Mennirnir með bleika þríhyrninginn: Áhrifamikil bók komin út á íslensku

Fyrir ári bloggaði ég um afar merkilega og áhrifaríka erlenda bók, sem heitir Mennirnir með bleika þríhyrninginnsjá hér. Þykir mér sannkallað ánægjuefni að sjá að bókin sú er nýútkomin á íslensku. Hún hefur að geyma frásögn homma, sem lifði af hörmungar útrýmingarbúða nasista. Sagan er sögð umbúðarlaust og blátt áfram, og verður máske átakanlegri og harkalegri fyrir vikið. Þótt hommar séu í forgrunni, þá er sagan í reynd minnisvarði um hörmungar allra þeirra, sem lentu undir þessu andstyggilega oki. Veitt er fádæma innsýn í sjálfsbjargarviðleitni manna; hve langt þeir eru reiðubúnir að seilast til að hjara; hve miklu þeir eru viljugir að fórna af mannlegri reisn til að hanga í líftórunni. Þótt Mennirnir með bleika þríhyrninginn verði seint talin skemmtilestur, þá er þetta mjög þroskandi og upplýsandi lesning, sem ég get mælt með. Bók sem þessi hlýtur að eiga sér lesendahóp langt út fyrir samfélög samkynhneigðra - efni hennar er í reynd siðferðilegar spurningar um grimmd, sjálfsbjargarviðleitni og mannlega reisn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir að vekja athygli á þessari bók Helgi.

Jóhanna Magnúsdóttir, 12.8.2013 kl. 12:50

2 Smámynd: Helgi Ingólfsson

Takk, sömuleiðis, Jóhanna (aths. #1). Þetta er holl lesning hverjum manni, þótt ekki sé hún ávallt fögur. Bestu kveðjur.

Helgi Ingólfsson, 12.8.2013 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband