Óbreyttur bogliđi í Hundrađ ára stríđinu

Harlequin CornwellHvernig var líf bogliđa í ţjónustu Játvarđar ţriđja Englandskonungs viđ upphaf Hundrađ ára stríđsins? Hvađa lífsgleđi gat hann notiđ og hvers konar harma upplifađ? Hvernig ţoldi hann vetrarkulda og sumarbreiskju í herferđum um Norđur-Frakkland og hvernig fór orrustan frćga viđ Crécy fram? Öllum ţessum spurningum og miklu fleiri svarar Bernard Cornwell fádćma vel í skáldsögu sinni, Harlequin.

Cornwell er firnagóđur skáldsagnahöfundur og langt yfir međallagi ţegar höfđ eru í huga gríđarleg afköst hans. Ef ţađ er einhver mćlikvarđi, ţá er Beta Bretadrottning fyrir löngu búin ađ ađla hann međ OBE eins og McCartney og Elton John. Fyrir 15 árum eđa svo las ég í einni beit sex bćkur eftir Cornwell, hverja annarri betri. Ţar bar langhćst ţríleikur um Arthúr og Merlín (The Warlord Trilogy), einkar frískleg, frumleg, raunsć og athyglisverđ túlkun á annars útjaskađri ţjóđsögu. Frćgustu bćkur Cornwells munu samt bćkur hans um Sharpe liđţjálfa, sem orđnar eru yfir 20 talsins, en eftir ţeim voru búnar til allfrćgar sjónvarpsmyndir, sem gerđu leikarann Sean Bean ađ stórstjörnu. Af öllum bókunum um Sharpe hef ég ţó ađeins lesiđ tvćr.

Langflestar skáldsögur Cornwells eru sögulegs eđlis og ţá gjarna tengdar hernađi og grimmilegum átökum. Hann hefur skrifađ langa bókaflokka um tíma Arthúrs, víkingatímann á Englandi, hundrađ ára stríđiđ og Napóleonsstríđin – og ţrátt fyrir ađ stríđ séu miđlćg í bókum hans, međ öllum sínum hörmungum og hryllingi virđist uppsprettan óţrjótandi.

Ţví er Cornwell nefndur hér ađ ég endurlas nýlega bók eftir hann, Harlequin. Hún kom út rétt eftir aldamót og las ég hana fyrst skömmu síđar, fyrir rúmum áratug, en í samrćmi viđ stefnu mina ađ endurlesa sem flestar góđar bćkur á seinni hluta ćvinnar las ég hana aftur nú í sumarfríinu.

 

Harlequin gerist viđ upphaf Hundrađ ára stríđsins á 14. öld og hefur sem lykilpersónu ungan bogliđa, Thomas frá Hookton. Heimabćr hans hefur veriđ lagđur í eyđi og hann hefur gengiđ til liđs viđ innrásarher Englendinga á Bretagne-skaga, enda flinkur međ bogann. Fyrir ókunna má nefna ađ í Hundrađ ára stríđinu unnu enskir bogliđar stórafrek, vopnađir bogum frá sínum heimaslóđum, svokölluđum langbogum, og höfđu jafnan betur en Frakkar vopnađir “nýtísku” lásbogum. Einnig berjast menn ţarna miđaldalega sem riddarar á hestbaki, ţótt hofmóđurinn fari ţverrandi. Ţá eru menn einnig ađ prófa sig áfram međ frumgerđir af fallbyssum og skotvopnum – og sjá litla framtíđ í ţeim. Bókinni lýkur síđan međ nćstum hundrađ blađsíđna lýsinga á ađdraganda orrustunnar viđ Crécy og átökunum sjálfum. Sú orrusta er jafnan talin međal ţeim mikilvćgustu í sögu Evrópu, ţví ađ međ sigri ţar komst Hundrađ ára stríđiđ á skriđ og Englendingar tryggđu ađ Frakkar yxu ekki öđrum ţjóđum Evrópu yfir höfuđ löngu fyrr en raunin varđ.

Styrkur Harlequin liggur í ýmsu. Varđandi sögulegan áreiđanleika sýnist mér erfitt ađ gefa höfundi annađ en 9.5 í einkunn. Og hann kann ţá list ađ búa til nćr ómótstćđilega blöndu klisju og frumleika. Hann ţrćđir sjaldséđan milliveg vćntinga og hins óvćnta. Oft virđist sagan stefna í hefđbundna átt – á tímabili hélt ég jafnvel ađ hún yrđi rómantísk ástarsaga – en síđan er lesandinn löđrungađur rćkilega og hryllingur, nauđganir, ofbeldi og stríđsógnir blása burt allri rómantík. Lykilpersónur eru myrtar fyrirvaralítiđ, ţeim nauđgađ eđa ţćr hrekjast á faraldsfót – hér skal máske hafa um fćst orđ til ađ upplýsa ekki um framgang sögunnar. Látum nćgja ađ nefna ađ hún kemur margoft á óvart.

Stíll bókarinnar er látlaus og einfaldur og frćđandi á ţann hátt ađ upplýsingum er dreift jafnt án ţess ađ íţyngi sögunni eđa atburđarásin hökti. Slíkt kann ađ virđast áreynslulítiđ en krefst í raun kunnáttu og ţekkingar. Og ţegar upp er stađiđ tekst Cornwell ađ ná fram sérstökum stíl og sinni eigin rödd međ andstćđunum í ţví sem hann lýsir, fegurđinni og ljótleikanum, ţess sem lesandinn vćntir og hins óvćnta. Einna helst er ađ orrustan viđ Crécy, međ ađdraganda sínum, verđi full fyrirferđarmikill hápunktur – nćstum hundrađ blađsíđur í 500 síđna bók.

Persónusköpun í Harlequin međ ágćtum. Lykilpersónur eru dregnar skýrum dráttum og ţeirra meginkostur er ađ ţćr eru blandađar ađ eđli. Thomas frá Hookton kann ađ vera hjartahreinn, en hann er einnig hégómlegur (hann ber sítt, svart hár sitt í tagli sem hann bregđur bogastreng um) og hann tekur oft ţátt í ofbeldisverkum, bćđi í atvinnuskyni og af öđrum hvötum. Höfuđandstćđingur hans í bókinni, Sir Simon Jekyll, er ef til vill helst til vćgđarlaus og einsleitur illvirki, en ţó jafnvel kostum gćddur og sýnir jafnvel af sér góđmennsku viđ tilteknar kringumstćđur. Ţađ eru samt máske minni háttar persónur, sem eru öđrum eftirminnilegri: Mordecai, kaldhćđinn lćknir af Gyđingaćttum, sem telur öruggustu sjúkdómsgreininguna felast í ađ bragđa á hlandi sjúklingsins; munkurinn Germain, sem er fróđleiksnáma um sögu og helga dóma, en kann ađ efast í trúnni á sinn hátt, enda veit hann um klaustur sem geymir ţrjár forhúđir af ungbarninu Jesú; hinn vígreifi klerkur Hobbe sem hatar Frakka eins og pestina. Karakterar af ţessum toga detta inn í söguna frá fyrstu blađsíđu til síđustu og glćđa hana lífi og gamansemi.

Best tekst Cornwell ţó máske ađ bregđa upp lifandi mynd af stríđsátökum, međ öllum ţeim hryllingi sem fylgir. Ţar er ekkert fćrt undan og ekkert fegrađ. Hestar kviđristir jafnt sem hermenn; ţegar kemur á blóđugan vígvöllinn hverfur öll riddaraleg hofmennska á augabragđi. Og jafnvel mitt í hryllingnum, á ögurstundu ţegar um líf og dauđa er ađ tefla og grimmdin er skefjalaus, geta menn sýnt af sér göfugar hliđar: Hugdirfđ og fórnarlund. Mikill hluti hernađar, sem fram fer í Harlequin, lýsir umsátrum og ţegar borgir falla verđa fórnarlömbin fyrst og fremst almennir borgarar. Mannslíf verđa einskis metin: Morđ, rán, nauđganir og allsherjar eyđileggging eru óhjákvćmilegu fylgifiskar stríđs, sama hversu menn vilja hafa hlutina á annan veg. Og líf hermanna er enginn dans á rósum: Ţeir ţola hungur og pestir, hollusta er til sölu hjá mörgum, svik og prettir á hverju strái og hermennnirnir ragna hraustlegar en Kolbeinn kafteinn. Einn óhugnanlegur ţátturinn í stríđsrekstri 14. aldar voru tortímingarleiđangrar, sem farnir voru um sveitir í grennd viđ umsetnar borgir, bćđi til ađ afla matvćla fyrir umsátursherinn, en ekki síđur til ađ valda almennri ógn og skelfingu um sveitir til ađ draga úr baráttuţreki andstćđingsins. Öllu ţessu er lýst ofan í smćstu atriđi í Harlequin.

Annar firnasterkur kostur bókarinnar birtist í kraftmikilli samfélagsmynd. Stéttarskipting er ströng og afdráttarlaus; ţeir heppnu hafa fćđst sem ađalsmenn, síđan eru hin ógćfusamari alţýđa, og inn á milli ţessarar tvískiptingar danglar fjöldi samfélagshópa. Kirkjuhöfđingjar standa nćr ađlinum, sóknarprestar nćr alţýđu. Sumir ađalsmenn hafa falliđ ofan í fátćkt og vilja rífa sig upp, einhverjir tilheyra kaupmannastéttum og hafa gifst inn í ađalsćttir, oft í óţökk ţeirra međ bláasta blóđiđ. Ađalsmenn leggja sér til hest og hertygi, sem er dýrt, og ţeim fylgja gjarnan fleiri vopnfćrir menn (men-at-arms), hraustir kappar, oft útrústađir af ađalsmönnum. Miklu skiptir hvort menn fćđist skilgetnir eđa sem bastarđar. Og sem viđ er ađ búast í stríđssögu er heimur karlmanna í forgrunni. Fáeinar kvenpersónur eru ţó í burđarhlutverkum, oftast óţarflega fallegar, en ţćr eru jafnan varnarlitlar nema ţćr eigi sér volduga verndara. Ţá er togstreita ólíkra fylkinga innan hersins skýrt dregin fram – bogliđar og riddarar lenda stundum í stćlum ţótt ţeir neyđist til ađ vinna saman. Ţegar kemur ađ ţví ađ ráđast inn í borg eđa berjast á vígvelli gildir mestmegnis eitt lögmál: Hver mađur fyrir sig. Enn má nefna ađ valdastigi innan hersins, allt frá kokki upp í kóng, kemur ađdáunarlega vel fram. Játvarđur Englandskonungur og Filippus Frakkakonungur stíga lítillega fram í bókinni, ţó sem heldur fjarlćgar og upphafnar persónur.

Cornwell er ţó ekki óskeikull fremur en ađrir höfundar og stundum sýnist mađur hann hafa annađ augađ fullmikiđ á mögulegri bíómynd gerđri eftir sögunni. Samskipti Thomasar frá Hookton og franska riddarans Guilliame d´ Evecque eru heldur ólíkindaleg, sem og samdráttur bogliđans og Elenóru. Ţá er reynt ađ trođa fullmiklu inn í líf Thomasar sumariđ 1346; hann lifir flökkulífi međ Jeanette fram yfir mitt sumar, tekur ţátt í umsátrinu um Caen (sem átti sér stađ 11. júlí 1346, ţótt dagsetning sé ekki nefnd), er ţar nćstum drepinn, en tekst á nćstu vikum ađ ná heilsu, öđlast djúpa vináttu Guillaume, vinna ástir Elenóru og elta uppi enska herinn svo ađ hann sé tilbúinn í bardagann viđ Crécy ţann 26. ágúst (dagsetning sem Cornwell nefnir). Hér er höfundur augljóslega í vandrćđum međ ađ láta veruleika mannkynssögunnar og lögmál skáldsögunnar ganga upp.

 

Ţegar ég las Harlequin fyrst fyrir tólf árum eđa svo, vissi ég ekki ađ hún yrđi fyrsta bókin í ţríleik; ekkert á bókarkápu míns eintaks gefur til kynna ađ höfundur hyggist halda áfram. Sú mun ţó hafa veriđ raunin, svo ég verđ líklega ađ fara svipast um eftir seinni bókunum. Ekki nóg međ ţađ, heldur var titli sögunnar breytt fyrir Bandaríkjamarkađ og mun hún (eđa allur ţríleikurinn) heita ţar The Archer´s Tale. Hvađ sem ţví líđur, ţá get ég óhikađ mćlt međ Harlequin sem sjálfstćđu skáldverki. Á Goodreads gefa um 11 ţúsund lesendur henni međaleinkunnina 4.08 (af 5 mögulegum) sem ţykir býsna hátt, sérstaklega ţegar svo margir eru um einkunnagjöfina. Og ég sé ađ ég ţarf brátt ađ snúa mér ađ ţví ađ endurlesa The Warlord Trilogy eftir sama höfund – í minningunni voru ţćr stórkostlegar.


Um vinnulag í dómskerfinu

Er ég sá eini á öllu landinu, sem ţykir undarlegt ađ prófessor í fjármálaverkfrćđi, sem eftir ţví sem ég best veit hefur ekki yfir ađ ráđa neinni sérţekkingu í dómstörfum og eftir ţví sem ég best veit hefur ekki nokkra reynslu á ţví sviđi, skuli geta dćmt í dómsmáli? Auđskiljanlegt finnst mér ađ hćgt sé ađ kalla sérfróđa menn sem dómskvadda matsmenn til ađ ađstođa viđ og upplýsa um sérfrćđileg úrlausnarefni fyrir dómi, en ađ ţeir skuli líka getađ kveđiđ upp dóma sem fullgildir međdómarar í fjölskipuđum hérađsdómi – er ţađ virkilega hinn eđlilegi framgangsmáti í íslensku réttarkerfi?


Og ef svariđ er já, hljóta ţá ekki í ljósi framvindu í nýlegu dómsmáli, sem ég veit ađ ýmsum ţykir afar sérkennileg, ađ vakna ýmsar vangaveltur? Eins og til dćmis, hvernig slíkur tiltekinn mađur er valinn til dómstarfa, ţ.e. hver benti á hann, hverja ađra var bent á, hvernig fór val hans fram, hver úrskurđađi hann hćfari en ađra og hvađa ađilar samţykktu eđa ţurftu ađ samţykkja valiđ? Og á hverjum hvílir skylda um ađ upplýsa um möguleg hagsmunatengsl (af hvađa toga sem er) og ţá einnig gagnvart hverjum?


Spyr sá sem ekki veit. Er ekki sú stund runnin upp ađ almenningur sé upplýstur nánar um vinnubrögđ í dómkerfinu? Ţarf máske ađ opna umrćđu um hvađ teljist eđlilegt í ţeim efnum?Af refsigirni

Ég er mjög hugsi yfir ţeim fréttum gćrdagsins ađ ríkissaksóknari hafi lagt fram ákćru á hendur heilbrigđisstarfsmanni, sem og spítala, vegna mistaka í starfi, sem leiddu til ţess hörmulega atburđar ađ sjúklingur lést. Nú er svo ađ sérstaklega er mikil ţörf á ađgćslu og nákvćmnum vinnubrögđum í heilbrigđiskerfinu, ţar sem mistök geta reynst afdrifarík og jafnvel banvćn, eins og virđist hafa átt sér stađ í ţessu sorglega tilfelli. Hins vegar er svo ađ aldrei er hćgt ađ byggja upp mistakalaust samfélag, sama á hvađa sviđi er, og mistökin eru međ ţví mikilvćgasta sem skilgreinir mennsku okkar allra. Allir gera mistök – starfsmenn ríkissaksóknara líka. Mér vitanlega telur enginn viđkomandi heilbrigđisstarfsmann hafa valdiđ mannsláti af ásetningi (ef um slík tilvik vćri ađ rćđa, vćri ţađ allt önnur umrćđa). Hér er ţví í sjálfu sér fyrst og fremst um ađ rćđa spurningu um hvar ábyrgđ liggi í málinu.

 

Já, hver ber mesta ábyrgđ fyrir ţví hvernig komiđ er fyrir heilbrigđiskerfinu, međ látlausum niđurskurđi og viđstöđulausri og nánast ómanneskjulegri kröfu um hagrćđingu? Ţađ er einfaldlega ríkisvaldiđ, nánar tiltekiđ hiđ háa Alţingi, sem ákveđur fjárveitingar til ţessa málaflokks. Ţar hefur á undangengnum árum og jafnvel áratugum veriđ skoriđ viđ nögl, sem leitt hefur til lćgri launa starfsfólks, versnandi starfsumhverfis og ómanneskjulegs vinnuálags. Er ţađ ekki fjárveitingarvaldiđ, sem ćtti ađ sitja hér á sakamannabekk, frekar en ógćfusamur heilbrigđisstarfsmađur? Er eitthvađ ţví til fyrirstöđu ađ ríkissaksóknari bćti viđ ţeim Alţingismönnum, sem samţykktu naum fjárlög til heilbrigđismála fyrir áriđ 2012 – áriđ sem mistökin áttu sér stađ – í hóp ákćrđra í ţessu máli? Jafnvel má fara lengra aftur í tímann og tína til alla ţá Alţingismenn, sem mundađ hafa niđurskurđarkuta í heilbrigđismálum. En ríkissaksóknari hefur bara ţröngan skilning á ábyrgđ, orsök og afleiđingu, eđa hvađ?

Ţađ er athyglisvert ađ fréttin um ákćru ríkissaksóknara birtist sama dag og greint var frá í fréttum ađ dómur yfir kynferđisbrotamanni hefđi veriđ skilorđsbundinn í undirrétti vegna dráttar í málsmeđferđ hjá ríkissaksóknara. Á ţeim tíma, sem dráttur varđ á undirbúningi í máli kynferđisbrotamannsins, var vćntanlega veriđ ađ undirbúa kćruna gegn heilbrigđisstarfsmanninum eđa hvađ? Segir ţetta okkur eitthvađ um forgangsröđ hjá embćttinu? Er ţetta sú afgreiđsla sakamála, sem viđ viljum sjá í framtíđinni?

Benda má á ađ ţađ eru ekki nafnlausir embćttismenn, sem taka ákvörđun um ađ ákćra heilbrigđisstarfsmanninn og spítalann. Ţetta eru nafngreindir einstaklingar í háttsettum embćttum. Vafalítiđ er ţađ gert í góđri trú og á grundvelli túlkunar embćttisins á tilteknum lögum, en bent hefur veriđ á ađ ákvörđun um ţessa ákćru geti valdiđ grundvallarbreytingum á samfélagsgerđinni sjálfri. Í ljósi ţess, vćri ţá ekki eđlilegt ađ fram fćri umrćđa í samfélaginu um slík grundvallaratriđi og ađ umrćddir embćttismenn útskýrđu hvađ liggi ađ baki ţessari kćru? Til dćmis mćtti rćđa, hvers vegna er kćrt núna, ef ekki hefur svo veriđ gert út af mistökum fyrri ára? Hafa orđiđ einhverjar ţćr breytingar á lagaumhverfinu sem réttlćta ţađ?

En nú er víst af stađ fariđ og hverjar verđa afleiđingarnar? Svo fremi sem máliđ verđi ekki látiđ niđur falla, sem máske er heilladrýgsta ákvörđunin úr ţví sem komiđ er, getur niđurstađa eingöngu orđiđ á tvo vegu: Sekt eđa sýkna. Verđi sakborningar sýknađir, ţá hljóta ţeir ađ geta höfđađ miskabótamál gegn ríkinu fyrir rangar sakargiftir – og ef mál fćru svo ađ ţeim yrđu dćmdar bćtur, vćri ţá ekki eđlilegast ađ taka ţćr af fjárveitingum ríkissaksóknaraembćttisins vegna handvammar (rétt sisvona til ađ kóróna hringavitleysuna)? Og til ađ halda gálgahúmornum áfram: Ef svo fćri ađ sýknađ vćri, vćri ţá ekki eđlilegt ađ ríkissaksóknari höfđađi mál gegn sjálfum sér vegna kostnađarsamra mistaka međ framlagningu tilefnislausrar ákćru?

Ef á hinn bóginn fćri svo ađ starfsmađurinn og spítalinn yrđu fundnir sekir, mun ţađ vafalítiđ leiđa til ţess ađ fćrri muni leita í hjúkrunarstörf í framtíđinni, erfiđara verđur ađ manna sjúkrahús međ fagfólki og mögulega verđur fjölgađ ţar ófaglćrđu starfsfólki vegna eklu – ef einhver fćst ţá til ađ ráđa sig til slíkra starfa. Svo má einnig velta fyrir sér áhrifum á ađrar stéttir opinberra starfsmanna; ţarf ţá ekki í framtíđinni ađ saksćkja lögreglumenn, slökkviliđsmenn, kennara og fleiri opinbera starfsmenn fyrir margvísleg mistök, minni og stćrri, sem ţeim geta orđiđ á í starfi? Eđa fara ákćrur af ţessum toga mögulega eftir geđţóttaákvörđun saksóknaraembćtta? Er ţessi málatilbúnađur ríkissaksóknara líklegur til ađ efla illa launađar og vinnuţrćlkađar grunnstéttir samfélagsins? Mun fólk ekki flykkjast í slík störf eftir svona vasklegu framgöngu ríkissaksóknara?

Hitt er svo augljóst ađ verđi dćmt til sektar í ţessu tiltekna og hörmulega máli, ţá má búast viđ ađ reynt verđi í auknum mćli ađ fela mistök opinberra starfsmanna, heilbrigđisstarfsfólks og annarra, ţrćta fyrir ţau eđa ţagga niđur, fremur en ađ draga lćrdóm af. Draumsýn um mistakalaust samfélag getur aldrei orđiđ ađ veruleika og síst međ ţessari nýstárlegu ákćru. Ég tek undir ţau orđ Ögmundar Jónassonar ađ hér sé af stađ fariđ međ siđferđilegt og samfélagslegt glaprćđi.


Kanadísk kona í lest yfir ísauđnina

munro runawayŢegar Alice Munro fékk Nóbelsverđlaunin á síđasta ári hafđi ég aldrei lesiđ staf eftir hana, en hélt hins vegar töluvert upp á annan kanadískan kvenkyns smásagnahöfund sem heitir Mavis Gallant. Smásagan Eitur, sem birtist í hefti TMM á síđasta ári, var ţađ fyrsta sem ég las eftir Munro. Og ég las í nýjasta hefti TMM, sem barst mér í fyrradag, ţćr skemmtilegu fréttir ađ Silja Ađalsteinsdóttir vćri ađ ţýđa smásögur Munro međ útgáfu fyrir augum.

Hvađ um ţađ, um síđustu jól sendi kanadísk vinkona, hreykin af afreki löndu sinni, mér ađ gjöf smásagnasafn Munro, Runaway (2004), sem telst víst međ hennar betri verkum. Og ég las.

Runaway inniheldur 8 smásögur, sú fyrsta ber sama nafn og kveriđ, en hver um sig heitir ađeins einu orđi – sem mér skilst ađ sé frábrugđiđ ţví sem gengur og gerist um sögur höfundar. Erfitt er ađ lýsa orđagaldri Munro – hann er einhvern veginn áreynslulaus. Munro skrifar eingöngu smásögur, en ţćr eru í lengra lagi til ađ kallast hefđbundnar og fullstuttar til ađ vera álitnar nóvellur, oft um 35 til 40 blađsíđur. Ţetta gefur henni svigrúm til ađ koma ađ hverju ţví smáatriđi, sem henni dettur í hug – eitt einkenni sagnanna er sćgur smáatriđa, ekki síst í lýsingum umhverfis eđa útlits, en ţó ţannig ađ ţeim er aldrei hlađiđ of mörgum samtímis. Ţađ sem mér dettur fyrst í hug til ađ lýsa stíl hennar er jöfn dreifing upplýsinga. Sögur hennar byrja iđulega í miđjum klíđum, lesandinn er í senn forvitinn og áttavilltur, en smám saman skýrist myndin, púslin rađast jafnt og ţétt, og höfundurinn hefur frábćrt lag á ađ koma á framfćri öllu sem máli skiptir, jafnt umhverfislýsingum sem hugsunum persóna. Misjafnt er um innihald sagnanna, hvort ţćr innihaldi dramatík eđa óvćnt hvörf eđa lýsi bara hversdagslegum atvikum. En ćtíđ er ţó ákveđin spenna fólgin í frásögninni, hversu lítilmótleg sem hún kann ađ vera. Sérstaklega eru mergjađar lýsingar á náttúru og veđurfari; ţegar sumarrigningin gengur yfir í smásögunni Runaway, ţá drýpur nánast af hverri blađsíđu. Og ađ sama skapi er tvíţćtt lýsing lestarferđa, ađ vetrarlagi og ađ sumarlagi í sögunni Chance óborganleg; stigiđ er úr lest í slíkum fimbulkulda ađ erfitt er um andardrátt; lýst hvernig fjöruborđ stöđuvatna er mismikiđ ísi lagt – ógleymanlegt. Ţekking skáldkonunnar er sýnilega yfirgripsmikil, án ţess ađ hún flíki henni beinlínis; hún getur allt í einu romsađ upp úr sér tegundum trjáa eđa blóma og fyrirvaralítiđ fariđ ađ vitna í lítt ţekktar grískar gođsögur og tengsl ţeirra viđ stjörnumerki. En ţekkingin ber aldrei sögurnar ofurliđi. Hún er meira eins og skrautiđ utan á jólatré – látlaust er ţađ fegurst.

Ţćr 9 sögur, sem ég hef nú lesiđ eftir Munro, gerast allar í Kanada, yfirleitt í smábćjum, oftar en ekki á útjađri byggđar úti viđ skóg (ysti ljósastaurinn í bćnum lýsir upp rúmiđ í ćskuherbergi Juliet í Soon). Lýsingar á ţessum stöđum eru nákvćmar og hnitmiđađar – ţetta er Kanada nákvćmlega eins og ég minnist landsins. Sjaldan berst leikurinn inn í borg, en ţó koma ţarna Toronto og Montreal og Vancouver fyrir líka.

Annađ einkenni er ađ í nánast hverri einustu sögu kemur fyrir menntamađur eđa listamađur. Látni eiginmađurinn í Eitri er ljóđskáld, ef ég man rétt, og einnig látni eiginmađur frú Jamieson í Runaway. Christa, sem verđur besta vinkona Juliet ţriggja sagna, er listakona sem sker út í viđardrumba og sjálf er Juliet í fyrstu kennslukona í grísku og latinu (enda fellur ţar eikin ekki langt frá eplinu – báđir foreldrar hennar stunduđu kennslu), en seinna spjallţáttastjórnandi í sjónvarpi. Ţótt Robin í Tricks sé hjúkrunarkona, ţá fer hún ađ sjá Shakespeare-leikrit á hverju sumri á leiklistarhátíđinni í Stratford, Ontario, sem reynist henna afdrifaríkt. Í lokasögunni, hinni löngu Powers, eru tveir örlagavaldar blađamađur og píanóleikandi lćknir. Í einni bestu sögu bókarinnar, Passion, er lykilpersónan drykkfelldur lćknir, sem ekki er leiddur inn á sviđiđ fyrr en sagan er hálfnuđ.

Eđlilega (eđa hvađ?) eru konur í ráđandi hlutverkum í sögum Munro. Eitt einkenni ţessara kvenna er hviklyndi. Ţćr eyđa löngum tíma í ađ velta fyrir sér ákvörđun, taka hana loks og sjá iđulega eftir henni. Carla hleypst ađ heiman í Runaway, en sér eftir ţví. Juliet ćtlar ađ fara ađ heimsćkja Eric í Whale Bay (Chance), en er stöđugt međ bakţanka um hvort rétt sé, einkum ţegar hún hittir ekki á leiđarenda. Juliet í annarri sögu (Soon) leggur í langferđ og heimsćkir foreldra sína, en sér eftir ţví og telur ţađ mistök (Soon). Stúlkan Lauren (Trespasses) á í miklu sálarstríđi gagnvart nýrri vinkonu á nýjum stađ, Delphine, Robin í Tricks hefur heilt ár til ađ ákveđa endurfundi og velkist í vafa – en lćtur slag standa. Óákveđnar konur, tvístígandi konur, hikandi konur – ţćr virđast ćr og kýr Munro.

Einnig eru ekkjur oft í lykilhlutverkum. Konan í Eitri er nýorđin ekkja, frú Jamieson hefur nýlega misst mann sinn (Runaway), Juliet ţriggja sagna verđur ekkja tiltölulega ung, innnan viđ fertugt. Nancy, helsti sögumađur lokasögunnar Powers, er ekkja hálfa söguna.

Margvísleg smáatriđi birtast aftur og aftur í sögunum. Kanadíska ţorpiđ – sínálćgt. Ţá kemur Grikkland merkilega oft viđ sögu, sbr. Grikklandsferđ frú Jamieson (Runaway). Juliet kennir grísku, vitnar alloft til hennar og sér Penelope dóttur sína sem eina af karýatíđunum. Enn eitt ţrálátt stefiđ er sífelld nálćgđ sjúkdóma. Frú Jamieson (Runaway) ţurfti ađ sjá um mann sinn um árabil, besta vinkona Juliet ţriggja sagna, Christa, ţjáist af MS-sjúkdómi, móđir Juliet úr krabbameini og í sögunni Tricks sér Robin um fatlađa systur sína, svo ađ fáein dćmi séu talin.

En ef ég ćtti ađ nota annađ orđ til ađ lýsa stíl Munro, mundi ég sennilega velja svalur. Og ţá á ég ekki viđ í huglćgum skilningi, heldur nánast á líkamlegan máta, eins og dálítiđ kaldur vindur nćđi um sálina viđ lesturinn. Sögurnar einkennir ákveđin tilfinningaleg fjarlćgđ og hlutlćgni; ţađ örlar varla á tilfinningasemi, flest er vegiđ út frá kaldri skynsemi. Ţetta sést t.d. greinilega á sögunni Soon, ţar sem hin tuttugu og fimm ára Juliet kemur heim međ ársgamla dóttur til foreldra sinna í fyrsta sinn. Í hugarheimi Juliet eru foreldrar hennar nánast gegnumgandi nefndir skírnarnöfnum, Sam og Sara, fremur en Dad og Mom (pör međ sömu upphafsstafi koma oftar fyrir, t.d. Clark og Carla). Ţá virđast foreldrar hennar nćsta áhugalitlir um ungbarniđ Penelope. Á svipađan hátt er fráfalli Eric og vćgast sagt óvenjulegri útför lýst án mikilla tilfinninga – Juliet, í gegnum Munro, nálgast nauđsynlegar athafnir af skynsamlegri skyldurćkni – hún er engin grátkona. Nancy í Powers, sögu sem nćr yfir heila ćvi, leggur allt í ađ rekja sögu Tessu og Ollie, en lífsförunautur hennar, Wilf, virđist algjör aukapersóna. Jafnvel ţegar tilfinningar verđa ţrúgandi, eins og ţegar Juliet óttast ađ hafa misst dóttur sína Penelope í hendurnar á sértrúarsöfnuđi (Silence). Stúlkan Lauren (Trespasses) kallar foreldra sína Harry og Eileen, ekki Mom eđa Dad. En um leiđ er Munro gćdd eiginleika, sem ég sé hjá fáum íslenskum skáldum öđrum en Gerđi Kristnýju, ađ geta látiđ ytri ađstćđur í efnisheimi endurspegla innra sálarlíf persóna.

Ţví fer víđs fjarri ađ allar sögur Munro í ţessu safni séu jafngóđar. Ţar sem ţetta eru sögur frá ţví seint á ferlinum, ţegar hún var komin um sjötugt, ţá má telja eđlilegt og óhjákvćmilegt ađ eldri konur leiki veigamikil hlutverk. En ţćr eru eins og ađrar kvenpersónur Munro, óöruggar og tilfinnningalega fjarlćgar í senn. Ţá eru nánast allir sögumenn fremur pempíulegir, ţegar kemur ađ kynlífi; ţađ á sér nánast eingöngu stađ bakviđ luktar dyr og ekki gćgst inn fyrir gćttina.

Og Munro drýgir eina höfuđsynd: Hún er aldrei fyndin. Hún kann ađ vera djúphugul og koma međ frábćrar persónulýsingar ytra sem innra – en mér stökk aldrei bros viđ lestur 350 blađsíđna. Ef hún lýsir hlátri, ţá lýsir hún bara hlátri – hún sýnir ekki ađstćđurnar, sem hláturinnn sprettur úr, afhjúpar aldrei sjálfa fyndnina. Ţađ er einna helst fađirinn Harry (Trespasses), sem hefur snefil af skopskyni í öllum ţessum sögum. Og Nancy, ađalsögumađur Powers, var býsna bírćfin á aprílgöbbum sínum sem ung stúlka í kringum 1927 – en ţađ er frekar notađ til ađ lýsa persónuleika hennar en ađ ţađ sé tilfyndiđ.

Vert er ađ skođa karlímyndina í smásögum Munro. Oft koma karlar fyrir sem ógn viđ konur, ekki síst ef ţeir eru í eldri kantinum. Stundum er sú ógn raunhćf (Eitur), en stundum á hún ekki fyllilega viđ rök ađ styđjast (Runaway). Stundum er ţetta ógn eldri karla gagnvart yngri konu, svo sem ónefndi mađurinn, sem sest gegnt Juliet í járnbrautarlestinni (Chance). Ţeir karlmenn, sem ekki eru ógn, eru ţeir sárafáu sem konur í sögumiđju lađast ađ (Eric í Chance) eđa ćttingjar, svo sem feđur (t.d. Sam í Soon og Harry í Trespasses). Og í ţessu sagnasafni, ađ minnsta kosti, er karlmađur nánast aldrei í ţungamiđju frásagnarinnar og sjaldan skođađur hugarheimur karlkynsins. Eingöngu einu sinni er sjónarhorn karlmanns (Ollie) valiđ til frásagnar og ţađ er í öđrum hluta hinnar fimmskiptu sögu Powers, ţar sem sjónarhorniđ miđast annnars alltaf viđ Nancy. Sagnaheimur Munro í bókinni Runaway er mjög kvenlćgur og karlar stundum nánast sem uppfyllingarefni. Hvort svo eigi viđ um eldri sögur hennar get ég ekki dćmt um.

Sagt hefur veriđ um Alice Munro ađ hún geti lýst heilli mannsćvi í smásögu og ţađ er rétt ađ vissu marki. En stundum er einfaldlega um ţađ ađ rćđa ađ hún lćtur sögurnar ná yfir heila mannsćvi, byrjar í ungdómi og endar í elli. Ţađ gildir t.d. um söguna Tricks og einnig um lokasöguna, Powers (sem er áberandi lengst, heilar 65 blađsíđur, og fimmskipt ađ auki). Hiđ sama má einnig segja um sögurnar ţrjár af Juliet (Chance, Soon og Silence); ţćr gerast á mismunandi ćviskeiđum.

Samantekt? Munro er kvenlćg, djúphugul, gćdd ríku innsći, frábćr í útlits-, veđur- og stađarlýsingum, međ ótrúlegt auga fyrir smáatriđum, gríđarlega kanadísk í muna og munni, en einnig stundum einsleit í efnisvali, oft ópersónuleg, ófyndin og dálítiđ pempíuleg. Ef lesandi leitar ţessara eiginleika hjá einum og sama höfundi, ţá er Alice Munro hans manneskja.


Söeborg gerđi ţađ áđur - og betur

olćsinginnŢeir sem námu dönsku í menntaskólum landsins á áttunda áratug síđustu aldar, muna sennilega eftir meinfyndnum sögum Danans Finn Söeborg á borđ viđ Saadan er det saa meget, Her gaar det godt og Navn Ukendt.*) Ţví er hann hér nefndur, ađ hann virđist hafa endurfćđst í sćnskri útgáfu undir nafninu Jonas Jonasson.

Eins og hálf íslenska ţjóđin las ég Gamlingjann sem skreiđ út um gluggann og hvarf fyrir fáum misserum og hafđi gaman af. Bókin var ekki djúpristin, en ţađ sem á skorti bćtti hún upp međ fjörlegri frásögn og vafasömum fróđleiksmolum úr mannkynssögunni.

Ţađ var ţví međ dálítilli tilhlökkun ađ ég réđst á nýjustu bók sama höfundar, Ólćsinginn sem kunni ađ reikna. Seinni bókin er hóflega frábrugđin fyrri bókinni – og samt ekki. Fer ţar fram tveimur sögum framan af: Af áhrifum blökkustúlkunnar Nambeko í S-Afríku á gang veraldarsögunnar annars vegar og sćnsku Qvist-fjölskyldunni, ţar sem sumir eru kóngahatarar, hins vegar. Sögurnar teygja sig út fyrir heimalöndin, en ţegar ţriđjungur bókar er liđinn renna ţćr saman og Svíţjóđ verđur ráđandi sögusviđ.

Víkjum fyrst ađ kostum Ólćsingjans umfram Gamlingjann: Framan af er fariđ dýpra ofan í mannkynssöguna en í fyrri bókinni. Ólćsinginn er tímabćr upprifjun ađskilnađarstefnunnar í S-Afríku og ýmsu ţví sem tengdist málefnum sunnanverđrar álfunnar á síđasta fjórđungi 20. aldar. Ţarna stíga sprelllifandi inn á sviđiđ (hvítir) forsetar landsins á borđ viđ Vorster og Botha, ásamt ýmsum öđrum ţjóđhöfđingjum, sem hér skulu ekki nefndir. Í ţessum skilningi er Ólćsinginn alvörugefnari bók en Gamlinginn, ţótt frásögnin sé ćriđ galgopaleg. Ţá er ţetta suđrćna sögusviđ stór kostur bókarinnar; ţađ er framandi og upplýsandi – en ţví miđur er ekki staldrađ ţar viđ nógu lengi. Ţess má ţó geta ađ skrifađar hafa veriđ mun betri, beittari og fyndnari ádeilur á ađskilnađarstefnuna, svo sem hinar makalausu gamansögur Tom Sharpe, Riotous Assembly og Indecent Exposure.**)

Segja má um Ólćsingjann ađ hann er sjaldnast fyrirsjáanlegur í framvindunni og kemur oft á óvart, stundum nćsta hugvitssamlega, en ađ sama skapi sveigir framvindan nćstum jafnoft inn á kjánalegar brautir. Enn á ég eftir ađ fá ađ vita hvernig fjórar manneskjur fara ađ ţví ađ lyfta 800 kílóa kassa án hjálpartćkja, eins og gerist alloft í bókinni, jafnvel ţótt tvćr ţeirra séu fílefldir karlmenn í blóma lífsins (hitt eru konur).

Í Ólćsingjanum er ferskleiki Gamlingjans ekki lengur til stađar. Sagan virkar oft međvituđ um ađ veriđ sé ađ fylgja eftir bók, sem slegiđ hefur í gegn, ţannnig ađ höfundur ţrćđir milliveg milli frumleika og vćntinga. Ekki skortir hugmyndirnar, grunnhugmyndin um kjarnorkusprengju á vergangi er ógnvekjandi súrrealískt fyndin, en oft er beinlínis illa unniđ úr snjöllum hugmyndum - ţćr virđast settar á blađ í formi minnispunkta fremur en fullskapađs bókmenntaverks. Sagan hefur ţví yfirbragđ hálfkarađrar ţankahríđar, sem hefđi átt heilmikla möguleika, ef rćkilegar hefđi veriđ unniđ úr. Gríniđ, stundum ţunnt, ber allan bođskap ofurliđi og útvatnar um leiđ alvörukenndari ţćtti sögunnar. Óbein rćđa er ráđandi á löngum köflum og lítiđ fer fyrir trúverđugum samtölum međ inntaki; helst ţjóna ţau tilgangi fimmaurabrandara. Jafnvel verra er ađ persónusköpunin í Ólćsingjanum er ekki upp á marga fiska, kannski vegna ţess hve langt er gengiđ í karíkatúr. Ţannig verđa söguhetjurnar stundum of farsakenndar til ađ hćgt sé ađ taka ţćr trúverđugar – Persónur eins og Njósnari A og Njósnari B, Holger 1 og Holger 2, Kínversku systurnar ţrjár (allar nafnlausar) og Unga reiđa konan (sem um síđir fćr nafn) – allt minnir ţetta fólk á karaktera úr bókum Söeborg, sérstaklega Navn Ukendt. Ţá er texti Jonasson stundum međ býsna gúglađri áferđ – stađreyndir (um landafrćđi, vísindi, kjarnorku o.fl.), augljóslega sóttar á netiđ, verđa aldrei beysin uppistađa í verk.

Ţýđing Páls Valssonar rennur prýđilega og er oft býsna fjörleg, sem hćfir efninu. Ţó ţótti mér sérkennilegt orđalag á stöku stađ. Sagt er ađ Brésnev Sovétleiđtogi hafi veriđ tréhestur, Andrópoff meiri tréhestur og Tsérnenko mesti tréhesturinn. Ekki hef ég sćnsku útgáfuna viđ höndina (ţar sem gćti veriđ notađ orđiđ trähäst), en ţađ hefur, held ég, enga merkingu ađ tala um tréhest á ţennan máta á íslensku og máske nćr ađ tala um eintrjáning eđa ţurradrumb. Einnig má nefna ađ nokkrum sinnum bregđur fyrir nýyrđinu ofdramb, sem ekki finnst í mínum orđabókum. Virđist ţar slegiđ saman orđunum drambi og oflćti eđa ofmetnađi.

Miđađ viđ ţćr vinsćldir, sem Ólćsinginn naut í sölu á nýliđnu ári, furđađi ég mig á ţví hvers vegna ekki hefđi veriđ meira skrifađ eđa bloggađ um bókina. Ekki lengur. Söeborg var búinn ađ gera ţetta sama á undan. Og betur. Í helmingi styttri bókum.

–---
*) Notast er viđ gamaldönsku hér, ţar sem forritiđ vill afbaka tákn úr nútímadönsku.

**) Hinn óviđjafnanlegi Tom Sharpe lést síđastliđiđ sumar. Á sínum tíma las ég allar hans bćkur upp til agna. Ćtti ég ef til vill ađ grípa í eina til ađ blogga um, karli til heiđurs? Erfitt er ađ gera upp á milli eftirlćtisbóka. The Great Pursuit? Einhver af ţremur fyrstu Wilt-bókunum? Eđa hinar kostulega ofangreindu S-Afríkubćkur?


Frćđibókahugleiđing

kaupmannahöfnÁ nýliđnum jólum fékk ég fáeinar bćkur ađ gjöf, sem ekki er í frásögur fćrandi, nema hvađ viđ ţađ ađ fletta ţeim hugsa ég til ţess hvernig tilnefningum til hinna íslensku bókmenntaverđlauna 2013 á sviđi frćđibóka er háttađ. Tilnefndar bćkur má flokka í tvennt, annars vegar frćđirit tengd handritum (Leiftur á horfinni öld – Hvađ er merkilegt viđ íslenskar fornbókmenntir? og Íslenska teiknibókin) og hins vegar náttúrufrćđi- og útivistarbćkur (Vatniđ í náttúru Íslands, Fjallabókin og Stangveiđar á Íslandi). Ekki halla ég á ţessi verk, sem vafalítiđ eru makleg hvert á sinn hátt, en heldur ţykja mér einsleit frćđasviđin. Hvar eru sagnfrćđiritin? spyr ég bara. Mig rak í rogastans, ţegar ég sá ađ stórvirkiđ Kaupmannahöfn sem höfuđborg Íslands eftir sagnfrćđingana Guđjón Friđriksson og Jón Ţ. Ţór, í tveimur bindum í stóru broti upp á samanlagt yfir 1100 blađsíđur, kemst ekki á ţennan stall. Annađ merkilegt og massívt sniđgengiđ rit er Hér mćtast skipin, sem Guđjón Friđriksson hefur einnig samiđ, í tveimur bindum međ á sjöunda hundrađ blađsíđna. Hvers vegna skyldu ofangreind sagnfrćđirit – eđa önnur - ekki hafa hlotiđ náđ fyrir augum dómnefndar? Máske voru ţau ekki nógu vel “auglýst” í bókmenntaţáttum fjölmiđla vikurnar fyrir jól? Eđa kannski komu ţau ekki út hjá réttu forlagi? Eđa skortir dómnefndina máske söguvitund? Eđa eru hinar útnefndu bćkur virkilega betri en stórvirki ţeirra Guđjóns og Jóns?Freud, Trotskí og endalok heimsins

burgess end of the world news 2Hvađ eiga ćvisaga Freuds, söngleikur um dvöl Trotskís í New York á útmánuđum 1917 og vísindaskáldsaga um endalok jarđar áriđ 2000 sameiginlegt? Ekkert – nema hvađ ţetta eru ţrjár stođir, sem slengt er saman í eina (af betri) skáldsögum Anthony Burgess, The End of the World News (1982).

 

Tenging ţessara ţriggja ólíku sviđa hljómar nćsta fjarstćđukennd. Hver saga er rakin fyrir sig og ţegar leikar standa hćst, ţá – bang! - er lesandanum ţeytt inn í ađra og gerólíka frásögn. Hvernig getur nokkrum höfundi flogiđ annađ eins í hug? Í seinni hluta ćvisögu sinnar, You´ve Had Your Time (1990) greinir Burgess frá ţví hvernig hann sat uppi međ ţrjú verkefni, sem hann hafđi veriđ beđinn um ađ skrifa, en voru andvana fćdd, ţ.e. urđu aldrei ţađ sem til stóđ. Hiđ fyrsta var handrit ađ stórslysakvikmynd frá um 1975 - gott ef hugmyndin kom ekki upphaflega frá sjálfum Sam Goldwyn. Ţetta var á tíma ţegar stórslysamyndir voru vinsćlar – um brennandi stórbyggingar (The Towering Inferno), sökkvandi skip (The Poseidon Adventure) og jarđskjálfta (Earthquake). Nú átti ađ gera hina endanlegu stórslysamynd, um eyđingu jarđarinnar, og var Burgess ráđinn til ađ skrifa synopsis, eins og ţađ er kallađ af innvígđum. Hafa ber hugfast ađ ţetta var 15-20 árum áđur en myndir eins og Deep Impact, Armageddon, Titanic og Independence Day voru gerđar. Raunar var í millitíđinni framleidd stórslysakvikmyndin Meteor (1979) međ Sean Connery í ađalhlutverki, byggđ í grundvallaratriđum á sömu hugmynd og saga Burgess. En skemmst er frá ţví ađ greina, ţá féll kvikmyndafélagiđ frá gerđ stórslysamyndar eftir sögu Burgess af fjárhagsástćđum – og hann sat uppi međ ónýta grind ađ sögu. Um 1980 stóđ til ađ settur yrđi á sviđ söngleikur á Broadway um daga Trotskís í New York 1917. Ráđiđ var tónskáld til ađ semja tónlistina og Burgess til ađ semja söngtexta og söguţráđ. Tónskáldiđ skilađi aldrei sínu, en Burgess klárađi textann (og samdi reyndar lög viđ hluta verksins, ţví ađ Burgess var sjálfur liđtćkur viđ tónsmíđar). Ţriđja verkiđ var svo handrit ađ heimildamynd um Freud, sem kanadísk sjónvarpsstöđ bađ hann ađ skrifa. Enn og aftur lauk hann sínum ţćtti, en verkefniđ varđ aldrei barn í brók.

Ţannig ađ Burgess sat uppi međ ţrjú gjörólík verkefni, sem ekkert virtist ćtla ađ rćtast úr. Lausnin? Ađ steypa ţeim öllum í eina skáldsögu og leggja fáeina, örfína ţrćđi til ađ tengja verkin. Og hiđ ótrúlega er ađ ţađ gengur upp. Og ţótt heimsendasagan drífi lesandann áfram, ţá er ćvisaga Freud lang-áhugaverđasti hluti verksins. Ćtíđ var tilhlökkunarefni, ţegar ţeirri sögu sleppti, ađ sjá hvernig ţráđurinn yrđi tekinn upp og henni yndi áfram. Ekki bara kynnumst viđ Freud og kenningum hans, heldur hittum viđ alla helstu lćrisveina hans, sem sumir hverjir urđu seinna á lífsleiđinni fráhverfir lćriföđurnum og frćgir á eigin forsendum. Hér stíga fram ljóslifandi Carl Jung, Alfred Adler, Sandor Ferenczi, Otto Rank, Ernest Jones og sćgur annarra – og einnig konurnar, Helene Deutsch og Marie Bonaparte, auk eiginkonu Freuds, Mörthu, og dótturinni Önnu. Upphafskafli bókarinnar - ţegar Ernest Jones kemur til Vínarborgar voriđ 1938, skömmu eftir Anschluss, til ađ fá gyđinginn Freud til ađ yfirgefa landiđ ţar sem hann hefur búiđ alla tíđ - er óviđjafnanlegur. Jones, Freud, Martha og Anna skamma embćttismenn Gestapo eins og óţekka skólastráka og sýna hvernig sá sem heldur reisn reynist hlutskarpari ţeim, sem fer međ óskorađ vald. Óborganlegur upphafskafli. Svo fylgjum viđ upprifjun á ćvi ţessa brautryđjenda sálgreiningar langt aftur í tímann, kynnumst ósigrum hans jafnt sem sigrum, ranghugmyndum jafnt sem tímamótamarkandi kenningum og, síđast en ekki síst, hvernig kenningar hans gćtu hafa átt viđ innan hans eigin fjölskyldu. Ţetta er ótrúlega persónuleg, náin og nćrfćrin nálgun - og varla hćgt ađ skrifa hana betur.

Sagan um Trotskí er afmörkuđust í tíma og rúmi og gerist í New York frá janúar til apríl 1917, en byltingarleiđtoginn er kominn til Stóra eplisins til ađ kynda undir allsherjarbyltingu verkamanna – ţađ er á vitorđi fárra annarra en frćđimanna, en á árunum 1915-25 var ótti viđ sósíalíska byltingu verulegur í Bandaríkjunum, sbr. IWW, Joe Hill, Sacco og Vanzetti og fleiri mál frá ţeim tíma. Söngleikurinn dregur upp ljóslifandi mynd af Trotskí sjálfum og vísi ađ ástarćvintýri, enda óforbetranlegur kvennamađur og – einmitt á ţessum árum – međvitađur um eigiđ mikilvćgi. Einnig er dregin upp óljósari mynd af eiginkonu hans Natalíu – ţau bjuggu í opnu hjónabandi – og sonum ţeirra tveimur. Söngleikurinn endar ţar sem fréttir hafa borist af ţví ađ keisarastjórnin er fallin í Rússlandi, Trotskí getur snúiđ heim – en í sömu andrá berast fréttir um ađ Bandaríkin hafi byrjađ ţátttöku í fyrri heimsstyrjöld.

Ţađ er einkennilegt ađ hafa tvćr frásagnir byggđar á sannsögulegum og heimsfrćgum persónum og hrćra ţeim saman viđ ţriđju frásögnina, sem er hreinn skáldskapur og meira ađ segja vísindaskáldskapur, um yfirvofandi eyđingu jarđarinnar. Hér sýnir Burgess frábćra hugvitssemi. Halastjarna stefnir á jörđina, hrifsar međ sér tungliđ ţegar hún fer framhjá međ ćgilegum náttúruhamförum og kemur til baka, eftir hring um sólu, til ađ granda jörđinni endanlega. Gálgafrestinn nota jarđarbúar (ţeir sem vita um yfirvofandi áreksturinn) til ađ byggja sér geimför og koma sér frá deyjandi plánetu. Höfundinum tekst hér frábćrlega ađ dansa á línu persónusögu og almennra lýsinga upplausnar. Sérstaklega er athyglisverđ greiningin á trúarbrögđum, sem verđa til viđ yfirvofandi endalokin. Persónugalleríiđ er gríđarstórt: Vísindaskáldsagnahöfundurinn Val Brodie; ferđafélagi hans Falstaff-leikarinn Willett; eiginkona hans, vísindakonan gullfallega Vanessa Brodie (Doctor Brodie, fyrir Borges-ađdáendur); fađir hennar stórreykingarmađurinn Frame; hin ólétta Edwina, sem ber máske frelsara undir belti; sjónvarpspredikarinn Calvin Gropius og margir fleiri. Sagan gerist í Bandaríkjunum – enda var hin fyrirhugađa kvikmynd ćtluđ fyrir Bandaríkjamarkađ. Ţarna koma fyrir forseti síđustu Bandaríkjanna og ráđgjafar hans, eftirminnilegir mafíósar, öll stórfjölskylda sjónvarpspredikarans ofan í afabörnin, hermenn og varđliđar og lögregluţjónar og tugir af tilfallandi persónum. Ţeim mun erfiđara ćtti ađ vera ađ halda utan um ţennan fjölda allan, ţar sem frásögnin er reglulega rofin af ţeim Freud og Trotskí, en aldrei, ekki einu sinni, er lesandinn í vandrćđum međ ađ fylgja ţrćđi. Og heimsendir verđur ekki bara ljótur í međförum Burgess; hann er einnig fullur af lit og leik og söng og dansi og ást og hugrekki og virđingu og reisn, andspćnis upplausninni - heimsendir, eins og allt annađ, verđur lýsandi dćmi um afrek og glappaskot breysks mannkyns.

Og tengjast ţessar sögur innbyrđis? Ţótt svo virđist varla lengi vel, ţá reynist á endanum ţannig ađ ţađ sem geimförunum tekst ađ hafa međ sér af menningararfi jarđarinnar eru tvćr myndir: Heimildarkvikmynd um Freud og söngleikur um Trotskí. Og innan ţessa marglaga ramma hefur Burgess tekist ađ steypa alla hugmyndasögu 20. aldar, á sviđi innra lífs, samfélagshugmynda og óheftrar vísindahyggju – međ öllum kostum og göllum – á uppfrćđandi hátt og međ stórkostlega eftirminnilegum og ljóslifandi persónum. Talandi um marglaga frásagnir … Og óflokkanlegar skáldsögur.

Eintakiđ mitt er svo marglesiđ ađ ţađ er fariđ á límingunum og lafir nánast eingöngu á lausum blöđum. Ć, hvađ ég vildi ađ viđ ćttum enn höfunda eins og Burgess ...


Gröndal dvelur viđ dćgrin sín

Ný bók Guđmundar Andra Thorssonar, Sćmd, hefur hlotiđ verulega athygli. Kalla mćtti verkiđ sögulega skáldsögu – eđa jafnvel sögulega nóvellu, ţar sem sagan er stutt og nokkuđ fljótlesin, ekki ólíkt síđasta verki Andra, sagnasveiginum Valeyrarvalsinn.

Söguţráđur Sćmdar snýst um smávćgilegan atburđ og eftirmál hans. Skólapiltur í Lćrđa skólanum hnuplar bók í desember 1882 og er gripinn í ţann mund ţegar hann ćtlar ađ skila henni – en verđa reyndar á ţau mistök ađ setja ranga bók í stađ hinnar í myrkrinu. Umsjónarmađur skólans, Björn M. Ólsen, stendur fyrir ţví ađ drengurinn er yfirheyrđur á kennarafundum, međ ţađ fyrir augum ađ fá honum vikiđ úr skólanum fyrir siđferđisbrest, og beitir Ólsen fyrir sig vildarvini sínum úr hópi kennara, Sigurđi slembi, sem gengur hart fram. Uns ţriđja kennaranum, Benedikt Gröndal, er misbođiđ, en hann beitir sér fyrir framvindu, sem leysir stráksa úr úlfakreppunni.

Allar ţrjár meginpersónur sögunnar - ţeir Gröndal, Ólsen og pilturinn Ólafur – eru nokkuđ jafnvćgar. Fylgst er međ hverjum ţeirra viđ sína iđju og horft inn í hugarheim allra. Sögumađur er drengurinn sjálfur orđinn gamall mađur, áratugum síđar, en stundum er erfitt ađ greina á milli hans og alviturs sögumanns, sem gćgst getur inn í hugskot allra. Eins og höfundar er von og vísa, ţá er textinn oft á tíđum gullfallegur, hlýr og alltumlykjandi. Sérstaklega eru glćsilegir kaflar framan af í bókinni, ţar sem lýst er hugarheimi Gröndals, ţegar hann fer á flug. Vandinn er máske sá ađ sagan er ekki ýkja stór. Persónusköpunin er mjög hefđbundin; viđ ţekkjum ţarna Gröndal og Ólsen mjög í samrćmi viđ ţćr sögulegu heimildir, sem varđveittar eru um ţessa menn. Tvennt má teljast sérstćtt í dögunni. Annars vegar er ţađ ađ báđir eru ţeir (gerđir) einstćđir feđur, sem ekki var algengt á ţesssum tíma. Gröndal elur upp Túllu litlu og Ólsen elur upp Sigga litla sem fósturson. Hitt er ađ sagan er nánast međ öllu kvenmannslaus. Tvćr svartklćddar konur eru á stjákli sem ţústir um bćinn, nánast eins og svipir; tvćr ţjónustustúlkur Gröndals vappa eitthvađ í bakgrunni, sem og móđir og systir Ólsens, sem búa hjá honum, en allt eru ţetta lítilsigldar persónur og nánast upptaliđ. Ţetta er heimur karlmanna sem lýst er. Jafnvel er gefiđ í skyn ađ Ólsen gćti veriđ samkynhneigđur, ţótt ekki sé ţađ beinlínis sagt berum orđum; hann heldur hálfgerđa fyrirlestra yfir félögum sínum um fegurđ ungra manna og stendur auk ţess langtímum í myrkri yfir piltunum á Langalofti. Ađ sumu leyti eru ţeir Gröndal og Ólsen ekki svo ólíkir; báđir eru ţeir upprifnir af rómantískum hugmyndum um háleita fegurđ.

Höfundur tekur sér skáldaleyfi víđa í sögunni. Helst er ađ nefna ađ Gröndal er látinn búa í húsinu viđ Vesturgötu, sem hann keypti ekki fyrr en fimm árum síđar, en ađ auki eru mörg smáatriđin sem standast ekki sögulega (sjá síđar). Sagan er sýnilega vilhöll og ţá Gröndal í hag, en Ólsen er ţó ekki međ öllu málađur sem ófreskja eđa harđstjóri – sú mynd er milduđ nokkuđ. Vissulega hefur Íslandssagan fariđ mjúkum höndum um Gröndal, einkum í ljósi ţess ađ hann var á sínum verstu dögum mjög litinn hornauga í bćjarlífinu. Má ef til vill fyrst og fremst ţakka tvennu ađ hlutur hans réttist; annars vegar vitnisburđur nokkurra skólapilta, sem líkađi vel viđ hann og rituđu á ţann veg í ćviminningar sínar, og hins vegar ćvisaga Gröndals sjálfs, Dćgradvöl, sem hann gaf fyrirmćli um ađ yrđi ekki gefin út fyrr en nokkru eftir dauđa sinn, enda um margt berorđ og jafnvel meinyrt. Sjálfur hef ég, eins og höfundur Sćmdar, löngum veriđ í liđi međ Gröndal, hef lesiđ Dćgradvöl reglulega međ fárra ára millibili, og tekiđ allt ţar sem heilagan sannleik; einnig margsinnis hlegiđ af Heljarslóđarorrustu, og lesiđ bréf og greinar skáldsins (og hafđi ţar sérstaklega gaman af lýsingu hans á fransk-prússneska stríđinu 1870-71 og einnig allfrćgri Reykjavíkurlýsingu hans frá aldamótunum), auk ţess ađ lesa lungann úr ljóđum hans, ţótt ekki hafi ég nú beinlínis laugađ mig í ţeim, eins og mér sýnist Guđmundur Andri hafa gert. Ţađ verđur verđugt verkefni fyrir bókmenntafrćđinga framtíđar ađ greina hvađ höfundur Sćmdar hefur tekiđ upp úr skrifum Gröndals sjálfs, hvar ţeim sleppir og hvar skáldskapur Guđmundar Andra tekur viđ. Held ég ađ oft verđi erfitt ađ greina ţar á milli, enda má heita svo ađ Guđmundur Andri taki hér viđ kefli hinna rómantísku skálda frá s.hl. 19. aldar. Sérstaklega er ţetta einkennandi í ţeim köflum, ţar sem pilturinn Ólafur hugsar heim á eyrina, en ţađ er ómenguđ íslensk náttúrurómantík sem trompar eiginlega allt sem áđur hefur veriđ skrifađ á ţví sviđi. Samt er óhćtt ađ mćla međ Sćmd. Ţetta er ekki gallalaust verk, en í bestu köflunum verđur lestrarnautnin slík ađ hún gerist varla ljúfari á íslensku.

–---

Hér lćt ég gagnrýni á bókina lokiđ, en kem međ dálitlar viđbćtur sem varpa mögulega réttara sögulegu ljósi á ţá atburđi, sem hún greinir frá. Í Sćmd er ţjófnađarmáliđ gert sem lítilfjörlegast, en í reynd var ţađ öllu alvarlegra. Pilturinn (sem í alvörunni hét Magnús og varđ síđar sýslumađur) virđist hafa haft nokkuđ einbeittan ásetning um glćp; hann stal bókinni, lét binda hana inn og merkti sér hana. Frá ţeim sjónarhóli verđur harka skólayfirvalda í málinu skiljanlegri; í Sćmd virđist harkan ekki í samrćmi viđ (smćttađ) brotiđ. Einnig er breytt í Sćmd viđbrögđum Gröndals viđ málinu; í bók Guđmundar Andra er hann látinn strunsa út af kennarafundi og arka, klćddur stakki föđur síns, í ísţoku alla leiđ suđur á Álftanes ađ hitta fjárhaldsmann drengsins, mektarprestinn Ţórarin í Görđum, sem ţá hefur afskipti af málinu. En í reynd lagđi Gröndal ekki á sig mannraunina, heldur lét hann duga ađ skrifa bréf suđur eftir. Svo má auđvitađ velta fyrir sér hvort afskipti af ţví tagi, sem Gröndal stendur fyrir, séu endilega stjórnsýsla sem er ćskileg í augum nútímamanna – séra Ţórarinn fćr nefnilega landshöfđingja ţáverandi til ađ grípa inn í máliđ fyrir kunningsskap og međ valdbođi – ţetta er klíkusamfélagiđ og samfélag valdsins í hnotskurn. Í Dćgradvöl lýsir Gröndal oftar en einu sinni hve honum leiddist á kennarafundum; kannski skipti hann sér ekki af ţessu máli einvörđungu af mannkćrleik til piltsins, heldur til ađ hrađa lokum leiđinlegs fundar. Einstök atriđi í Sćmd má vitaskuld líta á sem skáldaleyfi – ţannig mun Björn M. Ólsen ekki hafa tekiđ Sigga litla í fóstur fyrr en eftir drukknun föđur hans, Sigurđar slembis áriđ 1884, auk ţess sem aldri Sigga litla er hnikađ; í reynd hefđi hann átt ađ vera ţriggja ára áriđ 1882. Dálítiđ ţótti mér skjóta skökku viđ ađ nota viđurnefni Sigurđar (eldri) eins og eiginnafn. Vissulega var hann stundum kallađur, stutt og laggott, Slembir og ţá var ţađ haft međ stórum staf, en annars var hann jafnan skrifađur Sigurđur slembir; í Sćmd er nafniđ hins vegar jafnan skrifađ međ stórum stöfum beggja vegna: Sigurđur Slembir. Ţá eru ţćttir í útlitslýsingu Björns Ólsen, sem illa ganga upp miđađ viđ sögutímann. Hann er sagđur međ óvenju gróskumikiđ skegg, en myndir af honum frá ţessum árum sýna ekki ađ hann hafi veriđ kominn međ hiđ mikla rostungsskegg, sem hann varđ síđar frćgur af. Nefnt er einnig ađ Björn hafi gaman af ađ ráđa krossgátur – en krossgátur fóru varla ađ ţekkjast í blöđum á Íslandi fyrr en töluvert eftir aldamótin 1900, varla fyrr en á síđustu ćviárum Ólsens, en hann lést áriđ 1919. Ţá stakk mig í augu ađ sjá nafn leikfimnikennara Lćrđa skólans skrifađ Ólafur Rósinkransson; ég hef aldrei séđ eftirnafniđ ritađ öđruvísi en sem ćttarnafn, Rósinkranz (Rósenkranz, Rósinkrans).

Sem fyrr segir er ég gamall Gröndalssinni. Orđspori hans var haldiđ á loft af Dćgradvöl og ummćlum ýmissa nemenda hans. Ţess vegna er ţörf áminning ţađ sem Hannes Ţorsteinsson, ţjóđskjalavörđur og ţingmađur, hafđi ađ skrifa um ţessa tvo herra. Hannes var fćddur 1860, lćrđi hjá ţeim báđum, Gröndal og Ólsen, og átti síđar eftir ađ tilheyra ţeirri broddborgaraklíku sem var í kringum Ólsen (Magnús Stephensen landshöfđingi, Hannes Hafstein, Jónassen landlćknir), sem miklu réđi í bćjarlífinu, á međan Gröndal lapti dauđann úr skel og reyndi í sífellu ađ kría út styrki frá Alţingi. Hannes Ţorsteinsson fór svipađa leiđ og Gröndal, ritađi endurminningar sínar (stuttu eftir ađ Dćgradvöl kom út) og hélt ţeim luktum frá sjónum manna, en ţćr máttu opnast áriđ 1960, á 100 ára afmćli höfundar sem ţá var löngu horfinn á vit feđra sinna.

Um kennara sinn, Gröndal, segir Hannes Ţorsteinsson eftirfarandi (útdráttur):

“Benedikt Gröndal … var vćskilslegur ađ vallarsýn, og lítill fyrir mann ađ sjá, ófríđur sýnum, óţýđur í viđmóti og stuttur í spuna, ţá er illa lá á honum, sem oft bar viđ, og var ţá ekki unnt ađ gera honum til hćfis, ţví ađ karl hafđi ţá allt á hornum sér, ţá er svo stóđ í bóliđ hans, en stundum gat hann ţó veriđ kátur međ glensi og gamanyrđum, ţví ađ hann var harla mislyndur, tiltektarsamur og tiktúrufullur, og gat vindstađan breyst allt í einu úr blćjalogni í rokviđri, af litlu eđa engu tilefni. … Eins og skáld skorti hann nauđsynlegt jafnvćgi til ađ halda hugsun sinni og hátterni á réttum kili og komst ţví út í ýmsar öfgar, svona sitt á hvađ. Er nú orđin venja ađ afsaka alla hnykki og rykki skáldanna út af alfaravegi međ ţví ađ eigna ţađ “genialiteti” ţeirra … En ţessi skođun, sem alls ekki er réttmćt, nema ađ litlu leyti, hefur gert ýmsa sćmilega gáfađa menn ađ fíflum, međ ţví ađ ala hjá ţeim ţá endemisfirru, ađ alls konar sérgćđingsháttur til orđs og ćđis = genialitet. Benedikt Gröndal var ađ vísu gáfumađur og listfengur á marga lund, en gáfur hans hafđi vantađ allt taumhald frá barnćsku … Og Gröndal mun snemma hafa litiđ svo á, ađ hann vćri og ćtti ađ vera öđru vísi en annađ fólk og gert sitt til ţess ađ breikka ţađ djúp milli sín og múgsins međ annarlegri og oft ankannalegri framkomu, og í ţessu sjálsmati Gröndals á yfirburđum gáfna sinna og hćfileika yfir fjöldann ćtla ég, ađ liggi margar af ţeim óráđnu gátum og undarlegu tiktúrum í lund og látćđi hans. Og víst er um ţađ ađ hann leit afar stórt á sig og hafđi afar háar hugmyndir um sjálfan sig, ţóttist ávallt misskilinn og aldrei metinn ađ verđleikum og varđ af ţví önugur og beiskur í lund. Og ţađ kvađ svo rammt ađ ţessu, ađ hann stórfyrtist viđ kunningja sína, ef ţeir létu hann hlutlausan og hćldu honum ekki upp í eyrun og jafnframt á prenti, og ţá varđ allt ađ vera svo hnitmiđađ, ađ ţar vćri engin smuga á, ţví ađ annars mátti ganga ađ ţví vísu, ađ hann yrđi sárgramur, ef orđalagiđ var ekki öldungis sniđiđ eftir ţví, sem hann vildi helst kjósa. Og ţađ var ţessi dćmalausa fyrtni og undarlega viđkvćmni Gröndals, oft og einatt út af bláberum hégóma, sem bćđi fćldi kunningja hans frá honum og gerđi hann allt í einu móthverfan ţeim, sem veriđ höfđu honum vel. Ţess vegna hélst honum svo illa á verulegum vinum, og mun hafa átt ţá fáa. Ollu ţví skapbrestir hans, takmarkalítiđ sjálfsálit og hégómagirni … menn vissu, ađ honum var ađ ýmsu ekki međ öllu sjálfrátt, tóku hann ekki alvarlega og afsökuđu hnykki hans, ađ svona vćri nú Gröndal gamli gerđur, og svo vćri ekkert frekar um ţađ ađ segja. Hann hafđi skapađ sér sérstöđu og naut hennar í skjóli “gröndćlskunnar” … Gröndal var ekki orđinn hćfur til ađ gegna embćtti sínu viđ skólann vegna drykkjuskaparóreglu. Ţađ var ómótmćlanlegt. En hann tók nćrri sér, ţótt minni mótgerđir vćru en ţessi frávikning, og ţess vegna hefur hann hallađ mjög á Jón rektor og sérstaklega Björn Ólsen út af ţessu í “Dćgradvöl” eđa endurminningum sínum, sem yfirleitt eru mjög hlutdrćgt ritađar og dómar hans um menn oft stađleysur einar og mótsagnir. Ţađ er ţví mjög viđsjárvert heimildarrit og “ekta gröndalskt” … Um skáldskap, náttúrufrćđiţekkingu og listfengi Gröndals verđur hér ekki rćtt. Ţess skal ađeins getiđ ađ hin hversdagslega hönd hans, eđa ţá er hann ritađi hratt, var ekki neitt sérlega falleg og fremur ógreiđ aflestrar, ţví ađ stafagerđin var mjó og nokkuđ ógreinileg, en ţá er hann vandađi sig, t.d. í skrautrituđum ávörpum, ţá var handbragđiđ hreinasta snilld.”

Svo mörg voru ţau orđ. Og líkt og til ađ jafna um metin, ţá lćtur Hannes svo mćlt um Björn M. Ólsen, fyrrum lćrimeistara sinn og síđar vin:

“Björn Magnússon Ólsen … var hár vexti og ţrekinn, gervilegur sýnum og sópađi ađ honum, stórleitur í andliti og nokkuđ opinmynntur, yfirbragđiđ hreint og góđmannlegt, en ţó alvarlegt, ţví ađ hann var alvörumađur mikill, hafđi átt viđ ţungt heilsuleysi (lungnatćringu) ađ berjast á yngri árum og mestan hluta ćvi sinnar, og mun ţađ hafa mótađ skapgerđ hans og gert hann örari í lund og viđkvćmari fyrir utanađkomandi áhrifum en ella mundi. Hann var prýđisvel ađ sér í gömlu málunum (latínu og grísku) og ýmsum öđrum vísindagreinum og fyrirtakskennari, áhugamikill um framfarir lćrisveina sinna og einkar laginn ađ vekja áhuga ţeirra á náminu. Hann var kennari af lífi og sál, sérstaklega í gömlu málunum, og voru allir einhuga í ţví ađ viđurkenna hina miklu kennarahćfileika hans, ţótt stundum vćru skiptar skođanir manna um afskipti hans af skólamálum eđa stjórn hans á skólanum. Hann var langfremsti kennari skólans á minni tíđ … Ţađ sem Ólsen var helst fundiđ til foráttu, var of mikil eftirgangsemi og rekistefna viđ pilta út af smámunum einum. Hann lét flest til sín taka í stjórn skólans, áđur en hann varđ rektor, en sú afskiptasemi mćltist misjafnt fyrir, og skorti Ólsen ţá lipurđ og lempni til ađ lagfćra ţađ, er miđur fór … Mćtti hann oft mótspyrnu ,,, einnig frá kennurunum … Ţetta vissu piltar og kunnu ađ nota sér ţađ, svo ađ hinn góđi vilji og umbótastarfsemi Ólsens strandađi á ţessum tvöfalda mótţróa, og tók hann sér ţađ nćrri, ţví ađ mađurinn var geđríkur og kappsamur í hverju sem hann tók sér fyrir hendur … Ólsen var allra manna trygglyndastur og vinfastastur, ţar sem hann tók ţví, svo ađ ekki varđ um haggađ, einlćgur og hrekklaus í allri framkomu sinni og yfirleitt mesti mannkosta- og sćmdarmađur, auk ţess sem hann var viđurkenndur vísindamađur utan- og innanlands, skarpur og athugull, sérstaklega í íslenskri sögu og málfrćđi, sem hann ritađi mest um, enda var mađurinn ágćtlega vel gefinn og vel ađ sér um hvatvetna.”
Talnaţraut

Hugsađu ţér töluUm ţarsíđustu helgi fór fram býsna merkileg bókmenntaráđstefna, sú fyrsta sinnar tegundar hérlendis, um glćpasögur, undir nafninu Iceland Noir. Var hún ađ flestu leyti feikivel undirbúin og eiga ţeir, sem ađ henni stóđu, heiđur skilinn fyrir elju og ósérplćgni. Ađ öđrum ólöstuđum held ég ađ hvatamađurinn, Ragnar Jónasson, hafi boriđ hitann og ţungann. Sem viđ var ađ búast hlaut ráđstefnan litla umfjöllun í fjölmiđlum, enda bókmenntaprelátar og -hofróđur bćjarins uppteknari af ađ dásama ný, meint öndvegisskáldverk.

Ţegar ég mćtti á umrćdda ráđstefnu gaukađi Ragnar ađ mér tveimur glćpakiljum og virtist önnur nógu áhugaverđ til ađ lesa hana án tafar og skjóta henni ţar inn á milli meintra alvörubókmennta. Sagan sú heitir Hugsađu ţér tölu, er frumraun Bandaríkjamannsins Johns Verdon og kom út ytra áriđ 2010.


Hugsađu ţér tölu greinir frá fyrrum ofurlöggunni Dave Gurney, sem nýlega er kominn á eftirlaun tćplega fimmtugur (!) og hefur flust frá Stóra eplinu til dreifbýlis viđ Catskills-fjöll í uppsveitum New York-fylkis – en í raun mun hiđ sama eiga viđ um höfundinn Verdon, sem áđur var mógúll í auglýsingabransanum í stórborginnni, en var nýfluttur á sömu slóđir, ţegar hann hćtti í sínum bransa og tók ađ skrifa bćkur, orđinn nokkuđ roskinn.

Sagan hefst á ţví ađ gamall félagi Gurney frá háskólaárum hefur samband viđ hann, er hann kemst ađ ţví ađ löggan fyrrverandi hefur flust í sveitina sem hann býr í, en félaginn hefur afar sérkennilegt mál ađ glíma viđ. Ókunnugur hefur sent honum bréf ţar sem honum er bođiđ ađ hugsa sér tölu á bilinu einn og ţúsund. Og viti menn – međfylgjandi í umslagi er miđi međ nákvćmlega ţeirri tölu.

Efnileg byrjun, nema hvađ hún er íviđ langdregin - byrjunin fyrst og síđan bókin öll. Efniđ er ekki veigameira en svo ađ ţađ endist vart ţćr rúmu fjögur hundruđ blađsíđur sem lesa ţarf. Jafnvel ţótt fjórir hafi veriđ myrtir áđur en yfir lýkur. Sagan fer svo ţunglamalega af stađ ađ hún nćr engu flugi fyrr en drjúgur ţriđjungur er ađ baki. Ţá reynist hún eins og einn ţokkalega bitastćđur sjónvarpsţáttur samanvöđlađur úr Criminal Minds, NCIS og Psycho.

Einn meginókostur bókarinnar er langdreginn og ofurraunsćislegur stíll á köflum. „Hann skrúfađi frá eldhúskrananum, lét vatniđ renna uns ţađ varđ nćgilega kalt, sótti sér glas í skápinn fyrir ofan eldhúsborđiđ, fyllti ţađ upp ađ barmi, teygađi stórum vatniđ svo ađ barkakýliđ gekk upp og niđur, skrúfađi fyrir og lagđi glasiđ í eldhúsvaskinn í stađ ţess ađ setja ţađ í uppţvottavélina eins og hann var vanur.‟ Einhvern veginn á ţennan veg hljóma leiđinlegustu vífillengjurnar, ţegar hćgt hefđi veriđ ađ segja: „Hann fékk sér vatnsglas.‟ Töluvert rými fer í persónuleg mál Gurneys og er ţar sumt gott og annađ síđra. Hann býr međ seinni konu sinni, Madeleine, og ţau dragnast međ beinagrind í skápnum. Međ fyrri konu á Gurney uppkomna soninn Kyle, sem gert hefur ţađ gott á framandi slóđum í fjármálaheiminum, býsna fjarlćgur drengur framan af, en svo dúkka mál hans óvćnt upp nćrri bókarlokum, međ fréttum sem lesandanum finnst međ ólíkindum ađ berist Gurney á ţann hátt sem ţćr gera. Međ símtali, reyndar - og í sjálfu sér er međ ólíkindum hve stór hluti sögunnar gerist í símtölum; ég held ađ ég hafi aldrei lesiđ bók međ fleiri símtölum. En ţađ endurspeglar líklega samtímann betur en nokkuđ annađ – nútímamađurinn eyđir hálfum deginum í síma. Ađ sama skapi verđur fyrir vikiđ ótrúverđugt hve erfitt sonurinn Kyle á međ ađ ná sambandi viđ föđur sinn, ţegar allir ađrir virđast hafa greiđan ađgang ađ honum í gegnum símann. Hvert símtaliđ tekur viđ af öđru – Gurney er vart búinn ađ leggja á, ţegar aftur er hringt. Og hafi hann veriđ utan símasambands bíđa hans skilabođ í runum á símsvaranum.

Annar galli sögunnar er ađ látiđ er ógert ađ fylgja ţrćđi, sem fram kemur strax í upphafi, og leiđir um síđir til lausnar gátunnar. Ef Gurney eđa lögreglan hefđu haft hugsun eđa nennu til ađ rekja ţađ spor frá byrjun hefđi mögulega mátt bjarga mannslífum – en sem betur fer drapst fólkiđ bara í bók, en ekki í alvörunni. Ţá má nefna ađ alloft er fariđ út í persónulýsingar í gegnum samanburđ viđ kvikmyndir – sjálfur líkist Gurney engum öđrum en Robert Redford úr Butch Cassidy and the Sundance Kid. Á móti má nefna ađ Verdon tekst líka á köflum býsna vel međ upp međ persónugallerí sitt; karakterar af lögreglustöđinni eru skrambi skemmtilegum dráttum dregnir og sumir beinlínis eftirminnilegir. Sama máli gegnir um eiginkonuna Madeleine, sem er furđu dulúđug og tvírćđ. Ađ sumu leyti er engin nákomnari Gurney, en á sama tíma verđur hann ađ horfast í augu viđ ađ enginn mađur getur nokkurn tíma ađ fullu ţekkt ađra persónu; hún kemur stöđugt á óvart, á jákvćđan og neikvćđan máta. Enn má nefna ţann galla ađ rökréttasta skýringin á ráđgátunni reynist rétt, en samt dettur engri löggu hún í hug fyrr en dregur nćr bókarlokum. Ţótt Gurney eigi ađ vera ofursnjall, ţá fannst mér vanta í hann blađsíđur ţegar kemur ađ slíku hyggjuviti. Loks má minnast á ađ sjálf kúlmínasjónin í lokin reynist heldur bragđdauf, fyrirsjáanleg og međ ţeim óţarfa ađ morđinginn, sem fram ađ ţessu hefur gengiđ hiklaust og fumlaust til verks í drápum sínum, gefur sér tóm, tíma og tćkifćri til ađ útskýra allt sem ađ baki liggur – og kemur ţar viđ sögu annar lögregluforingi, John Nardo, sem virđist fádćma skilningssljór og áttar sig ekki á neinu fyrr en löngu eftir ađ lesandinn skilur allt.

 

Samt. Ţegar öllu er á botninn hvolft er Hugsađu ţér tölu samt engan veginn slćm bók – hún er, held ég, nokkuđ yfir međallagi glćpabóka af ţessum toga. Hundrađ blađsíđum styttri hefđi hún getađ veriđ verulega sterk - og samt ekki misst neitt, sem ekki er óţarft.

-----

P.S. Ég biđst velvirđingar á tvískiptri leturgerđinni. Svona gerist, ţegar tölvurnar taka ađ hugsa sjálfstćtt.
Hvađa gamla járnarusl sem er

 any old iron

Fyrir rúmu ári komst ég á ţá skođun ađ svo langt vćri liđiđ á lífiđ ađ nauđsynlegt vćri ađ endurlesa sumt ţađ gćđaefni, sem ég las á yngri árum, ţví ađ enginn veit sína ćvina og allt ţađ. Máske vćri betra ađ lesa gamlar gćđabćkur, sem reynast uppspretta ánćgju hverju sinni, en áhćttusöm yngri verk, sem oft leiđa af sér ergelsi og ófullnćgju. Og hvar er betra ađ byrja en á bókum Anthony Burgess?

Ef til er höfundur, sem ég gćti talist ţokkalega lesinn í, ţá er ţađ Anthony Burgess - og ţá helst skáldverkin. Í heil fimm ár fyrir 1985 las ég varla nokkuđ annađ en Burgess - ţar á međal skáldsöguna 1985. Burgess var óhemju afkastamikill og bestu bćkur hans eru einfaldlega međ ţví albesta sem ég hef rekist á; í ţeim skilningi er hann eftirlćti mitt. Snilldarverk á borđ viđ Earthly Powers, Kingdom of the Wicked, End of the World News, Enderby-fjórleikurinn, Nothing Like the Sun og Man of Nazareth fćru allar í hóp hundrađ eftirlćtisbóka minna. Sumar ţeirra hef ég lesiđ tíu sinnum eđa oftar. Ađrar frambćrilegar bćkur eftir Burgess eru Abba Abba (sem fjallar ekki um Muriel´s Wedding, ţrátt fyrir titilinn, heldur ćvi John Keats) og Honey for the Bears. Nokkuđ góđar má telja Tremor of Intent, 1985, Pianoplayers, M/F og frćgustu skáldsögu höfundarins, nóvelluna A Clockwork Orange, en engin saga hans er, ađ mínu mati, óáhugaverđ. Sjálfsćvisaga meistarans, gefin út í tveimur hlutum, er náttúrlega snilldarverk líka, sérstaklega fyrri hlutinn, sem heitir Little Wilson and Big God, en raunverulegt nafn Burgess var John Wilson.

 

Svo ađ eitt kvöld fyrir fáum vikum dró ég fram Burgess-bók, sem slagar hátt upp í besta flokkinn. Hún heitir ţví óspennandi nafni, Any Old Iron (Burgess fjallar töluvert um vandann viđ ađ semja áhugaverđa bókartitla í ćvisögu sinni). Any Old Iron er semsagt harđla ómerkilegur titill á býsna skemmtilegri skáldsögu, í fullgildri fullorđinsstćrđ, nćstum 400 bls međ ţéttu letri. Hún er ein af síđustu skáldsögum höfundar, frá árinu 1987, en Burgess lést sex árum síđar, úr lungnakrabba, enda óforbetranlegur vindlareykingamađur.

Ekki er auđvelt ađ lýsa efni Any Old Iron. Sagan gerist nokkurn veginn á árunum 1910-1950 og er í grunninn fjölskyldusaga Walesbúans David Jones, sem strýkur ađ heiman, kemst ađ sem hjálparkokkur á Titanic, bjargast úr sjóslysinu og kemst til New York, ţar sem hann kynnist rússneskri fegurđardís, Lúdmilu ađ nafni, og takast međ ţeim ástir. Ţau flytjast heim til Wales (og tóku sér nćstum far međ
Lúsitaníu voriđ 1915), David tekur ţátt í fyrri heimsstyrjöld, Lúdmila skreppur heim til Rússlands 1917 og verđur vitni ađ falli keisarastjórnarinnar. Ţau eignast síđan ţrjú börn, hinn hálfbilađa Reg, fegurđardísina Beatrix og hinn sérlundađa og ómenntađa Dan, sem hefur ekki áhuga á neinu öđru en ađ hantera fisk. Börnin ţrjú, orđin fullorđin, taka svo ţátt í seinni heimsstyrjöld, hvert á sinn hátt, rússneskumćlandi Wales-verjar, og nýtist ţeim sú sérţekking á marga vegu. Sögumađur er hins vegar fjölskylduvinur, sem viđ fáum í upphafssetningu bókarinnar ađ vita ađ er hryđjuverkamađur sprenglćrđur í vestrćnni heimspeki; en nafn hans kemur ekki fyrir nema einu sinni í allri bókinni og ţađ er ţegar langt er liđiđ á, og ţá fáum viđ einnig ađ vita ađ hann hefur gerst lífvörđur Chaim Weizmann, fyrsta forseta Ísraelsríkis. Semsagt gyđingur. Sem flytur um síđir til fyrirheitna Zíon, ekki ađ öllu leyti sjálfviljugur, stuttu eftir ađ Ísraelsríki er stofnađ. Systir sögumanns, gyđingastúlkan
og pákuleikarinn Zip, er eiginkona annars ţeirra Jones-brćđra.

 

Inn í ţessa (hversdagslegu?) fjölskyldusögu blandast svo ýmsir stórviđburđir frá fyrri helmingi 20. aldar og vćri óstöđugur ćrđur ađ rekja ţá hér. Í bakgrunni er svo upphaf sjálfstćđisbaráttu Wales-búa, stundum nćsta hjákátleg, en ţar er ein helsta ţjóđhetjan Artúr konungur, sem á sínum tíma var
hrakinn vestur af Englandi af saxneskum innrásarmönnum, en varđist međ Excalibur í hendi. Eđa Caledvwlch, eins og sverđiđ heitir upp á velska gelísku. Og óhćtt er ađ segja ađ sverđiđ
atarna komi viđ sögu; komiđ frá Atla Húnakonungi, í gegnum rómverska herstjórann Aetíus og Britannakonunginn Ambrósíus Árelíanus, í hendur Artúrs og hefur legiđ grafiđ í geymslum
Benediktína-munka í Monte Cassino í árhundruđ, uns ţađ dúkkar upp, ryđétiđ og óhrjálegt á 20. öld sem ţjóđarsameiningartákn sjálfstćđishreyfingar Walesbúa, nú orđiđ Any Old Iron.

 

Burgess er snillingur í ađ draga upp manngerđir međ fáeinum dráttum. Nánast allar persónur bókarinnar, međ sínum kostum og göllum, fegurđ og ljótleika, standa ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Menntun höfundar er fáránlega breiđ, kunnátta hans í tungumálum öllum öfundsverđ og ţekkingin encýklópedísk, enda alfrćđiorđabćkur í mikilvćgu hlutverki. Og nota má ţessa skáldsögu nćstum sem kennslubók í velsku, jiddísku eđa rússnesku, fyrir utan ađ hún er skrifuđ á fremur flókinni ensku. Tvennt stendur ţó upp úr, sem gerir Burgess öđrum betri sem höfund. Í fyrsta lagi skrifar hann af lífsţrótti, sem skin úr hverju orđi; eitthvađ sem ég hef ekki séđ hjá neinum höfundi öđrum en Balzac og mćtti kalla vitalité eđa lífsmátt. Hins vegar skirrist Burgess aldrei viđ ađ takast á viđ stórar spurningar á borđ viđ siđferđi, trúmál, almćtti, ástina og dauđann - ţessar spurningar eru gegnumgangandi í verkum hans. Og ţótt ljótleikinn birtist oft í sínum verstu myndum, ţá skín jafnan í gegn mannúđin og vćntumţykja í garđ međbrćđra, hárra sem lágra. Og ţetta allt tekst honum ađ vefja inn í spaug og gamansemi, sem lekur af hverri síđu. Eini galli bókarinnar, sem og fleiri skáldsagna sama höfundar, er endirinn; eftir rússibanareiđ virđist Burgess oft eiga í mesta basli međ ađ ganga út úr bókinni međ ţví ađ binda tilhlýđilega lokaslaufu. Og ţrátt fyrir alla flugeldasýningu, sem lesturinn var, ţá var ég ekki viss um, viđ bókarlok, um hvađ bókin var. En hún var skrambi skemmtileg. Ef til vill er bođskapur hennar, ef einhver er, sá ađ menn eigi aldrei ađ lúta valdi, í hverri ţeirri mynd sem ţađ birtist; eins og ein sögupersónan orđar ţađ: "The big enemy´s always the government."

 

Ég mun endurlesa fleiri Burgess-bćkur á nćstunni. Inn á milli gćti ég hugsađ mér ađ grípa í gćđabćkur eftir ađra skemmtilega höfunda, sem veriđ hafa dyggir förunautar á lífsleiđinni, s.s. Tom Sharpe, Bernard Cornwell, George Macdonald Fraser, Steven Pressfield og David Lodge - og máske líka einhverjar Rómarsögur eftir Steven Saylor eđa Colleen McCullough.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband