nýstárlega sjónarhorn gengur upp. Ţegar kemur ađ grísku borgríkjunum, er snúiđ á haus öllu ţví, sem Heródótos segir frá, svo ađ úr verđur and-saga. Ţannig verđa Persastríđin á dćmigerđan máta í međförum Vidal kölluđ Grikkjastríđin, og eru í reynd minni háttar viđburđur í sögu hins austrćna stórveldis, dálítiđ eins og býflugustunga í síđu fíls, en langmestur hluti ritsins fjallar um Kína og Indland, já, og Persaveldi. Stundum leiđréttir sögumađur beinlínis Heródótos. Ţannig segir Cyrus ađ Xerxes hafi veriđ 34 ára, ţegar hann komst til valda, en samkvćmt föđur sagnaritunar á stórkonungurinn persneski ađ hafa veriđ 18 ára. „Leiđréttingar" Vidal koma oft, en ekki alltaf, betur heim og saman viđ sagnfrćđilegar stađreyndir, eins og menn ţekkja ţćr í dag. Reyndar byrjar Cyrus Spitama ađ láta skrásetja minningar sínar eftir ađ hafa heyrt Heródótos flytja leiđinlegan fyrirlestur og fullan af rangfćrslum í Aţenu. Mikilvćgasta lagfćringin felst ţó ekki í ađ tína til smávćgilegar stađreyndir, heldur í stórbreyttri valdamiđju: Í Creation eru grísku borgríkin ómerkilegur útnári fyrir Persum, vart fyrirhafnarinnar virđi ađ fara í styrjaldir út af. Mestur hluti bókarinnar fjallar um Persaveldi, Indland og Kína, en einungis lítill hluti um Grikkland. Ţeir, sem lesa ţessa bók í von um enn eina frćknisögu af vörn Spartverja í Laugaskörđum, lenda í geitarhúsinu í ullarleit.

 

Sagan fer máske ekki nógu vel af stađ. Hún hefst í Aţenu, ţar sem Cyrus Spitama, aldurhniginn og blindur, er orđinn sendiherra Persa í borginni. Međ honum dvelur frćndi hans frá Abderu, hinn ungi Demókrítus, sem skráir minningar Persans. Tilfallandi samskipti ţessara tveggja bókina í gegn eru annars bráđskemmtileg: Demókrítus ber öđru hverju brigđur á eitthvađ framandlegt, sem Cyrus Spitama hefur upplifađ á fjarlćgum slóđum, og öldungurinn blindi útlistar nánar og útskýrir, međ vaxandi óţolinmćđi og ónotum ţegar á líđur.

 

Ţađ er ekki fyrr en eftir um ţađ bil 150 blađsíđur, međ magnađri Indlandsför Cyrusar Spitama, ađ sagan sparkar sér ćrlega í gang, og eftir ţađ er bókin nánast ein samfelld veisla. Persónur eru margar hverjar dregnar skörpum dráttum, t.d. Ajatashatrú hinn indverski, Daríus Persakonungur og (máske ađeins síđur) Atossa drottning hans. Af indversku spekingunum eru Gosala og Sariputra eftirminnilegri en hinir frćgari Búddha og Mahavira, í Kína eru Huan og hertoginn af Sheh eftirminnilegri en Konfúsíus - međ sínar kanínutennur og löngu ţumla -  eđa Li-Tze sem gćti átt ađ vera tilraun Vidal til ađ fćra Laó-Tze til um mannsaldur eđa svo. Ţađ sem einkennir skáldsöguna alla er sćgur af forvitnilegum smáatriđum, sem lćtt er inn. Hafđi ég á tilfinningunni ađ sumt af ţví kynni ađ vera hreinn skáldskapur (enda gefur Vidal ţađ sjálfur í skyn í e.k. formála), en honum tekst ţó ađ láta flest hljóma trúverđuglega - og ótrúlega margt stenst nánari eftirgrennslan. Máske er ađal bókarinnar öđru fremur fólgiđ í sjálfsörygginu í stílnum, sem virđist endurspegla persónu heimshornaflakkarans Cyrusar Spitama, en er auđvitađ fyrst og fremst komiđ frá heimsborgaranum Gore Vidal sjálfum. Ţetta er skáldsaga höfundar, sem stýrir penna sínum - eđa, vćntanlega, ritvél, enda er sagan frá árinu 1981 - af vitund um yfirburđi. Ţetta gćti hljómađ yfirlćtislega, en heildaráhrifin eru milduđ međ víđsýni, manngćsku, leiftrandi launkímnum uppákomum og nćmu auga fyrir óvćntum smáatriđum, svo ađ varla er hćgt annađ en ađ hrífast međ. Ţegar upp er stađiđ er skáldsagnalesandanum fullnćgt, ţótt sagnfrćđingurinn sitji einstaka sinnum eftir međ sínar efasemdir.

 

Sem fyrr segir er Cyrus Spitama naskur viđ ađ eygja smáatriđi í eđli ţjóđa nálćgra og fjarlćgra, hvađ er líkt međ ţeim og hvađ skilur ađ, og ţessi ótölulegu smáatriđi mynda örfína ţrćđi í gríđarmiklu veggteppi. Cyrus veitir ţví t.d. eftirtekt ađ međal siđađra ţjóđa, ţótt ólíkar séu, eru vextir hvarvetna svipađir - m.ö.o reisa lögmál viđskiptanna hvarvetna á svipuđum forsendum. Ţegar Persinn stýrir verslunarleiđangri, ţ.e. úlfaldalest hlađinni járni, austur yfir eyđimerkur til Kína, hafa persneskir fjársýslumenn - eins konar Mediciar síns tímar - reiknađ út ađ líkurnar á ađ lestin komist heilu á höldnu á áfangastađ austur eftir séu 1 á móti 7, en ađ ţćr séu 1 á móti 11 ađ leiđangursmenn komist báđar leiđir. Cyrus Spitama lendir í ótal ćvintýrum í Kína, sem skiptist upp í allmörg stríđandi furstadćmi á ţessum tíma, og hann hefur bein áhrif á gang sögunnar sem stríđsfangi í hinu vígreifa Ch´in-ríki, ţví ađ ţar endar járniđ fyrir mistök, ásamt verkkunnáttu viđ járnsmíđar, sem veitir Ch´in-mönnum yfirburđi á vígvellinum. Einnig nota ráđamenn ţar á bć hinn vestrćna (!) gest til ađ réttlćta heimspeki ríkisforsjár, sem gćti hafa lagt grunn ađ stjórnfestuskólanum kínverska (Huan, stjórnandi Ch´in-ríkisins, gćti átt ađ vera Han-Fei-Tze), en frá Ch´in-ríkinu kom 250 árum síđar sá grimmi keisari Shi Huang-Di, sem er í dag frćgastur fyrir leirher sinn. Cyrus Spitama sér ađ sjálfsögđu ekki ţessa framtíđ, en Vidal umbunar og skemmtir lesendum, sem ţekkja örlítiđ til í kínverskri sögu. Ţá gćti Cyrus Spitama einnig hafa veriđ fyrstur manna til ađ útbreiđa kenningar Búddha frá Indlandi til Kína, á ćvidögum spekingsins sjálfs. Einnig virđist hann eiga ríkan ţátt í ađ opna hina frćgu Silkileiđ. Afar löngu og rćkilegu máli er variđ í ađ útlista Konfúsíanisma, í gegnum samtöl, eins og međ flest hugmyndakerfi, sem bókin tekur til umfjöllunar, en einnig taóisma, sem og hvernig ţessi kerfi beinlínis stangast á, ef einhver skyldi vera svo kjánalegur ađ setja alla kínverska heimspeki undir einn hatt. En Konfúsíus er međal fyrirferđarmestu persóna verksins.

 

Cyrus Spitama sér ţađ sem er líkt međ ţjóđunum, en einnig ţađ sem ađgreinir ţćr. Hann vekur athygli á ţví ađ Kínverjar telji hugsunina búa í maganum - og augnabliki síđar er hann farinn ađ rćđa um yfirburđi kínverskrar matargerđarlistar, en síđar nefnir hann líka ađ hin margvíslegustu búkhljóđ - garnagaul, iđrakveisa, rop, hiksti og viđrekstur - sé allt taliđ spekimerki eystra, ţar sem viskan búi í maganum. Grikkir eru ţrasgjarnastir ţjóđa og ađ stéttakerfiđ á Indlandi er einstakt. Athyglisvert er viđhorf hinna ólíku ţjóđa viđ lyginni. Hjá Persum, ţar sem Zaraţústratrú er ađ breiđast út, er nánast sáluhjálparatriđi ađ ljúga ekki, en Grikkir eiga sér engan samsvarandi siđagrunn og ljúga fyrst og fremst af ţví ađ ţeir hafa svo ómćlt hugmyndaflug. (Fyrir vikiđ ćtti frásögn Cyrusar Spitama ađ vera áreiđanlegri en Heródótosar!) Kínverjar hinir fornu eru hins vegar óútreiknanlegir, mćla oft óljósan hálfsannleika vafinn í orđskrúđ, en ljúga líka ađ ástćđulausu, ánćgjunnar einnar vegna. Cyrus Spitama er nokkurs konar Marco Polo (eđa jafnvel Gulliver) fornaldarinnar, sem rekinn er áfram af forvitni um mannlega hagi og sér margt ótrúlegt. Eins og hann segir á einum stađ: "Ef ţú ferđast nógu langt kemstu ađ ţví ađ hćgri verđur vinstri, upp verđur niđur og norđur suđur." Vel ađ merkja, í bókinni er ađ finna sćg spakmćla og meitlađra hnyttiyrđa af ţessum toga. Ein kjarnyrt setning lýsir Kína: "Of margt fólk, of fáir hlutir." Enn ein speki Cyrusar rennur varla ljúf ofan í feminista nútímans, ţótt ég telji ađ Vidal kćri sig kollóttan um: "Konur lađast alltaf ađ valdi. Ég held ađ ekki geti veriđ til svo blóđţyrstur landvinningamađur ađ flestar konur myndu ekki af fúsum og frjálsum vilja leggjast međ honum í von um ađ eignast son, sem gćti orđiđ í einu og öllu jafn vćgđarlaus eins og fađirinn." Eđa meitluđ speki, sem eignuđ er Konfúsíusi og líkir ágćtlega manneskjulegri viđmiđun hans: "Himnarnir eru fjarri, mađurinn nćrri."

 

Persinn víđförli verđur vitni ađ margvíslegum stórhátíđum og viđburđum, ţ. á. m. magnađri indverskri hestafórnarhátíđ, persneskri konungsvígslu og ţjóđhöfđingjaútför í Kína, í síđastnefnda tilvikinu međ tilheyrandi mannfórnum. Eftirminnilegt er ţegar hann er viđstaddur helgiathöfn vegna kínversks nýárs í Chou-ríkinu, ţar sem saman virđast komnir allir ţjóđhöfđingjar kínversku ríkjanna (sem eru 15 talsins), en svo reynist allt ađ meira eđa minna leyti platfurstar eđa leikarar. Ţađ er í senn styrkleiki og veikleiki frásagnarinnar ađ Cyrus Spitama hrćrist langmest í efri lögum samfélagsins; lýsingar á lífi og kjörum alţýđu eru heldur fyrirferđarlitlar í bókinni. Sumt virkar ekki ýkja trúverđugt í frásögn Cyrusar Spitama (ekki frekar en Heródótosar) og leikur höfundurinn Vidal sér ţá ađ lesandanum eins og köttur ađ mús. Stundum nálgumst viđ sviđ hins mýţólógíska: Ţannig er Cyrus lengi í Kína í fylgd međ hálfgeggjuđum drekabana og drekabeinasala (sem jafnframt er hertogi yfir ímynduđu ríki), en drekum hefur fćkkađ mjög á ţeim slóđum vegna ásćlni mannanna, ţví miđur. Samt er á einum stađ lýst kostulegu atviki, sem gćti veriđ átök hins léttklikkađa hertoga viđ dreka inni í bambusţykkni, en um leiđ gefiđ í skyn ađ ţetta hafi bara veriđ vatnabuffali, sem fćldist og slapp. Cyrus, eins og ađrir fornaldarmenn, trúir alveg á tilvist dreka og hafmeyja. Framandi verur lifa á framandi slóđum.

 

Samkvćmt Cyrus Spitama er bókarheitiđ Creation sprottiđ af ţví ađ Persinn forvitni hefur áhuga á ađ kynna sér sköpunarsögu, trúarbrögđ og heimspeki hinna ýmsu ţjóđa. Cyrus Spitama er ţannig í reynd fyrsti samanburđartrúarbragđafrćđingurinn. Titillinn vísar ţó líklega frá hendi höfundar til hins merka mótunartíma menningarinnar, ţegar fyrstu nafngreindu stórmenni sögunnar tóku ađ stíga fram, ţeir sem skópu og mótuđu vestrćna jafnt sem austrćna menningu. Annars er ţađ Konfúsíus, sem fćr mest rými og jákvćđasta umfjöllun í Creation - máske má draga ţá ályktun ađ Vidal finni helst til samsömunar međ honum, ţótt ekki sé ţađ einhlítt og dregnar séu fram vissar mótsagnir í kenningum kínverska spekingsins. Ţá er einnig gefiđ í skyn ađ Cyrus Spitama gćti veriđ ábyrgur fyrir ađ flytja hugleiđingar um eđli hins góđa yfir hálfan hnöttinn - frá hinum deyjandi Konfúsíusi til hins upprennandi Sókratesar.

 

Ekki veit ég alveg hvar ég á ađ stađsetja Creation međal sögulegra skáldsagna, sem ég hef lesiđ um fornöldina. Ef til vill utan viđ og til hliđar, ţví ađ hún er frábrugđin flestu sem ég hef lesiđ - samt blátt áfram og engan veginn yfirgengileg, nema í umfangi. Hún er allt í senn ferđasaga, ćvintýri, frćđirit, orđrćđa um eđli stjórnmála, trúarbragđa og heimspeki. Framan af hafđi ég á tilfinningunni ađ ég hefđi fullt eins getađ lesiđ fjórar vandađar frćđibćkur í röđ, um Grikkland á 5. öld f.Kr., um Persaveldi á sama tíma, um N-Indland um daga Búddha og um Kína á tímum siđspekinganna miklu. En ţegar líđur á söguna vex kjötiđ á beinunum og verđur um síđir gríđarmikiđ - enda ţarf ţađ ađ vera til ađ teyma lesandann 650 blađsíđur. Bókin er ígildi fjögurra frćđibóka - og miklu meira. Ekki er hún samt međ öllu gallalaus. Cyrus Spitama er á köflum hálfgerđur spýtukarl, tvívíđur karakter, sem á sér lítiđ persónulegt líf, en eltist viđ hugmyndir um trú og heimspeki. Einnig virđast ferđalögin sjálf á milli menningarsvćđa, sem ćttu ađ vera löng, rúmfrek og ćvintýraleg, ganga furđu hratt fyrir sig. Ţannig ferđast Cyrus Spitama á hálfri blađsíđu frá Persíu ađ uppsprettu Gulafljóts í Kína - honum liggur augljóslega reiđinnar ósköp á ađ komast í málfćri viđ spekingana miklu. Og ef einhver vćntir ţess ađ hér sé ađ finna lýsingar á safaríku kynlífi, sem ku einkenna ýmis verk Vidal, ţá er Creation afspyrnu ţurr og nánast snauđ í ţeim efnum - en ţađ eykur styrk hennar fremur en rýrir: Ekkert klám hér, takk. Og ţrátt fyrir fáeina annmarka eru kostirnir viđ bókina langtum fleiri. Verđ ég ađ segja, eins og er, ađ eftir lestur hennar tek ég hatt minn ofan fyrir Gore Vidal. Hann er tvímćlalaust stórhöfundur.

 

----

Dálítil aukapćling um sögulegar skáldsögur, sem eiga ađ gerast í fornöld. Ţvert yfir bókarkápu ţeirrar útgáfu af Creation, sem ég las, gat ađ líta ummćli Anthony Burgess um Gore Vidal: „Our greatest living historical novelist." Eiginlega varđ ég hvumsa, ţví ađ í mínum eigin augum var Burgess sjálfur fremstur höfunda sögulegra skáldsagna (Man of Nazareth, Kingdom of the Wicked o.m.fl.). Nú er svo ađ ég man ágćtlega eftir ţví hvernig ţeir skáldbrćđur klöppuđu hvor öđrum á öxl fyrir 20-30 árum, Burgess (d. 1993) og Vidal, og ţótt mér finnist Creation mjög góđ bók, ţá set ég Burgess enn í fremra sćtiđ. En tilvitnunin varđ mér tilefni til ađ íhuga hinar fjölmörgu sögulegu skáldsögur um fornöldina, sem ég hef lesiđ, enda er mađur ósjálfrátt í stöđugum samanburđi viđ hiđ lesna, ţegar ný bók er tekin upp.

 

Ţegar lestri Creation lauk, hafđi ég ađ meira eđa minna leyti boriđ hana saman viđ ţćr skáldsögur, sem ég hef lesiđ um svipađa tíma. Lćt ég fylgja hérmeđ aukafróđleik um ţau efni. Fyrst komu upp í hugann 2 prýđisgóđar skáldsögur annars Bandaríkjamanns, Stephen Pressfield, sem gerast líka á 5. öld f.Kr. Sú fyrri er Gates of Fire (um Spartverja og vörnina í Laugaskörđum) og sú síđari Tides of War (um Aţeninga og Pelópsskagastríđin). Fyrir um 25 árum las ég 2 býsna magnađar skáldsögur eftir Mary Renault, en man bara nafniđ á annarri, sem hét The Persian Boy. Ţessar sögur gerđust vissulega (ađ hluta) í Persaveldi, en ţađ var um daga Alexanders mikla seint á 4. öld f.Kr. Einhvern tíma las ég grein eftir bandaríska rithöfundinn Steven Saylor, ţar sem hann bar saman sögulegar skáldsögur Renault og Vidal, og komst ađ ţeirri niđurstöđu ađ sú fyrrnefnda skrifađi eins og tilfinningaţrungiđ grískt harmleikjaskáld (les: Evrípídes), en Vidal eins og yfirvegađur rómverskur patrisíi - ég get alveg fallist á ţann samanburđ. Fjórđa öldin f.Kr. er einnig atburđatími hinnar frábćru morđgátu Skuggaleikja - eđa The Athenian Trilogy, eins og enska ţýđingin hét, sem ég las - eftir Jose Carlos Somoza. Nokkrar skemmtilegar sakamálasögur úr bókaflokkum um forn-rómverskan tíma hef ég einnig lesiđ, einar 4 eftir Steven Saylor um einkaspćjarann Gordianus, sem starfar um daga Cícerós og Cćsars, og líklega einar ţrjár eftir skáldkonuna Lindsay Davis um Falco, sem leysir flóknar morđgátur um daga Vespasíanusar og Dómitíanusar. Einnig man ég eftir bók eftir skáldkonu, sem hét Marilyn Todd; bókin hét I Claudia (augljós referens í Robert Graves) og var afspyrnuvond.

Báđar bćkur Graves um rómverska keisarann Kládíus eru vitaskuld fyrir löngu orđnar klassík, ţótt heldur hafi mér ţótt ţćr seigar undir tönn, ţunglamalegar og međvitađ bókmenntalegar. Ţrekvirki mikiđ ţótti mér ađ lesa á árunum 1995-2000 allar sex hnausţykku bćkurnar sem Colleen McCullough skrifađi í hinni stórmerkilegu Masters of Rome-seríu - hver bókin fyrir sig var lengri en Creation. Skáldsaga Marguerite Yourcenar um Hadríanus er vitaskuld ţrekvirki, sem minnir sumpart á Julian Gore Vidal. Enn má nefna bók Austurríkismannsins Christoph Ransmayr, Hinsti heimur, sem fjallar um útlegđ Ovidíusar í Tomi viđ Svartahaf, skáldsaga sem byrjar afar vel, en kođnar niđur í póst-móderníska upplausn. Svo má auđvitađ tiltaka eldgömlu bćkurnar, til dćmis Kyrtilinn (The Robe, kom út á íslensku í 3 bindum minnir mig), heldur gamaldags skáldsögu Lloyd C. Douglas, en eftir henni var gerđ kvikmynd, sem kom Richard Burton á kortiđ sem stórleikara í kringum 1950. Önnur sagnfrćđilega úrelt skáldsaga, Ben-Hur eftir Lew Wallace, var kvikmynduđ fáum árum síđar (og Vidal lagđi sjálfur hönd á ţađ handrit, ţótt hann fengi ekki kredit fyrir) og rétt eftir 1960 kom hin stórgóđa bók Howards Fast um Spartacus á hvíta tjaldiđ, sú eina af ţessum ţremur ţar sem bókin er kvikmyndinni fremri. Hina frćgu bók Pólverjans Henryk Sienkewiecz, Quo vadis?, sem er í flokki međ Ben-Hur sem 19. aldar skáldsaga um forn-rómverska tíma, las ég aldrei, en rámar örlítiđ í kvikmyndina. Ţá á ég ólesinn nokkuđ vinsćlan Imperium-bókaflokk Roberts Harris, um tíma Cíceros og Cćsars, en ég hef lesiđ svo mikiđ um ţađ tímabil ađ ég er heldur blasérađur af ţví.

Til sögulegra skáldsagna um fornöldina má vćntanlega einnig setja hinn afspyrnuslaka og tvívíđa bókarflokk Frakkans Christian Jacq um Ramses II. og svo má bćta viđ einni Agöthu Christie-ráđgátu, sem gerist í Egyptalandi ađ fornu; nafniđ hefur glutrast mér úr minni, en ég man eftir ađ mér ţótti hún snöggtum betri sem ţjóđlífslýsing en sem sakamálasaga.

 

Ţetta er orđiđ langt og eflaust gleymi ég einhverju ... En hvar stađset ég ţá Creation í ţessari upptalningu? Máske ekki í fyrsta sćtiđ, en ţó tvímćlalaust međal fimm efstu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Snćvar Jónsson

Ţakka ţér fyrir ţessa fróđlegu og skemmtilegu greinargerđ, Helgi.

Ţetta er sannarlega áhugavert lesefni sem ţú vísar hér til.

Kristinn Snćvar Jónsson, 27.7.2012 kl. 01:57

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Takk, takk, stórgóđ greinargerđ "Titillinn vísar ţó líklega frá hendi höfundar til hins merka mótunartíma menningarinnar, ţegar fyrstu nafngreindu stórmenni sögunnar tóku ađ stíga fram, ţeir sem skópu og mótuđu vestrćna jafnt sem austrćna menningu."

Ég hef lesiđ "Creation" 3 sinnum og hún bara batnar og Cyrus minnkar!

Vil einnig bćta viđ ţinn fína lista trílógíunni um Alexander mikla.

1. child of a dream

2. The sands of Ammon

3. The ends of the Earth

eftir Valerio Massimo Manfredi.

(stórkostlegt verk sem ţú hefur sennilega lesiđ)

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 27.7.2012 kl. 06:42

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

http://www.youtube.com/watch?v=_OG1PYxaVWU&feature=related

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 27.7.2012 kl. 06:56

4 Smámynd: Helgi Ingólfsson

Kristinn (aths. 1):

Takk fyrir jákvćđ ummćli. "Creation" er í alla stađi fróđleg bók - ţađ er sennilega ţađ lýsingarorđ, sem lýsir bókinni best. En hún er líka bráđskemmtileg.

-----

 Anna (aths. 2-3):

Ég kalla ţig duglega ađ hafa lesiđ "Creation" ţrisvar. En ég er ekki í nokkrum vafa um ađ ég eigi eftir ađ lesa hana a.m.k. einu sinni aftur.

Í augnablikinu er ég ađ skođa Heródótos ađ nýju, til ađ meta ađ hvađa marki Vidal reisir á honum - og ađ hvađa marki hann víkur frá. Ţví ađ ţrátt fyrir allt, ţá er Heródótos frumheimild um margt sem nefnt er í "Creation", jafnvel safaríkar sögur um ráđabrugg og skandala viđ persnesku hirđina (drykkjuskapur og kvennafar Xerxesar o.m.fl.)

En mér finnst algjör snilld hvernig Vidal skautar í einni setningu yfir hina frćgu vörn Leonídasar og 300 Spartverjanna í Laugaskörđum. Cyrus Spitama lýsir ţví einhvern veginn á ţennan veg: "Herferđin frá Ţrakíu til Aţenu gekk vel; á leiđinni felldum viđ Spartverjakonung og alla hermenn hans." Og síđan er haldiđ beint inn í frásögnina af ţví ţegar Aţena var brennd.

-----

 Verk Manfredi hef ég oft heyrt um, en ekki lesiđ enn. Eins og ég segi stundum: "Svo mikiđ til af góđu lesefni og svo stutt ćvi! Ranglátt!" En nú hefur Manfred, fyrir ţitt tilstilli, fćrst framar á minn "reading-bucket-list".

Helgi Ingólfsson, 27.7.2012 kl. 11:08

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband